Netið og unglingar

Netnotkun og snjallsímanotkun ungmenna er málefni sem alltaf er mikilvægt að ræða um, bæði góðu hliðarnar og slæmu hliðarnar. Þau eru ekki mörg ungmennin hér á landi sem eiga ekki snjallsíma eða snjalltæki og alltaf eru þau að verða yngri og yngri þegar þau eignast þessi tæki. Eins og ég nefni hér að ofan eru bæði slæmar og góðar hliðar á netnotkun. Annarsvegar gerir netið þér kleift að hafa stöðug samskipti við vini og ættingja sem búa til dæmis út á landi eða erlendis sem er góður ávinningur, hinsvegar getur netið stuðlað að neteinelti því netið er auðveldur vettvangur fyrir ungmenni að koma fram nafnlaust. Lesa meira “Netið og unglingar”

Þarf að flokka fólk eftir kynhneigð?

Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju við þurfum að flokka eða skilgreina kynhneigð okkar. Ég hef oft heyrt frá fólki „helduru að þessi sé lessa?“ eða „það kæmir mér ekkert á óvart ef hún væri lessa“. Kynhneigð fólks kemur öðrum ekkert við og fólk á að fá að elska þá sem þau elska.

Það er oft talað um að það sé mikill léttir fyrir einstaklinga að koma loksins út úr skápnum og eru jafnvel búin að gera sitt besta að fela kynhneigð sína í mörg ár og hafa loksins kjarkinn til að koma út og segja öðrum frá. Þessir einstaklingar þurfa stundum að koma nokkrum sinnum út úr skápnum og má þá nefna fyrir foreldrum sínum, vinum og samstarfsfélögunum sínum. Lesa meira “Þarf að flokka fólk eftir kynhneigð?”

Eru samfélagsmiðlar að ræna sjálfsmynd unglinga?

Samfélagsmiðlar eru orðnir að sjálfsögðum hlut í lífi flestra og eru unglingar þar engin undantekning. Unglingar eru mjög virkir notendur á samfélagsmiðlum og eyða þeir miklum tíma á þeim. Vegna þessa velti ég því fyrir mér hvort það sé gott fyrir sjálfsmynd þeirra. Vinsælustu samfélagsmiðlarnir sem unglingar nota í dag eru Facebook, Snapchat, Instagram og Twitter. Það er ótrúlegt að sjá hvað það er mikið af unglingum sem eru undir áhrifum samfélagsmiðla og hvaða slæmu áhrif það getur haft á þau. Mótun sjálfsmyndar hjá unglingum getur verið mjög flókin og margir hlutir spila þar inní. Lesa meira “Eru samfélagsmiðlar að ræna sjálfsmynd unglinga?”

Fræðsla um kynlíf fyrir unglinga

Í þessari grein ætla ég að tala um mikilvægi fræðslu á kynlífi fyrir unglinga. Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig kynfræðsla var á þeim tíma sem ég var í unglingadeild. Þegar ég var unglingur hafði ég ekki hugmynd um margt sem tengist kynlífi eða kynþroska almennt. Við fengum eina fræðslu í 8-9. bekk og það var alls ekki fullnægjandi fræðsla fyrir ungmenni á þessum aldri. Ég hafði ekki hugmynd um afhverju konur færu á blæðingar, hvernig egglos ferlið er eða hvernig börnin almennt koma í heiminn nema bara almennt að það gerist með kynlífi. Ég hafði ekkert vit á kynsjúkdómum og hélt að smokkurinn væri einungis til að koma í veg fyrir barneignir. Það var ekki fyrr en ég fór sjálf að hugsa út í barneignir sem ég fór að kynna mér almennilega hvernig og hvað ég þyrfti að gera til þess að búa til barn. Ég vissi auðvitað að ég þyrfti að vera á getnaðarvörn til að koma í veg fyrir þungun en hafði ekki hugmynd hvernig egglos ferlið sjálft færi fram. Lesa meira “Fræðsla um kynlíf fyrir unglinga”

Lækkun kosningaaldurs – Til hvers?

Á undanförnum vikum hefur verið heit umræða í samfélaginu um lækkun kosningaaldurs til sveitastjórnarkosninga. Lagt hefur verið fram frumvarp þess efnis að kosningaaldur verði lækkaður frá 18 árum niður í 16 ár í sveitastjórnarkosningum sem eiga sér stað í maí næstkomandi. Ef frumvarpið gengur eftir mun það þýða að um það bil 9 þúsund ungmenni munu bætast í hóp þeirra sem kjósa.

Margir samfélagsþegnar hafa sterkar skoðanir á þessu málefni enda þörf umræða. Ef til þess kæmi að kosningaþátttakan yrði lækkuð þá væri verið að veita 16 og 17 ára ungmennum tækifæri á að nýta almenn réttindi. Við 16 ára aldur er að marka nokkurskonar tímamót í lífi ungmenna. Þetta er ungt fólk sem verður gjaldgengt á vinnumarkaðinn og þar af leiðandi farin að borga tekjuskatt. Flestir stjórnmála flokkarleyfa 16 ára ungmennum að taka þátt í innra starfi. Því velti ég fyrir mér að ef 16 ára ungmenni eru fær til þess að vera á vinnumarkaði og uppfylla öll þau skilyrði og skyldur sem því fylgja ásamt því að geta gert greinamun á réttu og röngu ættu þau þá ekki að geta tekið afstöðu og kynnt sér pólitík sem þau telja að sé best fyrir þeirra samfélag? Lesa meira “Lækkun kosningaaldurs – Til hvers?”

Ungmennaráð – Lýðræðisverkefni eða punt?

Að undanförnu hef ég mikið velt því fyrir mér hvort unglingar í dag upplifi að þeir hafi eitthvað að segja um eigin hagsmuni í samfélaginu. Þetta er ekki síst áhugaverð pæling þar sem mikil umræða er um lækkun kosningaaldurs frá 18 í 16 ára og því töluvert mikilvægt að þau átti sig á því að þau geti bæði valið fulltrúa og haft beina aðkomu að ákvarðanatökum um samfélagsleg málefni.

Einn daginn þar sem ég velti þessu fyrir mér tók ég málið upp í samtali við yngri systur mína sem er fjórtán ára.  Ég spurði hana hvernig hún upplifði framkomu fullorðinna gagnvart henni og öðrum unglingum í kring um hana þegar þau tjá skoðanir sínar. Hennar upplifun var sú að fullorðnir treystu unga fólkinu ekki fyrir því að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Einnig sagði hún að samfélagið gerði ráð fyrir því að allir unglingar væru á gelgjunni og vissu ekki hvað þeir væru að tala um. Hún taldi afleiðingarnar af þessu vera þær að unglingarnir trúa þeim fullorðnu og finnst því ekki taka því að tala um sín hagsmunamál vegna þess að það er engin sem tekur mark á þeim. Lesa meira “Ungmennaráð – Lýðræðisverkefni eða punt?”