„Að heyra tjáningarmáta unga fólksins í dag, algjörlega til skammar!“ 

 

Ég og unglingurinn minn
Ég og unglingurinn minn

Oft hef ég heyrt rætt á milli fullorðinna, hvað krakkar og unglingar hafa ljótan orðaforða , hvernig þau koma fram og þetta þurfi að laga og hreinlega beita ungdóminn meiri aga. Þá má líka spyrja sig  hvar lærðu þau að tjá sig á þennan hátt ? Jú eins og sagt er þá  læra börnin það sem fyrir þeim er haft. Mitt persónulega álit er að unglingar nútímans séu betur upplýstir á margan hátt eins og hefur komið í ljós í rannsóknum, minni drykkja, minni reykingar  og sterkari í því að láta skoðun sína í ljós. Vegna þess og annarra atriða, finnst mér þau ekki vera vandamálið en þau eru aftur á móti verðandi fullorðnir og framtíðin og skipta mig miklu máli. Lesa meira “„Að heyra tjáningarmáta unga fólksins í dag, algjörlega til skammar!“ “

Hvaða áhrif hefur það að raða grunnskólum upp eftir getu?

Á þriggja ára fresti er lagt próf fyrir nemendur í 10. bekk. Þetta próf heitir PISA og er einskonar samræmt próf fyrir nemendur á alþjóðavísu og er lagt fyrir í öllum grunnskólum á Íslandi. PISA könnunin er gerð til að meta stöðu menntakerfis, ekki einstakra skóla eða nemenda. Vissulega er gott að sjá hvar íslenskir nemendur standa sig í samanburði við nágrannalöndin og mikilvægt að sjá hvað má betur fara og hvað við séum að gera vel. Hefð er fyrir því á Íslandi að gefa út niðurstöður PISA könnunarinnar og er yfirleitt fjallað um það í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. Þar koma svo fram misgáfulegar athugasemdir. Ég set spurningamerki við að birta hvernig hverjum og einum skólanum gekk í könnuninni. Afhverju finnst mér það áhættusamt? Jú það eru nokkrar ástæður fyrir því. Lesa meira “Hvaða áhrif hefur það að raða grunnskólum upp eftir getu?”

Hætturnar leynast víða

Þegar ég var á mínum unglingsárum voru samfélagsmiðlar ekki jafn stórir og þeir eru í dag. Snapchatt, Instagram og Facebook eru þeir samfélagsmiðlar sem eru mest notaðir af unglingum árið 2017. Þetta geta vissulega verið hættulausir miðlar en hætturnar leynast þó víða. Tökum snapchatt sem dæmi, Snapchatt er smáforrit sem snýst um það að senda stutt myndbönd eða myndir á milli einstaklinga. Manneskjan sem að fær myndbandið/myndirnar getur aðeins skoðað efnið í stutta stund (max 10 sek) og svo hverfur mynbandið/myndin. Lesa meira “Hætturnar leynast víða”

Mitt innra nörda sjálf

Sem foreldrar, kennarar eða starfsmenn skóla og félagsmiðstöðva gerum við okkar besta til þess að koma í veg fyrir það að börn og unglingar verði fyrir neikvæðum áhrifum frá umheiminum. Við teljum okkur hæf í að meta hvað skuli varast og hvað sé eðlileg hegðun. Við teljum til dæmis óeðlilegt að börn eða unglingar hangi ekki eftir skóla með vinum sínum eða stundi ekki tómstundir eins og fótbolta eða skátastarf. Foreldrar sem eiga unglinga sem spila mikið af tölvuleikjum og eyða jafnvel yfir 15 klukkustundum á viku inn í herberginu sínu að spila líta á veruleika barnsins sem verulegt vandamál sem þurfi að laga án þess að hafa kynnt sér ástæður barnsins fyrir þessari ákveðnu tómstund.

Hér á eftir kemur sagan mín þar sem að ég varð fyrir þeirri uppljómun að komast að því að ég á mitt innra nörda sjálf. Lesa meira “Mitt innra nörda sjálf”

Kynlíf og unglingar!

Flestir byrja að stunda kynlíf einhvern tíman. Aldurinn á unglingum sem byrja að prófa sig áfram í kynlífi fer alltaf minnkandi og talið er að unglingar séu byrjaðir að stunda kynlíf í kringum 15 ára aldur. Kynlíf er farið að verða sjálfsagðari þáttur hjá unglingum á þessum aldri. Tækni nútímans færir kynlífið heim að dyrum með öllum þessum snjalltækjum, öppum, vefsíðum og stöðugu nútíma áreiti.

Foreldar þurfa að vera meðvitaðri um það sem er að gerast í heiminum í dag og reyna því að tala við börnin sín, kenna þeim hvað sé heilbrigt kynlíf og vera á undan tækninni áður en það er orðið of seint. Ábyrgðarlaust kynlíf er alls ekki hættulaust og því þurfa unglingar kynfræðslu, því kynfræðslan færir þá í átt að ábyrgðarfyllra kynlífi og ábyrgðarfyllri ákvörðunum. Í dag greinist fólk reglulega með kynsjúkdóma og fóstureyðingar orðnar margar. Lesa meira “Kynlíf og unglingar!”

Er æskan að fara til fjandans?

Unglingar mæta oft fordómum í samfélaginu og eru oft litnir hornauga. Ófáum sinnum hefur maður heyrt fullorðið fólk nú til dags segja setningar á borð við: „Unglingar nú til dags gera ekkert annað en að hanga á netinu” eða „Unga fólkið í dag er svo latt og gerir ekki neitt”. Mín uppáhalds setning er þó klárlega: „jæja nú er æskan að fara til fjandans”. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu?

Ég er að sjálfsögðu ekki að segja að allt fullorðið fólk líti niður á unglinga, langt því frá en oft finnst mér unglingar hafa ákveðna stimpla á sér og þessir stimplar koma oftast frá fullorðnum. Stimpillinn sem mér finnst mest áberandi er sá að unglingar séu til vandræða og hefur það verið þannig í gegnum tíðina. Nú til dags þá finnst mér umræðan mikið vera í garð áfengis og annarra vímuefna og einnig er netnotkun unglinga mikið í brennideplinum þessa stundina. Lesa meira “Er æskan að fara til fjandans?”