Hvaða áhrif hefur það að raða grunnskólum upp eftir getu?

Á þriggja ára fresti er lagt próf fyrir nemendur í 10. bekk. Þetta próf heitir PISA og er einskonar samræmt próf fyrir nemendur á alþjóðavísu og er lagt fyrir í öllum grunnskólum á Íslandi. PISA könnunin er gerð til að meta stöðu menntakerfis, ekki einstakra skóla eða nemenda. Vissulega er gott að sjá hvar íslenskir nemendur standa sig í samanburði við nágrannalöndin og mikilvægt að sjá hvað má betur fara og hvað við séum að gera vel. Hefð er fyrir því á Íslandi að gefa út niðurstöður PISA könnunarinnar og er yfirleitt fjallað um það í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. Þar koma svo fram misgáfulegar athugasemdir. Ég set spurningamerki við að birta hvernig hverjum og einum skólanum gekk í könnuninni. Afhverju finnst mér það áhættusamt? Jú það eru nokkrar ástæður fyrir því. Lesa meira “Hvaða áhrif hefur það að raða grunnskólum upp eftir getu?”