Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung

Fyrirsögnin segir margt um viðhorf til unglinga árið 1992.

Árlega fara unglingar á Íslandi að ókyrrast í mars byrjun vegna dansleiks sem þau hafa beðið lengi eftir. Þau eru óþreyjufull því senn er biðin á enda. Samféshátíðin er nefnilega handan við hornið en þá koma saman unglingar úr félagsmiðstöðvum hvaðan æva af landinu í allsherjargleði í Laugardalshöll. Samféshátíðin sem í daglegu tali er kölluð Samfestingurinn er haldin á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, en þar spilar ungmennaráð samtakanna stóra rullu. Ungmennaráð Samfés, sem skipað er átján lýðræðislega kjörnum fulltrúum, hefur nefnilega haft veg og vanda að dagskránni undanfarin ár en þau bæði velja plötusnúða og hljómsveitir sem koma fram á Samfestingnum sem og aðstoða við viðburðahaldið. Vægi ungmennaráðsins er alltaf að aukast. Þetta er því viðburður haldin fyrir unglinga af unglingum undir handleiðslu starfsmanna félagsmiðstöðva og Samfés. Sannkölluð uppskeruhátíð fyrir æsku landsins. Lesa meira “Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung”

Ég var tómstundafulltrúi

Nýverið var auglýst eftir nýjum tómstunda- og íþróttafulltrúa í Strandabyggð. Fjölmargt er undarlegt við auglýsinguna sjálfa og umræðuna í aðdraganda hennar. Auglýst er eftir íþróttafulltrúa, en þó er ekkert minnst á neitt íþróttatengt. Auglýst er eftir 70%-100% starfi sem vekur upp spurningar, telur sveitarstjórnin virkilega að 70% starfshlutfall dugi eða á kannski að ráða fleiri en einn í 70% starf og auka þannig umfangið? Hið síðarnefnda er skynsamlegt, hið fyrrnefnda glórulaust. Það sem stingur allra mest í augu er menntunarkrafan. Hér er einungis óskað eftir menntun við hæfi, ekki háskólamenntun við hæfi, ekki tómstunda- og félagsmálafræði eða annarri uppeldismenntun. Einstaklingur gæti þess vegna hlotið starfið eftir grunnskólapróf og virka þátttöku í eigin félagsmiðstöð, sem vissulega er mikið nám. Lesa meira “Ég var tómstundafulltrúi”

Verkfæri tómstundafræðinnar – Tómstundafræðingur segir frá

Auður Björg ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur leiðbeinanda sínum

Auður Björg Jónheiðardóttir útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur BA frá Háskóla Íslands vorið 2018. Á ráðstefnunni Íslenskum æskulýðsrannsóknum í lok árs fékk hún viðurkenningu Félags fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sitt. Í verkefninu hannaði hún námskeið sem hún byggði á aðferðum tómstundafræðinnar og hélt fyrir notendur Batamiðstöðvar. Hluti af verkefninu var einnig mat á því hvernig til tókst. Frítíminn fékk Auði til að segja stuttlega frá verkefninu sínu og störfum sínum í framhaldinu sem tómstunda- og félagsmálafræðingur á vettvangi. Lesa meira “Verkfæri tómstundafræðinnar – Tómstundafræðingur segir frá”

Að brjóta niður múra

Múrbrjóturinn er viðurkenning sem Landsamtökin Þroskahjálp veita árlega þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að fullgildri samfélagsþátttöku, mannréttindum og lífsgæðum þess til jafns við aðra. Á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember sl. féll Múrbrjóturinn m.a. í skaut Frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins og Ruthar Jörgensdóttur Rauterberg, sem starfaði í Þorpinu í 11 ár en er núna aðjúnkt og doktorsnemi við HÍ.

Vettvangur starfsemi Þorpsins er frítími og forvarnir þar sem megin áherslan er lögð á barna- og unglingastarf. Við settum okkur það markmið að vera ávallt opin fyrir nýjungum og breytingum og miða starfsemina út frá þörfum samfélagsins hverju sinni. En mikilvægast er að við viljum mæta þörfum hvers og eins eftir bestu getu. Við viljum gera ráð fyrir margbreytileika mannlífsins og að allir geti fengið hvatningu og stuðning við hæfi í sínu tómstundastarfi. Það eru allir velkomnir í starfið okkar, alltaf.

Starf án aðgreiningar

Haustið 2007 byrjaði félagsmiðstöðin Arnardalur með tómstundastarf fyrir fötluð börn í 5.-10. bekk eftir að skóla lauk á daginn.Við kölluðum það Frístundaklúbb Arnardals. Gaman-saman starf Þorpsins byrjaði svo sem tilraunaverkefni haustið 2009 en það þróaðist út frá tómstundastarfi Frístundaklúbbsins sem var í fyrstu eingöngu ætlað fötluðum börnum en breyttist svo í tómstundastarf fyrir öll börn. Á þeim tíma vorum við búin að átta okkur á því að börnin í Frístundaklúbbnum voru miklar félagsverur sem áttu í góðu sambandi við jafnaldra sína í skólanum og okkur fannst mótsögn í því að verið var að þróa skólastarf án aðgreiningar en í frítíma vorum við að stuðla að aukinni aðgreiningu.

Haustið 2013 framkvæmdi Ruth með stuðningi Þorpsins þátttökurannsókn á Gaman – saman starfinu í Þorpinu þar sem 40 börn á aldrinum 10-12 ára og 6 frístundaleiðbeinendur tóku þátt. Það var megin niðurstaða rannsóknarinnar að þróun starfs fyrir margbreytilega barna- og unglingahópa byggir á samvinnu sem felst í því að allir taki virkan þátt. Við sáum líka að þátttaka í tómstundastarfi eins og Gaman-saman getur undirbúið okkur undir það að takast á við áskoranir í samfélagi fyrir alla. Börn sem við héldum að þyrftu mestu aðstoðina frá okkur fóru að blómstra og voru jafnvel drifkrafturinn í hópnum. Þau komu sjálfum sér á óvart, unnu mikla sigra og var það oft hvatningu jafnaldranna að þakka.

Við viljum skapa menningu sem viðurkennir margbreytileikann og umhverfi þar sem þátttaka allra þykir sjálfsögð. Við viljum líka sína fram á að starf á vettvangi frítímans er kjörið til þes að stuðla að aukinni þátttöku og auknum samskiptum milli fólks. Við upplifðum nefnilega að fjölbreytileikinn í hópnum gat dregið fram það besta í öllum.

Það að vera múrbrjótur er ekki átaksverkefni. Það er lífstíll og það er hugmyndafræði. Með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi geta allir tekið þátt í öllu starfi Þorpsins.

Við erum ákaflega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu og hún hvetur okkur til að halda áfram á þessari vegferð og fá aðra með okkur í lið. Það er nefnilega erfitt fyrir einn að brjóta niður múr en verður létt verk þegar allir hjálpast að.

Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála Akraneskaupstað

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, þroskaþjálfi og aðjúkt við HÍ

Hvað þarf framtíðin?

Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er quality education eða gæða nám og hef ég mikið velt því fyrir mér í hverju það felst. Mín skoðun er sú að nám sem leggur áherslu á að efla styrkleika og trú einstaklinga á eigin getu til þess að nýta hæfileika sína til hins ítrasta sé gæða nám. En hvernig kennir maður fólki að nýta hæfileika sína til hins ítrasta?

Til að nýta hæfileika sína þarf maður fyrst að komast að því hverjir þeir eru. Þá velti ég því fyrir mér hvað eru hæfileikar? Samkvæmt íslenskri orðabók er það góður eiginleiki, gáfa eða hæfni. Í framhaldi af þessu langar mig til þess að fjalla örstutt um niðurstöður rannsóknar sem ég las um daginn.  Lesa meira “Hvað þarf framtíðin?”

Reykvél með blómalykt

Að reykja rafrettur, eða „veipa“, er æði sem gengur nú yfir þjóðina –allir svölu unglingarnir eiga veip og keppst er um að vera alltaf með nýtt bragð og blása sem stærstu gufuskýi yfir næsta mann. Strax og rafrettur náðu vinsældum hófst umræðan um hvort þetta væri einhverju skárra en sígarettur. Margir fullorðnir nikótínfíklar skiptu úr sígarettum og munntóbaki yfir í rafrettur í von um að losna við hina hvimleiðu fylgikvilla tóbaks, svo sem óþef, versnandi heilsu og kostnaði. Lesa meira “Reykvél með blómalykt”