Pýramídi væntinganna

Þegar strákar gera það sem er ætlast til af þeim þá fagnar fólk þeim og hrósar. Þegar stelpur gera það sem ætlast er til af þeim eru engin viðbrögð. Það er einfaldlega vegna þess að þær fara oftast eftir fyrirmælum og gera það sem á að gera. „Strákagaurar“ fá mesta „praisið“, vegna þess að það er búist við minnstu frá þeim. Ef að við myndum búa til pýramída þessu tengdu þá yrðu stelpur efstar, þar sem ætlast er til mikils af þeim, strákar sem teljast vera „lúðar” eða „nördar” yrðu næst efst, vegna þess að þeir eru oftast klárir og góðir.„Venjulegir” strákar yrðu þar á eftir og „gaura” strákar væru neðst í pýramídanum. Það er vegna þess að við búumst ekki við því að „gaura” strákar séu kurteisir, góðir með börnum, klárir, hlýir eða sýni samkennd. Í staðinn er gert ráð fyrir að þeir séu truflandi, aggresívir, tillitslausir og áhugalausir. Þegar þeir sýna aðra hegðun er þeim fagnað og hrósað í hástert. Frá stelpum býst maður við samkennd, hjartahlýju, áhuga og hlustun. Þegar þær sýna á aðra hegðun, eins og reiði eða tillitsleysi, er sú hegðun fordæmd.

Lesa meira “Pýramídi væntinganna”

Fjöldatölur, kyn og gæði?

Þegar tómstundastarf í félagsmiðstöðvum er metið koma fjöldatölur oftar en ekki við sögu. Starfsmenn í hverri félagsmiðstöð í Reykjavíkurborg þurfa að halda utan um fjölda þeirra ungmenna sem sækja starfið hverju sinni. Þátttakendur þurfa oftar en ekki sjálfir að muna eftir því að skrá að þeir hafi mætt og tekið þátt í starfinu. Tölunum er svo safnað saman fyrir hvert tímabil og þær skoðaðar. Ég tel eðlilegt upp að vissu marki að notast við fjöldatölur til að stjórnendur hafi yfirsýn á hve mikið hlutfall nemenda taki þátt í og nýti sér starfið sem er skipulagt og á sér stað í félagmiðstöðum en ég tel þetta kerfi þó ekki gallalaust.

Lesa meira “Fjöldatölur, kyn og gæði?”

Dulin ást sem á skilið frelsi – í friði!

Ég viðurkenni að ég hef sjaldan sem aldrei velt kynhneigð eitthvað sérstaklega fyrir mér. Ég hef aldrei horft á einhvern einstakling sem gagnkynhneigðan eða samkynhneigðan, enda finnst mér kynhneigð hvers og eins ekki koma mér við. Kynhneigð fólksins í kringum mig skiptir mig jafn miklu máli og hvaða litur er í uppáhaldi hjá þeim.

Oft er talað um að einstaklingar komi út úr skápnum og afhjúpi þannig hver hann eða hún í rauninni er. Ég skil vel að þegar maður hefur þurft að fela sig í jafnvel fjölda ára og fær loks kjark til að koma til dyranna eins og hann er þá get ég vel ímyndað mér flugeldasýninguna sem verður í huga einstaklingsins. Loksins fær maður að vera eins og maður er! Lesa meira “Dulin ást sem á skilið frelsi – í friði!”