Reykvél með blómalykt

Að reykja rafrettur, eða „veipa“, er æði sem gengur nú yfir þjóðina –allir svölu unglingarnir eiga veip og keppst er um að vera alltaf með nýtt bragð og blása sem stærstu gufuskýi yfir næsta mann. Strax og rafrettur náðu vinsældum hófst umræðan um hvort þetta væri einhverju skárra en sígarettur. Margir fullorðnir nikótínfíklar skiptu úr sígarettum og munntóbaki yfir í rafrettur í von um að losna við hina hvimleiðu fylgikvilla tóbaks, svo sem óþef, versnandi heilsu og kostnaði. Lesa meira “Reykvél með blómalykt”