Kynfræðsla fyrir unglinga

Ég hef lítið verið að pæla í því hvernig kynfræðsla er í skólum landsins en ég átti spjall við systur mína sem er tiltölulega nýbúin með 10. bekk. Við ræddum aðeins um hvernig kynfræðslan var hjá henni og hvernig hún var frábrugðin minni. Eftir að hafa rætt saman í smá stund þá komst ég að því að kynfræðslan sem hún fékk og sú sem ég fékk fyrir 10 árum voru ekki jafn ólíkar og ég átti von á. Þegar ég fékk kynfræðslu sem unglingur þá var ekki mikið talað um hitt kynið. Bekknum var skipt í hópa, stelpur og strákar sem vissulega er gott til að byrja með. Strákarnir fengu fræðslu frá umsjónakennaranum og stelpurnar fengu fræðslu frá hjúkrunarfræðingi. Lesa meira “Kynfræðsla fyrir unglinga”

Stuðningsforeldri

Að gerast stuðningsfjölskylda/foreldri þýðir að þú tekur að þér barn til móttöku eða dvalar á þínu heimili með því markmið að styðja foreldra barnsins í forsjárhlutverki, veita þeim hvíld og/eða styrkja stuðningsnet barnsins eftir því sem á við. Stuðningsfjölskyldur eru veittar á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks eða barnaverndalaga eftir því sem á við. Það er ákveðið ferli sem þarf að framfylgja til þess að gerast stuðningsforeldri og er hægt að fá allar þær upplýsingar inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar ef áhugi er fyrir hendi. Lesa meira “Stuðningsforeldri”

Hvernig geta fatlaðir nýtt frítímann sinn sem best?

Ég greindist með taugasjúkdóm þegar ég var einungis 8 mánaða og þekki þar með lítið annað heldur en að vera hreyfihamlaður. Eftir að ég byrjaði að læra Tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands þá hef ég velt mikið fyrir mér hversu mikilvægur frítími fyrir fatlaða einstaklinga er. Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og ef ég á að vera hreinskilinn var voða lítið í boði fyrir mig í frítíma mínum sem barn og unglingur sem ég hafði áhuga á. Eins og svo margir fór ég í tónlistarskóla en náði aldrei að festa mig á einu hljóðfæri heldur var allaf að skipta og skipta. Flestir vinir mínir æfðu fótbolta og handbolta og ég reyndi eins og ég gat að vera með en að sjálfsögðu kom að því ég gat ekki stundað íþróttir út frá minni fötlun. Það eina sem stóð eftir fyrir mig var boccia og æfði ég það í nokkur ár með Íþróttafélaginu Ægi.

Ég hef mikið velt fyrir mér hversu mikilvægur frítími er fyrir fatlaða einstaklinga. Nú er ég alls ekki að alhæfa en það eru margir sem eru það mikið hamlaðir að úrval tómstunda minnkar gífurlega mikið fyrir þá einstaklinga. Þar sem það verður erfiðara fyrir ákveðna einstaklinga að taka þátt þá verðum við sem samfélag að vera tilbúinn til þess að hjálpa ákveðnum hópum, en þá er stóra spurningin hvað getum vð gert? Eftir að hafa setið áfangann Inngang að tómstundafræðum á mínu fyrsta ári í skólanum þá fékk ég mikinn áhuga á tómstundamenntun. Hvernig getum við kennt einstaklingum að nýta frítíma sinn á sem besta hátt?

Þegar við fengum það sem lokaverkefni í áfanganum að búa til tómstundamenntunarnámskeið þá fóru augu mín virkilega að opnast fyrir þessu. Við fengum það verkefni að búa til þetta tiltekna námskeið fyrir ákveðinn markhóp sem við vildum stuðla að. Það lá beinast við fyrir mig að gera það fyrir fatlaða þar sem ég var í nákvæmlega sömu sporum sjálfur. Ég hefði allavega haft gott af því sérstaklega á unglingsárunum að geta sótt slíkt námskeið. Ég vissi ekkert hvað var í boði og átti mjög auðvelt með að fara bara heim og vera í tölvunni á meðan vinir mínir voru úti að gera ýmislegt sem ég hafði ekki líkamlega heilsu í gera vegna fötlunar minnar. Þar með er mín skoðun að við þurfum að koma tómstundamenntunarkennslu inn sem allra fyrst, hvernig sem það verður gert. Ég er jafnvel á þeirri skoðun að það þyrfti að koma því inn í kennslu í grunnskólum. Þá er ég ekki að tala um sérstakt fag sem heitir Tómstundamenntun heldur að vera með það undir fagi eins og Lífsleikni. Við verðum að kunna að nýta frítíma okkar á sem bestan hátt því hann hefur verið að aukast gífurlega. Ef vitnað er í rannsókn Weiskopf frá 1982 þá miðar hann ævina svona út frá meðalævi sem var þá 70 ára:

  • 27 ár í frítíma
  • 24 árum í svefn
  • 7,33 árum í vinnu
  • 4,33 árum í formlega menntun
  • 2,33 árum í borða
  • 5 árum í annað

(Weiskopf, 1982)

Þetta sýnir nokkuð augljóslega að við verðum að nota frítíma okkar vel og kunna að nota hann í jákvæðar tómstundir. Miðað við að þetta sé meðalævi hjá venjulegri manneskju þá geri ég ráð fyrir því að frítími hjá fötluðum einstakling sé mun meiri þar sem það er oft erfiðara að fá vinnu og skapast þar með aukinn frítími heldur en hjá flestum.

Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði

Weiskopf, D. C. (1982). Recreation and leisure: Improving the quality of life (2. útgáfa). Boston: Allyn and Bacon.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útivist – Útikennsla – Ævintýrastarf

Á tímum snjalltækja og almennrar tölvunotkunar býður nútímasamfélag börnunum okkar upp á stöðugt áreiti. Samfélagsmiðlar eru við hendina allan daginn með aukinni notkun snjallsíma og sum börn eru með tilkynningar á í símanum og kíkja á hann við hverja tilkynningu á facebook. Jafnvel hef ég orðið vör við það að barn var að vakna um miðja nótt til að skoða tilkynningar. Börn eru að miklu leyti hætt að fara út að leika sér og hanga oft ein heima í tölvuleikjum og einu samskiptin við vini eru í gegnum netið, spilandi saman tölvuleiki. Þetta finnst mér ekki góð þróun og finnst mér börnin vera að fara á mis við svo ótal margt sem að myndi auðga líf þeirra svo mikið. Það sem að ég myndi vilja gera til að sporna við þessari þróun er að bæta útikennslu og ævintýrastarfi inn í grunnskólana. Hvað er það sem við gætum kennt í grunnskólunum sem að gæti hjálpað þessari kynslóð að tengjast náttúrunni og sjálfum sér betur? Lesa meira “Útivist – Útikennsla – Ævintýrastarf”

Af hverju er ekki meira gert fyrir börn og unglinga í Listasöfnum í Reykjavík?

 

Ég er nemandi í Listfræði við Háskóla Íslands og er að taka Tómstunda- og félagsmálafræði sem aukagrein við BA gráðuna mína. Einnig hef ég unnið hjá Reykjavíkurborg og farið með hópa af börnum og unglingum á listasöfnin í Reykjavík. Mér finnst mikilvægt að börn og unglingar kynnist listum vegna þess að það eykur þroska þeirra og skilning á menningu þeirri sem þau eru partur af. Listir eru uppeldisatriði og börn eiga rétt á að læra að njóta lista, eins og þau eiga rétt á að læra að lesa. Góður vettvangur fyrir börn og unglinga eru félagsmiðstöðvar sem kynna listir fyrir börnunum með því t.d. að fara með þau á listasöfn. Lesa meira “Af hverju er ekki meira gert fyrir börn og unglinga í Listasöfnum í Reykjavík?”

Netið og unglingar

Netnotkun og snjallsímanotkun ungmenna er málefni sem alltaf er mikilvægt að ræða um, bæði góðu hliðarnar og slæmu hliðarnar. Þau eru ekki mörg ungmennin hér á landi sem eiga ekki snjallsíma eða snjalltæki og alltaf eru þau að verða yngri og yngri þegar þau eignast þessi tæki. Eins og ég nefni hér að ofan eru bæði slæmar og góðar hliðar á netnotkun. Annarsvegar gerir netið þér kleift að hafa stöðug samskipti við vini og ættingja sem búa til dæmis út á landi eða erlendis sem er góður ávinningur, hinsvegar getur netið stuðlað að neteinelti því netið er auðveldur vettvangur fyrir ungmenni að koma fram nafnlaust. Lesa meira “Netið og unglingar”