Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?

Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið.

Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva. Ungmenni eru eflaust með það á hreinu að það sé gott og gaman að stunda íþróttir.

Lesa meira “Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?”

Unglingar í ástarsorg og kvíðalyf

Ég hélt að mínar tilfinningasveiflur á unglingsaldri snerust mikið um uppgötvun sjálfsins, hvaða smekk ég hefði á tónlist og hvernig ,,týpa ég væri”. Dagbókarfærslur mínar segja hins vegar annað, þar sem mitt aðal umræðuefni voru strákarnir sem ég var hrifinn af, kærastar og óendurgoldin ást. Það getur verið vegna þess að tilfinningin að verða ástfangin kemur upp fyrst á unglingsárunum og sorgin sem fylgir því að hætta með kærasta getur verið yfirþyrmandi. Þegar ég var ellefu ára upplifði ég mína fyrstu ástarsorg. Ég var skotin í vini mínum sem hét Alban og fannst eins og hann væri líka skotinn í mér. Einn daginn dró hann mig afsíðis og spurði hvort ég vildi gera eitt fyrir hann.

Lesa meira “Unglingar í ástarsorg og kvíðalyf”

Valdefling eða ekki?

Myndin Hækkum Rána hefur mikið verið í umræðunni síðustu vikur og réttilega svo. Myndin fjallar um ungar stúlkur á aldrinum 8-13 ára og þjálfara þeirra Brynjar Karl Sigurðsson. Þjálfarinn notar ýmsar umdeildar aðferðir sem ekki aðeins teljast óæskilegar en einnig taldar hættulegar vegna langvarandi áhrifa á ungmenni og börn. Brynjar Karl er körfuboltaþjálfari með margra ára reynslu og hefur náð miklum árangri sem bæði leikmaður og þjálfari. Lesa meira “Valdefling eða ekki?”

Hvað má segja við börnin okkar og hvað ekki?

Fyrir stuttu kom út heimildarmynd á Sjónvarpi Símans sem ber nafnið „Hækkum rána” og hefur samfélagið skipt sér í tvær fylkingar með það hvað þeim finnst um þjálfarann, Brynjar Karl, og hans þjálfunaraðferðir, hvort þeim finnist hann vera að standa sig vel eða að hann sé með allt niðrum sig. Myndin fjallar um réttindabaráttu 8-13 ára stúlkna sem vilja breyta kvennaflokkum í körfubolta á Íslandi, þar sem aðaláherslan var sú að þær vildu fá að keppa við stráka en KKÍ (Körfuknattleikssamband Íslands) vildi ekki leyfa það þar sem íþróttamótunum er haldið kynjaskipt.

Eftir að ég horfði myndina gat ég ekki hætt að hugsa um hana, en ekki af því að ég er sammála eða ósammála öllu því sem er gert og sagt í myndinni, heldur finnst mér sumt gott og annað slæmt. Það sem liggur mér mest á hjarta er talsmátinn í Brynjari Karli, en hann segir meðal annars við eina stelpuna að taka hausinn út úr rassgatinu á sér, að hætta að grenja þegar ung stelpa er í kvíðakasti og segir stelpunum að æfa sig í að segja ljót orð við hvora aðra, ruslatal eins og hann kallar það sjálfur og er það gert til þess að valdefla þær.

Það sem ég velti líka fyrir mér er hver tilgangurinn sé með því að þær vilja keppa við stráka, orðrómurinn hingað til hefur verið sá að strákar séu betri í boltaíþróttum og vilja þær sýna að svo sé ekkert endilega. En hver er þá tilgangurinn að vilja keppa við þá sem eru ekkert endilega betri? Hvað ef þær hefðu tapað og strákarnir þá fengið hærri stall og þá ranghugmynd að þeir séu betri? Væri ekki hægt að taka æfingaleiki til að útkljá þann ágreining sem komið hefur upp um hvort kynið sé betra í staðin fyrir að vilja fara með þetta í gegnum KKÍ? KKÍ þarf ekki að eiga lokaorðið, hægt er að fá dómara, fólk á ritaraborðið og spilað leik þar sem stig koma fram og skrifuð er skýrsla í þríriti ef það er það sem bæði liðin vilja.

Nú hef ég sjálf æft körfubolta, unnið með börnum og unglingum og á sjálf barn, ég man ekki eftir því að hafa heyrt fullorðinn einstakling sem börnin líta upp til og bera virðingu fyrir segja þessi orð við börn og unglinga. En af hverju ekki? Þau munu hvort sem er fá að heyra ljót orð sögð við sig einhvern tímann á lífsleiðinni, þannig að af hverju ekki að byrja bara nógu snemma að kenna börnum og unglingum að svara fyrir sig eða hunsa það? Mín skoðun er sú að hægt er að valdefla stúlkur, drengi og börn yfir höfuð á margan annan hátt en að öskra á þau og láta ljót orð falla til þeirra og um þau. Hægt er að valdefla með virðingu og vinsemd og vera þar af leiðandi fyrirmynd um hvernig komið er fram við aðra einstaklinga. Einnig er það mín skoðun að þjálfari er ekki bara þjálfari þegar hópurinn er á þessum aldri, þjálfarinn er fyrirmynd þeirra og hefur meiri áhrif á líf þeirra, gjörðir og hugsunarhátt, en þeir gera sér grein fyrir og ættu að taka það til umhugsunar áður en þeir láta stóru orðin falla.

Kristjana Ósk

 

Áhrif kláms á unglinga

Tíminn líður og er margt sem breytist með honum. Það sem áður hefur verið talið ,,eðlilegt” er ekki samþykkt í dag og öfugt. Eitt af því sem breytist með tímanum er mannfólkið. Það er í okkar eðli að aðlagast nýjum hlutum. Tæknin er þróaðri og betri, fólk og mörg málefni opnari. Áður hefur kynlíf og klám verið taboo og enginn talað opinskátt um það. Það er mikilvægt að unglingar fái næga og góða kynfræðslu því kynlíf getur verið stór partur í lífi okkar. En hvað er góð kynfræðsla og hvar afla unglingar sér upplýsinga?  Í þessari grein ætla ég að fjalla um klám og unglinga. Horfa unglingar á klám? Nota þau klám sem kynfræðslu? Hvernig áhrif hefur klám á unglinga? Lesa meira “Áhrif kláms á unglinga”

Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda

Sem barn upplifði ég einelti af hálfu nokkurra bekkjarfélaga minna og hafði það slæm áhrif á mig andlega og braut niður sjálfsmynd mína. Mér fannst ég lítils virði og ómerkileg og vildi helst vera ósýnileg. Ég átti mjög erfitt með að tjá mig og var mjög feimin. Á unglingsaldri fór ég að læra leiklist. Þar lærði ég að opna mig, fór út fyrir þægindarammann, eignaðist vini og fór aftur að trúa á sjálfa mig. Leiklistin hafði mikil áhrif á líf mitt og tel ég að ef að ég hefði ekki kynnst þessari jákvæðu tómstund á þessum erfiða tíma í lífi mínu hefði ég átt erfiðari unglingsár og sjálfsmynd mín hefði eflaust verið mun verri í dag. Á unglingsárum er maður að þroska sjálfsmynd sína. Margir þættir geta haft slæm áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og má þar t.d. nefna einelti, fátækt, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. Lesa meira “Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda”