Okkur líður öllum allskonar

Tilfinningar eru flókið fyrirbæri sem eiga þó alltaf rétt á sér. Það er okkur mannlegt eðli að upplifa tilfinningar, þær eru margvíslegar og þjóna allar ákveðnum tilgangi. Tilfinningar koma við ýmsar aðstæður, ást, ástarsorg, reiði, hamingja, gleði, kvíði, hræðsla, ótti og svo framvegis. Það er mikilvægt að vita að það er í lagi að vera ekki upp á sitt besta, að eiga góða og slæma daga. Oft og tíðum vitum við nefnilega ekkert endilega af hverju þessar tilfinningar eru til staðar. Af hverju okkur líður eins og okkur líður. Á unglingsaldri eigum við oft erfitt með að skilja þessar flóknu tilfinningar og bregðumst við þeim á mismunandi hátt, byrgjum þær jafnvel inni vegna þess að við skömmumst okkar fyrir þær. En að byrgja tilfinningar inni gerir illt verra og á endanum springa þær út. Lesa meira “Okkur líður öllum allskonar”