Að missa tökin á tilverunni

Hvað verður til þess að unglingar missa tökin á tilverunni og fara að stunda áhættuhegðun ? Hvað er það sem ýtir undir það að unglingar vilji prófa fíkniefni, eru það fjölskylduaðstæður, hópþrýstingur, neikvæð líðan, lélegar forvarnir? Ég hef oft velt þessu fyrir mér vegna þess að ég hef þekkt til margra sem hafa ánetjast fíkniefnum og tekið ranga beygju í lífinu.

Það er einhver hluti unglinga sem eru á jaðrinum, eiga oft erfitt með að tengjast fólki og eignast vini, tjá sig ekki í skólanum og taka ekki þátt í félagslífi. Þessum unglingum líður oft illa og vita ekki hvernig á að vinna úr tilfinningum, þá leita þau oft í eitthvað til þess að flýja raunveruleikann til dæmis í tölvuleiki eða Lesa meira “Að missa tökin á tilverunni”

Hin hefðbundna leið

Ég velti því fyrir mér afhverju lang flest íslensk ungmenni fylgja hinni hefðbundnu leið þegar leiðir lífsins eru svo ótal margar. Það eru sem dæmi margir sem fara í menntaskóla eða framhaldsskóla sem eru einunigs miðaðir af því að klára stúdentspróf, en ekki verknám. Afhverju ætli það sé? Ég held það sé vegna þess að það er litið niður á það, ekki talið vera nógu töff. Flestir velja frekar Verzló fram yfir verknám í Borgarholtsskóla, klára stúdent í Verzló og fara svo í lögfræði, því það er svo töff, ekki endilega vegna þess að áhuginn liggur þar. Svo eru sumir sem klára grunnskólann, fara svo í framhaldsskóla og klára hann eftir nokkur ár. Ákveða síðan að fara strax í háskóla, án þess þó að vita nákvæmlega hvað þeir vilja læra eða gera í framtíðinni, eignast svo maka, skipta um nám nokkrum sinnum en klára þó námið á endanum, eignast börn og byrja svo þessa týpísku daglegu rútínu. Afhverju eru svona margir sem virkilega vilja fylgja þessari hefðbundnu leið? Lesa meira “Hin hefðbundna leið”

„Að heyra tjáningarmáta unga fólksins í dag, algjörlega til skammar!“ 

 

Ég og unglingurinn minn
Ég og unglingurinn minn

Oft hef ég heyrt rætt á milli fullorðinna, hvað krakkar og unglingar hafa ljótan orðaforða , hvernig þau koma fram og þetta þurfi að laga og hreinlega beita ungdóminn meiri aga. Þá má líka spyrja sig  hvar lærðu þau að tjá sig á þennan hátt ? Jú eins og sagt er þá  læra börnin það sem fyrir þeim er haft. Mitt persónulega álit er að unglingar nútímans séu betur upplýstir á margan hátt eins og hefur komið í ljós í rannsóknum, minni drykkja, minni reykingar  og sterkari í því að láta skoðun sína í ljós. Vegna þess og annarra atriða, finnst mér þau ekki vera vandamálið en þau eru aftur á móti verðandi fullorðnir og framtíðin og skipta mig miklu máli. Lesa meira “„Að heyra tjáningarmáta unga fólksins í dag, algjörlega til skammar!“ “

Hvaða áhrif hefur það að raða grunnskólum upp eftir getu?

Á þriggja ára fresti er lagt próf fyrir nemendur í 10. bekk. Þetta próf heitir PISA og er einskonar samræmt próf fyrir nemendur á alþjóðavísu og er lagt fyrir í öllum grunnskólum á Íslandi. PISA könnunin er gerð til að meta stöðu menntakerfis, ekki einstakra skóla eða nemenda. Vissulega er gott að sjá hvar íslenskir nemendur standa sig í samanburði við nágrannalöndin og mikilvægt að sjá hvað má betur fara og hvað við séum að gera vel. Hefð er fyrir því á Íslandi að gefa út niðurstöður PISA könnunarinnar og er yfirleitt fjallað um það í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. Þar koma svo fram misgáfulegar athugasemdir. Ég set spurningamerki við að birta hvernig hverjum og einum skólanum gekk í könnuninni. Afhverju finnst mér það áhættusamt? Jú það eru nokkrar ástæður fyrir því. Lesa meira “Hvaða áhrif hefur það að raða grunnskólum upp eftir getu?”

Hætturnar leynast víða

Þegar ég var á mínum unglingsárum voru samfélagsmiðlar ekki jafn stórir og þeir eru í dag. Snapchatt, Instagram og Facebook eru þeir samfélagsmiðlar sem eru mest notaðir af unglingum árið 2017. Þetta geta vissulega verið hættulausir miðlar en hætturnar leynast þó víða. Tökum snapchatt sem dæmi, Snapchatt er smáforrit sem snýst um það að senda stutt myndbönd eða myndir á milli einstaklinga. Manneskjan sem að fær myndbandið/myndirnar getur aðeins skoðað efnið í stutta stund (max 10 sek) og svo hverfur mynbandið/myndin. Lesa meira “Hætturnar leynast víða”

Mitt innra nörda sjálf

Sem foreldrar, kennarar eða starfsmenn skóla og félagsmiðstöðva gerum við okkar besta til þess að koma í veg fyrir það að börn og unglingar verði fyrir neikvæðum áhrifum frá umheiminum. Við teljum okkur hæf í að meta hvað skuli varast og hvað sé eðlileg hegðun. Við teljum til dæmis óeðlilegt að börn eða unglingar hangi ekki eftir skóla með vinum sínum eða stundi ekki tómstundir eins og fótbolta eða skátastarf. Foreldrar sem eiga unglinga sem spila mikið af tölvuleikjum og eyða jafnvel yfir 15 klukkustundum á viku inn í herberginu sínu að spila líta á veruleika barnsins sem verulegt vandamál sem þurfi að laga án þess að hafa kynnt sér ástæður barnsins fyrir þessari ákveðnu tómstund.

Hér á eftir kemur sagan mín þar sem að ég varð fyrir þeirri uppljómun að komast að því að ég á mitt innra nörda sjálf. Lesa meira “Mitt innra nörda sjálf”