Pýramídi væntinganna

Þegar strákar gera það sem er ætlast til af þeim þá fagnar fólk þeim og hrósar. Þegar stelpur gera það sem ætlast er til af þeim eru engin viðbrögð. Það er einfaldlega vegna þess að þær fara oftast eftir fyrirmælum og gera það sem á að gera. „Strákagaurar“ fá mesta „praisið“, vegna þess að það er búist við minnstu frá þeim. Ef að við myndum búa til pýramída þessu tengdu þá yrðu stelpur efstar, þar sem ætlast er til mikils af þeim, strákar sem teljast vera „lúðar” eða „nördar” yrðu næst efst, vegna þess að þeir eru oftast klárir og góðir.„Venjulegir” strákar yrðu þar á eftir og „gaura” strákar væru neðst í pýramídanum. Það er vegna þess að við búumst ekki við því að „gaura” strákar séu kurteisir, góðir með börnum, klárir, hlýir eða sýni samkennd. Í staðinn er gert ráð fyrir að þeir séu truflandi, aggresívir, tillitslausir og áhugalausir. Þegar þeir sýna aðra hegðun er þeim fagnað og hrósað í hástert. Frá stelpum býst maður við samkennd, hjartahlýju, áhuga og hlustun. Þegar þær sýna á aðra hegðun, eins og reiði eða tillitsleysi, er sú hegðun fordæmd.

Lesa meira “Pýramídi væntinganna”

Félagsmiðstöð á faraldsfæti

Una Hildardóttir Í kjölfar fordæmalausra atburða í nágrenni Grindavíkur hefur 3700 manna samfélag verið á hrakhólum í rúma fimm mánuði. Opnaðar hafa verið þjónustumiðstöðvar fyrir íbúa bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ og hafa íþróttafélög, Strætó auk annara aðila lagt sig fram við að tryggja grindvískum börnum aðgengi að áframhaldandi íþrótta – og tómstundastarfi. Félagsmiðstöðin Þruman, sem áður var starfrækt í Grindavík, er einn af þeim vinnustöðum Grindavíkurbæjar sem enn er á faraldsfæti og ríkir mikil óvissa um. Starfsfólk þess leggur sig allt fram til þess að halda starfinu gangandi á lausnarmiðaðan hátt.
Lesa meira “Félagsmiðstöð á faraldsfæti”

Er faglegt frístundastarf á leikskólum í Hafnarfirði?

Í Morgunblaðinu 9. febrúar sl. birtist frétt þess efnis að Hafnarfjarðarbær hafi fyrst sveitafélaga ráðist í verkefni sem miðar að því að samræma starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins með það að markmiði m.a. að fjölga fagfólki í leikskólum og auka sveigjanleika. Þar er viðtal við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnafjarðar, og einnig Harald F. Gíslason formann félags leikskólakennara (FL). Í téðri grein segir m.a: ,,Stærsta breytingin er að frá 15. desember sl. er starfsár starfsfólks í Félagi leikskólakennara og annars háskólamenntaðs starfsfólks innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar orðið sambærilegt starfsári grunnskólakennara“.

Lesa meira “Er faglegt frístundastarf á leikskólum í Hafnarfirði?”

Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?

Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið.

Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva. Ungmenni eru eflaust með það á hreinu að það sé gott og gaman að stunda íþróttir.

Lesa meira “Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?”

Unglingar í ástarsorg og kvíðalyf

Ég hélt að mínar tilfinningasveiflur á unglingsaldri snerust mikið um uppgötvun sjálfsins, hvaða smekk ég hefði á tónlist og hvernig ,,týpa ég væri”. Dagbókarfærslur mínar segja hins vegar annað, þar sem mitt aðal umræðuefni voru strákarnir sem ég var hrifinn af, kærastar og óendurgoldin ást. Það getur verið vegna þess að tilfinningin að verða ástfangin kemur upp fyrst á unglingsárunum og sorgin sem fylgir því að hætta með kærasta getur verið yfirþyrmandi. Þegar ég var ellefu ára upplifði ég mína fyrstu ástarsorg. Ég var skotin í vini mínum sem hét Alban og fannst eins og hann væri líka skotinn í mér. Einn daginn dró hann mig afsíðis og spurði hvort ég vildi gera eitt fyrir hann.

Lesa meira “Unglingar í ástarsorg og kvíðalyf”