Þegar ég horfi í kringum mig hugsa ég: Vá! Þetta poolborð er svo flott, ég er spennt að taka leik! NÆS! Ég get spilað borðtennis! Halló! Hver kemur í FIFA leik í tölvunni? Ég ætla að rústa ykkur og ef ekki þar, þá tökum við leik í foosball! Þetta er geggjað! Það er svo fjölbreytt dagskrá og það er skíðaferð í þessum mánuði! Þetta er allt svo skemmtilegt! Ég veit ekki hvernig ég varð svona heppin fá að taka þátt í þessu öllu! Lesa meira “Inngildandi félagsmiðstöðastarf – eða hvað?”
Author: eyglo
Útskúfun þeirra fullorðnu
Hvers vegna setjumst við ekki niður og tölum við unglingana okkar og fáum þeirra sýn á lífið og tilveruna? Spyrjum þau hvað þeim finnst og hvaða lausn þau finna á vanda okkar fullorðnu varðandi málefni sem þau varða? Við fullorðna fólkið erum allt of fljót að ákveða það að við þurfum að stjórna unglingunum og gæta þess að þau fari ekki ranga leið í lífinu. Með því að stjórna þeim í stað þess að leiðbeina og hlusta getum við líka eyðilagt fyrir þeim. Lesa meira “Útskúfun þeirra fullorðnu”
Pýramídi væntinganna
Þegar strákar gera það sem er ætlast til af þeim þá fagnar fólk þeim og hrósar. Þegar stelpur gera það sem ætlast er til af þeim eru engin viðbrögð. Það er einfaldlega vegna þess að þær fara oftast eftir fyrirmælum og gera það sem á að gera. „Strákagaurar“ fá mesta „praisið“, vegna þess að það er búist við minnstu frá þeim. Ef að við myndum búa til pýramída þessu tengdu þá yrðu stelpur efstar, þar sem ætlast er til mikils af þeim, strákar sem teljast vera „lúðar” eða „nördar” yrðu næst efst, vegna þess að þeir eru oftast klárir og góðir.„Venjulegir” strákar yrðu þar á eftir og „gaura” strákar væru neðst í pýramídanum. Það er vegna þess að við búumst ekki við því að „gaura” strákar séu kurteisir, góðir með börnum, klárir, hlýir eða sýni samkennd. Í staðinn er gert ráð fyrir að þeir séu truflandi, aggresívir, tillitslausir og áhugalausir. Þegar þeir sýna aðra hegðun er þeim fagnað og hrósað í hástert. Frá stelpum býst maður við samkennd, hjartahlýju, áhuga og hlustun. Þegar þær sýna á aðra hegðun, eins og reiði eða tillitsleysi, er sú hegðun fordæmd.
Félagsmiðstöð á faraldsfæti
Í kjölfar fordæmalausra atburða í nágrenni Grindavíkur hefur 3700 manna samfélag verið á hrakhólum í rúma fimm mánuði. Opnaðar hafa verið þjónustumiðstöðvar fyrir íbúa bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ og hafa íþróttafélög, Strætó auk annara aðila lagt sig fram við að tryggja grindvískum börnum aðgengi að áframhaldandi íþrótta – og tómstundastarfi. Félagsmiðstöðin Þruman, sem áður var starfrækt í Grindavík, er einn af þeim vinnustöðum Grindavíkurbæjar sem enn er á faraldsfæti og ríkir mikil óvissa um. Starfsfólk þess leggur sig allt fram til þess að halda starfinu gangandi á lausnarmiðaðan hátt.
Lesa meira “Félagsmiðstöð á faraldsfæti”
Er faglegt frístundastarf á leikskólum í Hafnarfirði?
Í Morgunblaðinu 9. febrúar sl. birtist frétt þess efnis að Hafnarfjarðarbær hafi fyrst sveitafélaga ráðist í verkefni sem miðar að því að samræma starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins með það að markmiði m.a. að fjölga fagfólki í leikskólum og auka sveigjanleika. Þar er viðtal við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnafjarðar, og einnig Harald F. Gíslason formann félags leikskólakennara (FL). Í téðri grein segir m.a: ,,Stærsta breytingin er að frá 15. desember sl. er starfsár starfsfólks í Félagi leikskólakennara og annars háskólamenntaðs starfsfólks innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar orðið sambærilegt starfsári grunnskólakennara“.
Lesa meira “Er faglegt frístundastarf á leikskólum í Hafnarfirði?”