Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir

 

Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingur tekst á við að móta sjálfsmynd sína. Fyrirmyndir eru stór hluti af því að móta einstakling. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru oft miklar fyrirmyndir og þurfum við því að einblína á það að gera okkar allra besta sem slíkar. Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingar læra samskipti, læra að bera virðingu fyrir öðrum ásamt því að hlusta á skoðanir sínar og annarra. Unglingsárin eru viðkvæmur tími á þroskaferlinu þar sem breytingar verða útlitislega og andlega. Ungmennin geta verið viðkvæm þar sem mikil hormónastarfsemi er í gangi og miklar tilfinningar. Lesa meira “Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir”

Það er svo mikið að gera hjá okkur!

Hafa unglingarnir okkar á litlu stöðunum úti á landi of mikið að gera? Það er upplifun mín þessa dagana.  Við erum alltaf að hafa áhyggjur af því að unglingunum okkar leiðist og við viljum það að sjálfsögðu ekki. En getur verið að það sé kannski of mikið að gera hjá þeim?  Unglingarnir komu með bón til mín í fyrir nokkrum vikum um það hvort ég væri til í að hafa bara félagsmiðstöð einu sinni í vikunni, fyrir krakkana í 8. – 10. bekk. ,,Því það er svo mikið að gera hjá okkur í þessari viku!!“    Lesa meira “Það er svo mikið að gera hjá okkur!”

Börnin sem sitja á hakanum

Flestum er kunnug starfsemi félagsmiðstöðva. Félagsmiðstöðvar í Reykjavík eru fyrir ungmenni í 5. – 10. bekk grunnskóla. Í starfsskrá frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar er hlutverk félagsmiðstöðva skilgreint á þann veg að þær eigi að bjóða ungmennum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Ásamt því að bjóða þeim upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi.

Þetta þýðir að félagsmiðstöðvarnar standa ungmennum opnar við 10 ára aldur. Fram að þeim aldri bjóða frístundaheimili krökkum í 1.-4. bekk upp á starfsemi alla virka daga í formi skipulags tómstundastarfs. Flestir krakkar nýta sér þetta starf ef þeim gefst kostur á en sum þeirra eru aftur á móti hætt í frístund áður en þau koma í 5. bekk og félagsmiðstöðvarnar taka við. Lesa meira “Börnin sem sitja á hakanum”

Ruslageymsla eða fjársjóðskista?

„Er félagsmiðstöð ekki bara svona staður sem unglingar hanga á?“ Er spurning sem að tómstunda- og félagsmálafræðinemar svara reglulega. Þá sérstaklega þau okkar sem starfa á slíkum stöðum. Félagsmiðstöð er vissulega staður sem unglingar koma og „hanga“ á, en það er bara svo margt annað sem að staðurinn getur gert fyrir þau. Sú alhæfing að unglingar geri ekki annað í félagsmiðstöðvum en að eyða tíma sínum þar er í besta falli móðgun og í versta falli niðurbrjótandi fyrir þá öflugu starfsemi sem fram fer innan félagsmiðstöðva.

Félagsmiðstöðvar eru nefnilega magnaðar að því leyti að þar þarf ekkert frekar að vera stanslaus dagskrá, þó það sé að sjálfsögðu skemmtilegra. Unglingarnir koma nefnilega líka til að eiga rólega stund og spjalla, þetta spjall er svo það sem getur skipt sköpum um hugmyndir þeirra um ýmislegt. Að setjast niður og spyrja starfsfólkið um málefni sem gæti verið erfitt að ræða við aðra er til dæmis mjög jákvætt. Samtölin fjalla yfirleitt um eitthvað léttvægt, svo sem tónlist, ferðalög, nám og annað í þeim dúr. En þau geta farið út í dýpri og erfiðari hluti, svo sem einelti, ofbeldismál og önnur erfið mál. Auk þess sem að forvitni þeirra um kynlíf og vímugjafa kemur reglulega fram.

Mjög mikilvægt er að starfsmenn séu tilbúnir til þess að taka þá umræðu og geta spjallað um öll málefni. Það er alls ekki gefið að unglingar hafi einstaklinga í sínu nærumhverfi sem þau treysta sér til að tala við um óþægileg málefni sem gerir það að verkum að unglingurinn gæti verið með vissar ranghugmyndir um viðkvæm málefni. Félagsmiðstöðin getur því verið griðastaður fyrir þá unglinga. Þau fá ráð auk þess sem að finna fyrir því að það séu einstaklingar sem vilja hlusta á þau.

Það að mæta í félagsmiðstöð er nefnilega val unglinganna, það er ekki skylda og það er enginn sérstakur tími sem þau verða að vera þar. Umhverfið þar er því eitthvað sem þeim sem mæta þangað líður vel í.

Augljóst er að unglingarnir græða mikið á því að mæta í félagsmiðstöðina. Þó er ástæðan ekki bara sú að þarna eiga þau sinn griðastað, heldur vegna þess að þau fá tækifæri til þess að uppgötva hæfileika sína. Dagskráin er yfirleitt frekar fjölbreytt sem leiðir til þess að unglingarnir fá tækifæri til þess að kynnast hlutum sem að þeim hefði ekki sjálfum dottið i hug.  Bæði eru viðburðir innan Samfés sem að hvetja unglinga til þess að taka þátt í tónlist, leiklist, dansi og hönnun  auk þess sem að þau fá oft tækifæri til þess að vera í ábyrgðarstöðum sem getur eflt sjálfstraust þeirra og sýnt þeim fram á að hæfileikar þeirra séu margvíslegir.

Því er mjög greinilegt að starfsemi félagsmiðstöðva er gríðarlega mikilvæg og nauðsynlegt er að efla það starf sem nú þegar er í boði. Auk þess þarf að auka þá viðburði sem eru í boði hjá Samfés til þess að ná til fleiri unglinga. Ljóst er að það er ástæða fyrir því að unglingastarf er eins vel sótt og það er og þess vegna má ekki líta á starfsemina sem tilgangslausan hangs stað. Þess heldur á að impra á því hvað það er margt gagnlegt og gera enn meira úr því sem að getur hjálpað unglingunum. Þeirra skoðanir, hæfileikar og viðhorf eru illa nýttur fjársjóður sem þarf að nýta mun betur. Félagsmiðstöðvar eru því faldar fjársjóðskistur sem þarf að gera sýnilegri og breyta viðhorfinu gagnvar þeim.

Ásthildur Guðmundsdóttir

Bara að einhver hlusti

Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við gerðum. Það sem hjálpaði mér voru foreldrar mínir og skólastjórarnir mínir. Þau hlustuðu á mig og sýndu mér skilning, virtu skoðanir mínar og hikuðu aldrei við að leyfa mér að prófa mig áfram. Það er þeim að þakka að unglingsárin mín voru frábær, að minningarnar mínar, sem eru ótal margar, eru skemmtilegar og þær ylja mér og gleðja mig. Lesa meira “Bara að einhver hlusti”

Félagsmiðstöðin og ég

rosa kristinÉg var virk í félagsmiðstöðinni í mínum heimabæ. Ég mætti á alla viðburði og opnu húsin. Þarna komum við krakkarnir eftir skóla og vorum fram að kvöldmat. Þetta var eins og okkar annað heimili, þar sem við fórum í frítímastarf í beinu framhaldi af skólanum. Við tókum þátt í klúbbastarfi og mörgu sem í gangi var í félagsmiðstöðinni og eftir það tóku íþróttaæfingar við. Þæginlegt umhverfi og andi sem myndaði samfellu.

Félagsmiðstöðin er staður þar sem unglingar og börn geta leitað í skipulag starf með jafnöldrum sínum og jafnvel tekið þátt í að skipuleggja það sjálf. Þar eru allir vinir og allir tilbúnir að hjálpa og gera allt fyrir alla. Þegar ég var að stunda félagsmiðstöðina í mínu bæjarfélagi þá voru yngri börn með skipulagða tíma tvisvar í mánuði sem unglingarnir í félagsmiðstöðvaráðinu sáu um að skipuleggja og framkvæma. Lesa meira “Félagsmiðstöðin og ég”