Okkur líður öllum allskonar

Tilfinningar eru flókið fyrirbæri sem eiga þó alltaf rétt á sér. Það er okkur mannlegt eðli að upplifa tilfinningar, þær eru margvíslegar og þjóna allar ákveðnum tilgangi. Tilfinningar koma við ýmsar aðstæður, ást, ástarsorg, reiði, hamingja, gleði, kvíði, hræðsla, ótti og svo framvegis. Það er mikilvægt að vita að það er í lagi að vera ekki upp á sitt besta, að eiga góða og slæma daga. Oft og tíðum vitum við nefnilega ekkert endilega af hverju þessar tilfinningar eru til staðar. Af hverju okkur líður eins og okkur líður. Á unglingsaldri eigum við oft erfitt með að skilja þessar flóknu tilfinningar og bregðumst við þeim á mismunandi hátt, byrgjum þær jafnvel inni vegna þess að við skömmumst okkar fyrir þær. En að byrgja tilfinningar inni gerir illt verra og á endanum springa þær út. Lesa meira “Okkur líður öllum allskonar”

Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?

Og hvaða skápur er þetta?

Þegar ég var yngri vissi ég ekki hvað væri að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður fyrr en ég var í 8.bekk og var það út af því að kennarinn minn fékk kynningu frá samtökunum ´78. Þar komu einstaklingar og kynntu starfið og útskýrðu skilgreiningarnar og þá var það fyrst sem ég skildi tilfinningarnar hjá sjálfri mér og fyrsta skipti sem ég átta mig á sjálfri mér og hver ég væri. En ég faldi alltaf hvernig mér leið og var komin í afneitun á sjálfri mér og var það ekki fyrir en 2016 sem ég samþykki loksins sjálfa mig. En mér finnst samt ég ekki þurfa að koma út. Ég má vera með hverjum sem ég vil og þurfa ekki að skilgreina sjálfa mig. Lesa meira “Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?”

  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?

Tengsl á milli foreldra og barns virðast skipta miklu máli fyrir framtíð hvers og eins og hvernig við mótumst sem fullorðnir einstaklingar, til dæmis hvernig við hegðum okkur og hvaða gildi við höfum. Í barnæsku er mikilvægt að mynduð séu sterk tengsl á milli foreldra og barns svo að barnið muni þróa með sér góða sjálfsmynd. Ef slík tengsl eru ekki mynduð vegna skorts á getu til að sýna umhyggju er meiri hætta á að seinna meir muni barnið leiðast út í óæskilega hegðun. Foreldrar eða forráðamenn sem hafa ekki tök né yfirsýn á hvaða skyldur þau hafa ná oft á tíðum ekki að sinna skyldum sínum þegar kemur að uppeldi barna sinna. Lesa meira ”  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?”

Er ég velkominn hér?

Flestir hafa lent í því að finnast þeir ekki velkomnir einhversstaðar. Hvort sem það er á vinnustað, heima hjá einhverjum sem er manni nærri eða bara meðal fólks sem maður þekkir ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að finnast við vera velkomin og það skiptir ekki máli á hvaða aldri við erum. Mér finnst gott að heyra góðan daginn þegar ég fer í búðina eða að hótelherbergið mitt sé vel upp á búið og hreint þegar ég leyfi mér þannig munað, það er búið að sjá um hlutina þannig að mín upplifun sé góð og að ég upplifi að ég sé velkominn aftur. Lesa meira “Er ég velkominn hér?”

Aðsetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára

Samvera skipar stóran sess í líf margra ungmenna og skipta vinirnir og önnur ungmenni mestu máli á þessum tíma. Að koma á stað þar sem að hægt er að læra í ró og næði en í leiðinni hægt að koma á sama stað hafa gaman með öðrum ungmennum. Hugmyndin er að bjóða upp á setur, aðstöðu þar sem að ungmenni frá aldrinum 16-25 ára geta nýtt sér á daginn. Að hafa aðstöðuna í samræmi við ungmennahúsið í hverfinu/ bænum, að setrið sé á vegum ungmennahússins og að sömu starfsmenn sjái um starfið bæði á kvöldin og daginn, bæði er það gert til að ungmenni sem að sækja aðstöðuna eru kunnug starfsfólki og eru örugg með sig að mæta á staðinn. Opnunartíminn er frá 10:00- 19:00 alla virka daga, svo er ákveðnir dagar sem að ungmennahúsið er opið á kvöldin. Lesa meira “Aðsetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára”

Þetta er ekki þolendum að kenna!

Einelti er eitthvað sem við öll þekkjum, það er búið að festa rætur sínar í samfélaginu og það er næstum ómögulegt að losna við það. 1 af hverjum 5 unglingum á aldrinum 12-18 ára verður fyrir einelti, hvort sem það sé líkamlegt, andlegt, beint eða óbeint. Ef þú hugsar til baka, hefur þú verið fórnarlamb eineltis? Þekkir þú einhvern sem var fórnarlamb eineltis? Varst þú einhvern tímann gerandi eineltis?

Það eru fáir sem viðurkenna að þeir hafi lagt einhvern í einelti en upp á síðkastið verð ég varari við það að fólk deili sinni reynslu sem þolendur af einelti. Ég sjálf hef verið lögð í einelti sem stóð yfir í nokkur ár og ég hélt alltaf að það væri mér að kenna vegna einhvers sem ég gerði en í dag veit ég betur, þetta var ekki mér að kenna. Lesa meira “Þetta er ekki þolendum að kenna!”