Mikilvægi Hinseginfræðslu

Eins og flestir vita er ekkert að því að vera hinsegin og það ætti að teljast alveg jafn venjulegt og að vera gagnkynhneigður. Það er samt erfitt að gera sér grein fyrir því þegar allir sem maður þekkir eru gagnkynhneigðir. Þegar ég var fimmtán ára kom ég út úr skápnum fyrir þeim sem voru mér nánastir. Það er rétt að segja að það hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Fyrir það fór ég í gegnum tvö ár af kvíða, streitu og sjálfshatri í ótta við það að vera ekki samþykktur af þeim sem ég umgengst alla daga. Heppilega tóku því allir vel og fátt breyttist en ég sit samt ennþá uppi með langvarandi áhrif streitu og kvíða. Ótal margir unglingar fara líklega í gegnum svipaða upplifun og ég á ári hverju. Ég velti því einfaldlega fyrir mér hvort að hinseginfræðsla í skólum og tómstundastarfi geti á einhvern hátt hjálpað hinsegin unglingum að sættast við sjálf sig og haft áhrif á það hvernig gagnkynhneigðir unglingar horfa á hinsegin fólk. Lesa meira “Mikilvægi Hinseginfræðslu”

Eru allir jafnir þegar kemur að tómstundastarfi ungmenna?

Hugsaðu um unglingsárin; hvað gerðir þú eftir skóla? Sjálf hefði ég ekki viljað vera í frístund á hverjum degi eftir skóla þegar ég byrjaði í framhaldsskóla en stór hluti fatlaðra ungmenna hefur hvorki val um hvað þau gera eftir skóla né hvert þau fara. Tóku börn með fatlanir þátt í þeim íþróttum sem þú æfðir? Hvers vegna ætli það sé ekki þannig að öll börn, fötluð og ófötluð, hafi val um að æfa íþróttir saman? Hvers vegna eru ungmenni með fatlanir ólíklegri til þess að taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi og hvað er í boði fyrir þau?

Sýnt hefur verið fram á að ungmenni með fötlun eru ólíklegri til þess að taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi og eru líklegri til að einangra sig og hafa slaka félagslega getu (Unnur Ýr Kristinsdóttir, 2014). Lesa meira “Eru allir jafnir þegar kemur að tómstundastarfi ungmenna?”

Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?

Ég er starfsmaður í félagsmiðstöð og er það yndisleg vinna. Ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir því að vinna með unglingum. Ég var frekar viss um það, þegar ég var sjálf unglingur, að ég vildi vinna í félagsmiðstöð þegar ég yrði eldri. Ég sótti mikið í mína eigin félagsmiðstöð sem unglingur og leit mikið upp til starfsmannana, og er það líklega ein af mörgum ástæðum af hverju ég vildi vinna á þessum vettvangi. Lesa meira “Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?”

„Sá á Instagram að þú reykir og drekkur allar helgar“

Samfélagsmiðlar hafa verið mikið í umræðunnu síðustu ár. Í dag eru samfélagsmiðlar helsti samskiptamáti fólks. Stærstu miðlarnir eru Facebook, Instagram og TikTok. Það eru skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum enda eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar sem að fylgja þeim. Það sem að félagsmiðstöðvar þurfa að takast á við og getur verið frekar flókið mál eru starfsmenn á samfélagsmiðlum.

Félagsmiðstöðvar nota mikið samfélagsmiðla í starfinu sínu. Instagram hefur verið hvað mest notað þegar kemur að starfi félagsmiðstöðva. Þar inn koma allar helstu upplýsingar til unglinganna, auglýsingar fyrir dagskrá og viðburði og skráningarform. Einnig er mjög auðvelt að hafa samband við félagsmiðstöðina í gegnum skilaboð. Sumir nota líka Instagram til þess að halda utan um klúbba- og hópastarf. Til þess að ná betur til unglingana og útskýra fyrirkomulag fyrir ákveðin viðburði eða hreinlega bara til þess að „peppa“ þá eru starfsmenn oft í forsvari á samfélagsmiðlunum, þá sérstaklega í ,,story” á Instagram og í myndböndum á TikTok. Þegar að unglingarnir sjá mjög reglulega starfsfólk félagsmiðsöðva á samfélagsmiðlum er hætta á því að þau upplifi það sem mjög eðlilegt að fara að fylgja þeim á þeirra persónulegu aðgöngum. Starfsfólkið verður að fígúru (e. figure) .

Starfsfólk félagsmiðstöva eru fyrirmyndir fyrir unglinga og sem er oft mjög vand með farið þegar verið er að ráða starfsfólk í flélagsmiðstöðvar. Gerðar eru kröfur á að starfsfólk beri virðingu fyrir öðrum, séu til fyrirmyndar í samskiptum með því að nota ekki niðrandi orðræðu ásamt því að þeir leiðbeini unglingum þegar þau geri eitthvað rangt. Starfsfólk félagsmiðstöva er oft ungt fólk sem notar mikið samfélagsmiðla og unglingarnir líta mikið upp til. Er ekki mikilvægt að starfsfólk sé líka til fyrirmyndar á samfélagsmiðlum? Að mínu mati finnst mér það mjög mikilvægt. Það er ábyrgð sem að fylgir því að vinna með börnum og unglingum og finnst mér að hún eigi að ná til samfélagsmiðla líka.

Ég velti því samt fyrir mér hvort að starfsstaðir geti krafist þess af starfsfólki sínu hvernig samfélagsmiðlum þeirra sé háttað, hvort það er að hafa þá opna eða lokaða aðganga eða hvað er óviðeigandi á samfélagsmiðlum? Klárlega ekki en það gæti verið sniðug lausn fyrir félagsmiðstöðvar að gera sáttmála meðal starfsmanna hverju sinni þar sem að umræðan er tekin um það hvaða hlutverki starfsfólk gegnir og biðji það um að vera meðvitað um það sem að það er að birta á samfélagsmiðlum.

—-

Guðmunda Bergsdóttir

 

 

Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?

Og hvaða skápur er þetta?

Þegar ég var yngri vissi ég ekki hvað væri að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður fyrr en ég var í 8.bekk og var það út af því að kennarinn minn fékk kynningu frá samtökunum ´78. Þar komu einstaklingar og kynntu starfið og útskýrðu skilgreiningarnar og þá var það fyrst sem ég skildi tilfinningarnar hjá sjálfri mér og fyrsta skipti sem ég átta mig á sjálfri mér og hver ég væri. En ég faldi alltaf hvernig mér leið og var komin í afneitun á sjálfri mér og var það ekki fyrir en 2016 sem ég samþykki loksins sjálfa mig. En mér finnst samt ég ekki þurfa að koma út. Ég má vera með hverjum sem ég vil og þurfa ekki að skilgreina sjálfa mig. Lesa meira “Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?”

  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?

Tengsl á milli foreldra og barns virðast skipta miklu máli fyrir framtíð hvers og eins og hvernig við mótumst sem fullorðnir einstaklingar, til dæmis hvernig við hegðum okkur og hvaða gildi við höfum. Í barnæsku er mikilvægt að mynduð séu sterk tengsl á milli foreldra og barns svo að barnið muni þróa með sér góða sjálfsmynd. Ef slík tengsl eru ekki mynduð vegna skorts á getu til að sýna umhyggju er meiri hætta á að seinna meir muni barnið leiðast út í óæskilega hegðun. Foreldrar eða forráðamenn sem hafa ekki tök né yfirsýn á hvaða skyldur þau hafa ná oft á tíðum ekki að sinna skyldum sínum þegar kemur að uppeldi barna sinna. Lesa meira ”  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?”