Af hverju er ekki meira gert fyrir börn og unglinga í Listasöfnum í Reykjavík?

 

Ég er nemandi í Listfræði við Háskóla Íslands og er að taka Tómstunda- og félagsmálafræði sem aukagrein við BA gráðuna mína. Einnig hef ég unnið hjá Reykjavíkurborg og farið með hópa af börnum og unglingum á listasöfnin í Reykjavík. Mér finnst mikilvægt að börn og unglingar kynnist listum vegna þess að það eykur þroska þeirra og skilning á menningu þeirri sem þau eru partur af. Listir eru uppeldisatriði og börn eiga rétt á að læra að njóta lista, eins og þau eiga rétt á að læra að lesa. Góður vettvangur fyrir börn og unglinga eru félagsmiðstöðvar sem kynna listir fyrir börnunum með því t.d. að fara með þau á listasöfn. Lesa meira “Af hverju er ekki meira gert fyrir börn og unglinga í Listasöfnum í Reykjavík?”