Í dag er talað um að ungmenni eigi erfitt uppdráttar, að lesskilningur fari lækkandi og ýmislegt annað á þann veg. Í þessu samhengi er yfirleitt verið að tala um unglinga almennt en sjónunum ekki beint að neinum sérstökum hópi og hvaða erfiðleika þau eru mögulega að glíma við. Unglingar eru auðvitað af öllum toga en þá er samhenginu beint að ungmennum sem stunda áhættuhegðun. Þar sem þau verða oft út undan sem börn og finna sig í félagsskap sem stundar áhættuhegðun, hvort sem það er áfengisneysla, vímuefnaneysla eða aðrar venjur sem gætu talist ólöglegar. Lesa meira “Slök í námi eða smeyk að biðja um hjálp?”
Tag: áhættuhegðun
Mikilvægi íþróttastarfsins
Eins og flestir vita þá hefur íþróttaþátttaka ótrúlega jákvæð áhrif á líðan ungmenna, bæði andlega, líkamlega og félagslega. Margar rannsóknir og gögn benda til þess að íþróttaiðkun íslenskra ungmenna hafi aukist gríðarlega á undanförnum áratugum og má rekja það til þeirra jákvæðu hugmynda sem flestir hafa um íþróttastarfið. Framboð margskonar íþróttagreina hefur aukist til muna svo að flest ungmenni ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Foreldrar hafa í vaxandi mæli kosið að senda börn sín í skipulagt íþróttastarf í þeim tilgangi að bæta líkamlega heilsu, andlega líðan, örva félagsleg samskipti, eiga áhugamál og til að tilheyra samfélaginu.
Þegar ég nefni skipulagt íþróttastarf á ég við íþróttastarf í íþróttafélögum undir leiðsögn fullorðinna þjálfara. Sýnt hefur verið fram á að með skipulögðu íþróttastarfi aukast líkurnar á að börn þroski með sér félagshæfni og meiri líkur eru á að þau sýni jákvæða hegðun í daglegu lífi. Þegar ég hugsa til baka frá því að ég var unglingur þá hafði skipulagt íþróttastarf mjög jákvæð áhrif á mitt líf. Ég æfði fótbolta frá því ég var 6 ára og það að bera ábyrgð á sínum æfingatíma, mæta á æfingar og skipuleggja tímann vel hafði ótrúlega þroskandi áhrif á mig. Ég tel því vera mikilvægt að ungmenni reyni að finna íþróttastarf við sitt hæfi og að foreldrar aðstoði og veiti þeim stuðning þegar þess þarf. Stuðningur foreldra finnst mér vera númer eitt, tvö og þrjú þegar kemur að því að fá barnið sitt til að stunda íþróttir. Börn og ungmenni horfa upp til foreldra sinna og ef ég tala út frá minni reynslu þá er stuðningur foreldra það allra mikilvægasta þegar viðkemur varanlegri íþróttaiðkun.
Við erum flest meðvituð um að íþróttastarf ungmenna dregur úr líkum á að þau leiðast út í áhættuhegðun, svo sem vímuefnanotkun og áfengisneyslu. Hinsvegar hafa rannsóknir sýnt að þau ungmenni sem stunda íþróttir utan skipulagðs íþróttastarfs eru í meiri áhættuhóp að lenda í áhættuhegðun og því má segja að það eru ekki einungis íþróttirnar sem sporna gegn því að lenda í áhættuhegðun heldur er það hvernig íþróttastarfinu er háttað og öll sú umgjörð sem er í kringum það. Það má því segja að skipulagt íþróttastarf beri með sér ákveðin uppeldisgildi sem eru gríðarlega mikilvæg fyrir ungmennin. Börnin og ungmennin læra að fara eftir settum reglum og að auki læra að tileinka sér hollar lífsvenjur. Þau læra að hlusta á fyrirmæli sem veitir þeim aga. Þau læra að borða hollt, sofa vel og hlusta á líkamann sinn sem og efla sjálfstraust sitt og öryggi.
Í þessari grein er ég að mestu leyti að skoða þau jákvæðu áhrif sem skipulagt íþróttastarf hefur á líf ungmenna en ég verð þó einnig að koma inná það að öll íþróttaiðkun í sjálfu sér er góð, sama hvort hún sé skipulögð eða óskipulögð. Að fara í ræktina, að fá sér göngutúr, að fara í sund, að fara út að hjóla eru dæmi um óskipulagt íþróttastarf en það getur haft gríðarlega góð áhrif á ungmennin. Sama hversu lítil hreyfingin er þá gleymist oft að skilgreina hana sem „hreyfingu“. Margir hverjir sjá sér ekki fært eða fúnkera ekki innan skipulagðs íþróttastarfs. Mikilvægt er að ungmenni fái að njóta sín í þeirri íþróttaiðkun sem þau kjósa og þeim sé leyft að efla sig á eigin forsendum en samt sem áður að fá aðstoð eða leiðbeiningu frá foreldrum eða aðstandendum.
—
Agnes Helgadóttir
Áhættuhegðun unglinga
Áhættuhegðun. Flest okkar hafa heyrt þetta orð og þá í tengslum við unglinga en hvað er áhættuhegðun? Áhættuhegðun er víðfemt hugtak og hafa margir rannsakendur leitast við að skilgreina hugtakið. Flestar skilgreiningarnar eiga það sameiginlegt að telja áhættuhegðun vísa til hegðunarmynsturs sem getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklinga og ógnað heilbrigði þeirra. Slík hegðun getur aukið líkur á því að einstaklingar lendi í einhverskonar vanda en þess ber að geta að sá sem stundar áhættuhegðun leggur ekki bara sjálfan sig í hættu heldur einnig aðra einstaklinga sem að taka þátt í henni. Í mörgum tilfellum hefur áhættuhegðun unglinga áhrif á líf marga fjölskyldumeðlima og ættingja.
Íslenskar fyrirmyndir sem að elska að taka dóp?
Ég sest inn í bíl eftir langan og strangan dag, sný lyklinum í svissinum, bíllinn fer í gang og þar af leiðandi útvarpið líka. Þegar ég er kominn hálfa leiðina heim klárast lagið sem var í gangi og við tekur dáleiðandi raftónlist, takturinn er hrífandi, minnir svolítið á teknó-klúbb. Fljótlega byrjar dimm og drungaleg rödd að kyrja orðin:
„Ungir strákar sem að elska að taka dóp!
Ungir strákar sem að fá ekki nóg!“
Lesa meira “Íslenskar fyrirmyndir sem að elska að taka dóp?”
Að missa tökin á tilverunni
Hvað verður til þess að unglingar missa tökin á tilverunni og fara að stunda áhættuhegðun ? Hvað er það sem ýtir undir það að unglingar vilji prófa fíkniefni, eru það fjölskylduaðstæður, hópþrýstingur, neikvæð líðan, lélegar forvarnir? Ég hef oft velt þessu fyrir mér vegna þess að ég hef þekkt til margra sem hafa ánetjast fíkniefnum og tekið ranga beygju í lífinu.
Það er einhver hluti unglinga sem eru á jaðrinum, eiga oft erfitt með að tengjast fólki og eignast vini, tjá sig ekki í skólanum og taka ekki þátt í félagslífi. Þessum unglingum líður oft illa og vita ekki hvernig á að vinna úr tilfinningum, þá leita þau oft í eitthvað til þess að flýja raunveruleikann til dæmis í tölvuleiki eða Lesa meira “Að missa tökin á tilverunni”
Týndu börnin
Hversu oft höfum við ekki séð auglýsingar í fjölmiðlum frá lögreglunni um týnd ungmenni? Hvað er það sem fær þessi börn til fara að heiman? Hvað er hægt að gera til að hjálpa þessum ungmennum áður en þau lenda á jaðrinum á samfélaginu og áður en þau grípa til þess ráðs að strjúka af heiman? Í janúar á þessu ári var Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri ráðinn í fullt starf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við leitina á týndu börnunum. Guðmundur hafði sjálfur persónulega reynslu af slíkum málum þar sem hann á dóttur sem hafði lent í slæmum félagsskap og þaðan leiðst út í neyslu vímuefna. Lesa meira “Týndu börnin”