Fræðsla um kynlíf fyrir unglinga

Í þessari grein ætla ég að tala um mikilvægi fræðslu á kynlífi fyrir unglinga. Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig kynfræðsla var á þeim tíma sem ég var í unglingadeild. Þegar ég var unglingur hafði ég ekki hugmynd um margt sem tengist kynlífi eða kynþroska almennt. Við fengum eina fræðslu í 8-9. bekk og það var alls ekki fullnægjandi fræðsla fyrir ungmenni á þessum aldri. Ég hafði ekki hugmynd um afhverju konur færu á blæðingar, hvernig egglos ferlið er eða hvernig börnin almennt koma í heiminn nema bara almennt að það gerist með kynlífi. Ég hafði ekkert vit á kynsjúkdómum og hélt að smokkurinn væri einungis til að koma í veg fyrir barneignir. Það var ekki fyrr en ég fór sjálf að hugsa út í barneignir sem ég fór að kynna mér almennilega hvernig og hvað ég þyrfti að gera til þess að búa til barn. Ég vissi auðvitað að ég þyrfti að vera á getnaðarvörn til að koma í veg fyrir þungun en hafði ekki hugmynd hvernig egglos ferlið sjálft færi fram. Lesa meira “Fræðsla um kynlíf fyrir unglinga”

Lækkun kosningaaldurs – Til hvers?

Á undanförnum vikum hefur verið heit umræða í samfélaginu um lækkun kosningaaldurs til sveitastjórnarkosninga. Lagt hefur verið fram frumvarp þess efnis að kosningaaldur verði lækkaður frá 18 árum niður í 16 ár í sveitastjórnarkosningum sem eiga sér stað í maí næstkomandi. Ef frumvarpið gengur eftir mun það þýða að um það bil 9 þúsund ungmenni munu bætast í hóp þeirra sem kjósa.

Margir samfélagsþegnar hafa sterkar skoðanir á þessu málefni enda þörf umræða. Ef til þess kæmi að kosningaþátttakan yrði lækkuð þá væri verið að veita 16 og 17 ára ungmennum tækifæri á að nýta almenn réttindi. Við 16 ára aldur er að marka nokkurskonar tímamót í lífi ungmenna. Þetta er ungt fólk sem verður gjaldgengt á vinnumarkaðinn og þar af leiðandi farin að borga tekjuskatt. Flestir stjórnmála flokkarleyfa 16 ára ungmennum að taka þátt í innra starfi. Því velti ég fyrir mér að ef 16 ára ungmenni eru fær til þess að vera á vinnumarkaði og uppfylla öll þau skilyrði og skyldur sem því fylgja ásamt því að geta gert greinamun á réttu og röngu ættu þau þá ekki að geta tekið afstöðu og kynnt sér pólitík sem þau telja að sé best fyrir þeirra samfélag? Lesa meira “Lækkun kosningaaldurs – Til hvers?”

Ungmennaráð – Lýðræðisverkefni eða punt?

Að undanförnu hef ég mikið velt því fyrir mér hvort unglingar í dag upplifi að þeir hafi eitthvað að segja um eigin hagsmuni í samfélaginu. Þetta er ekki síst áhugaverð pæling þar sem mikil umræða er um lækkun kosningaaldurs frá 18 í 16 ára og því töluvert mikilvægt að þau átti sig á því að þau geti bæði valið fulltrúa og haft beina aðkomu að ákvarðanatökum um samfélagsleg málefni.

Einn daginn þar sem ég velti þessu fyrir mér tók ég málið upp í samtali við yngri systur mína sem er fjórtán ára.  Ég spurði hana hvernig hún upplifði framkomu fullorðinna gagnvart henni og öðrum unglingum í kring um hana þegar þau tjá skoðanir sínar. Hennar upplifun var sú að fullorðnir treystu unga fólkinu ekki fyrir því að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Einnig sagði hún að samfélagið gerði ráð fyrir því að allir unglingar væru á gelgjunni og vissu ekki hvað þeir væru að tala um. Hún taldi afleiðingarnar af þessu vera þær að unglingarnir trúa þeim fullorðnu og finnst því ekki taka því að tala um sín hagsmunamál vegna þess að það er engin sem tekur mark á þeim. Lesa meira “Ungmennaráð – Lýðræðisverkefni eða punt?”

Tæknin vs. uppeldið

Þegar ég fer að hugsa hvað tæknin hefur komið langt á leið þá hugsa ég einnig um framtíðina. Við notum tæknina dags daglega fyrir allskona hluti, en á tæknin að blandast við uppeldi barna og unglinga? Þegar eldri systir mín eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 2 árum þá tók hún fram að þau ætluðu að reyna að halda tækninni í lámarki fyrir litla frænda minn svo hann myndi njóta þess að leika sér og þróa ímyndunaraflið. Fór ég þá að hugsa hvort of margir foreldrar seta of mikið traust í tæknina til að hjálpa við uppeldið. Núna er frændi minn 2 ára og ef hann sér t.d. síma þá á hann til að titra af spenningi því þetta er eitthvað sem hann hefur alist upp með. Lesa meira “Tæknin vs. uppeldið”

Mikilvægar gæðastundir

Þegar við eignumst börn fáum við í leiðinni eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni fullorðinsáranna. Að vera foreldri felur meðal annars í sér að annast barnið, vernda það, kenna því og veita leiðsögn. Flestir stefna að því að ala upp einstakling sem er heilbrigður, hamingjusamur og hefur eiginleika og færni sem kemur sér til góða í framtíðinni. En uppeldi er mikil vinna og þurfa foreldrar að hafa þolinmæði, vera samkvæmir sjálfum sér og gefa sér tíma til að verja gæðatímum með börnum sínum. Því það er afar mikilvægt að foreldrar njóti góðra samvista við börnin sín því að notaleg samvera ýtir undir sterkari tengsl og jákvæðari samskipti. Börnin þurfa að finna að foreldrarnir vilji verja tíma sínum með þeim og finna að þau skipta máli. Hraðar samfélagslegar breytingar og tækniþróun hefur haft það í för með sér að foreldrar hafa minni tíma fyrir börnin sín og það er yfirleitt meira álag á fjölskyldunum. Lesa meira “Mikilvægar gæðastundir”

Ferming til fjár?

Frá fornu fari hefur ferming verið fastur liður í okkar trúarmenningu og hafa flest allir unglingar fermst á fjórtánda aldursári í þeim tilgangi að staðfesta skírn sína.  Var þetta unglingum erfitt hér áður fyrr þar sem þau þurftu að læra ,,kverið“ áður en þau fermdust og var þetta oft mikil þrautarganga fyrir þau.

Í dag er önnur saga, unglingar sem ákveða það að fermast í kirkju fara í fermingarfræðslu og læra trúarjátninguna, það er ekki farið mikið dýpra í kristinfræðina en það, en hún er ekki lengur sérfag í grunnskóla eins og var t.d. þegar ég var í skóla. Einnig er unglingum boðið uppá borgaralega fermingu en það er fyrir þá sem ekki vilja fermast í kirkju og sækja þeir unglingar þá námskeið hjá Siðmennt. Lesa meira “Ferming til fjár?”