Börnin sem sitja á hakanum

Flestum er kunnug starfsemi félagsmiðstöðva. Félagsmiðstöðvar í Reykjavík eru fyrir ungmenni í 5. – 10. bekk grunnskóla. Í starfsskrá frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar er hlutverk félagsmiðstöðva skilgreint á þann veg að þær eigi að bjóða ungmennum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Ásamt því að bjóða þeim upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi.

Þetta þýðir að félagsmiðstöðvarnar standa ungmennum opnar við 10 ára aldur. Fram að þeim aldri bjóða frístundaheimili krökkum í 1.-4. bekk upp á starfsemi alla virka daga í formi skipulags tómstundastarfs. Flestir krakkar nýta sér þetta starf ef þeim gefst kostur á en sum þeirra eru aftur á móti hætt í frístund áður en þau koma í 5. bekk og félagsmiðstöðvarnar taka við. Lesa meira “Börnin sem sitja á hakanum”