Hver hefur ekki heyrt ömmu sína eða afa, foreldra sína eða jafnvel jafnaldra segja að unglingar í dag beri ekki virðingu fyrir einu eða neinu og að unga kynslóðin sé alveg hryllileg. Það virðist vera að fólkið í samfélaginu dæmi út frá svörtu sauðunum hjá unglingunum. Unglingar eru líka fólk, og eru þau á sérstökum stað í lífinu þar sem þau eru oft mjög viðkvæm og eru að vinna að og byggja upp sjálfsmynd sína. Í dag eru unglingar margir hverjir að miða sig við aðra, hvort sem það er í daglegu lífi eða á internetinu á samfélagsmiðlum.
Eldri kynslóðir telja sig oft hafa verið mikið betri unglingar heldur en unglingar eru í dag. Það eru þó margir í eldri kynslóðinni sem telja sig hafa verið mikið erfiðari unglingar heldur en unglingar eru í dag. Lesa meira “Unglingar læra það sem fyrir þeim er haft”