Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?

Tengsl á milli foreldra og barns virðast skipta miklu máli fyrir framtíð hvers og eins og hvernig við mótumst sem fullorðnir einstaklingar, til dæmis hvernig við hegðum okkur og hvaða gildi við höfum. Í barnæsku er mikilvægt að mynduð séu sterk tengsl á milli foreldra og barns svo að barnið muni þróa með sér góða sjálfsmynd. Ef slík tengsl eru ekki mynduð vegna skorts á getu til að sýna umhyggju er meiri hætta á að seinna meir muni barnið leiðast út í óæskilega hegðun. Foreldrar eða forráðamenn sem hafa ekki tök né yfirsýn á hvaða skyldur þau hafa ná oft á tíðum ekki að sinna skyldum sínum þegar kemur að uppeldi barna sinna. Lesa meira ”  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?”

Er ég velkominn hér?

Flestir hafa lent í því að finnast þeir ekki velkomnir einhversstaðar. Hvort sem það er á vinnustað, heima hjá einhverjum sem er manni nærri eða bara meðal fólks sem maður þekkir ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að finnast við vera velkomin og það skiptir ekki máli á hvaða aldri við erum. Mér finnst gott að heyra góðan daginn þegar ég fer í búðina eða að hótelherbergið mitt sé vel upp á búið og hreint þegar ég leyfi mér þannig munað, það er búið að sjá um hlutina þannig að mín upplifun sé góð og að ég upplifi að ég sé velkominn aftur. Lesa meira “Er ég velkominn hér?”

Þetta er ekki þolendum að kenna!

Einelti er eitthvað sem við öll þekkjum, það er búið að festa rætur sínar í samfélaginu og það er næstum ómögulegt að losna við það. 1 af hverjum 5 unglingum á aldrinum 12-18 ára verður fyrir einelti, hvort sem það sé líkamlegt, andlegt, beint eða óbeint. Ef þú hugsar til baka, hefur þú verið fórnarlamb eineltis? Þekkir þú einhvern sem var fórnarlamb eineltis? Varst þú einhvern tímann gerandi eineltis?

Það eru fáir sem viðurkenna að þeir hafi lagt einhvern í einelti en upp á síðkastið verð ég varari við það að fólk deili sinni reynslu sem þolendur af einelti. Ég sjálf hef verið lögð í einelti sem stóð yfir í nokkur ár og ég hélt alltaf að það væri mér að kenna vegna einhvers sem ég gerði en í dag veit ég betur, þetta var ekki mér að kenna. Lesa meira “Þetta er ekki þolendum að kenna!”

Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?

Íþróttir eru tækifæri fyrir börn og unglinga til að læra mikilvægar lexíur um lífið.  Til dæmis að læra að vinna sem teymi kennir ungum börnum félagsfærni sem hjálpar þeim í vexti þeirra sem manneskju, ekki bara sem íþróttamenn.  Fyrir ungmenni getur þátttaka í íþróttum þróað teymisvinnu, forystuhæfileika, sjálfstraust og sjálfsaga.  Einnig, þegar börn stunda íþróttir, þá læra þau að tapa og það kennir þeim að byrja aftur frá byrjun, takast á við óþægilega reynslu og er mikilvægur liður í því að verða seigur.  Þess vegna er mikilvægt að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Lesa meira “Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?”

Að vera „gamall“ forstöðumaður í félagsmiðstöð

Sigga Lísa er forstöðumaður ElítunnarÁrið 2014 fékk ég starf sem forstöðumaður í félagsmiðstöð þá fertug að aldri. Fyrir það vann ég sem grunnskólakennari en hafði verið viðloðandi félagsmiðstöðvarstarfið í 11 ár bæði sem starfsmaður og sem tengiliður skólans við félagsmiðstöðina. Mér mætti furðulegt viðmót, það upplifði ég frá kollegum mínum í grunnskólanum sem og mörgum öðrum í kringum mig.  Af hverju að fara að vinna í félagsmiðstöð lærður grunnskólakennari? Ertu þá ekki alltaf að vinna á kvöldin? Hvað ertu að gera í vinnunni, spila borðtennis? Svo lítið vissi fólk um þetta starf og mér fannst ég alltaf þurfa að vera að verja þessa ákvörðun mína og starfið mitt. Að vinna sem forstöðumaður í félagsmiðstöð er nefnilega ekki bara það að spila borðtennis þó sannarlega sé það kostur að geta gripið í spaðann með unglingunum og þannig ná góðu spjalli. Lesa meira “Að vera „gamall“ forstöðumaður í félagsmiðstöð”

Þeirra annað heimili

Af hverju skiptir það máli að hafa sérhúsnæði fyrir frístundastarf?

Húsnæði fyrir félagsmiðstöðvar sem og frístundaheimili er grundvöllur þess að halda úti góðu og virku starfi. Í húsnæðinu þarf að vera gott flæði þar sem mikil starfsemi fer fram. Húsnæðið þarf að hafa mikið rými svo að krakkarnir hafi pláss til að leika sér. Það er gríðarlega mikilvægt starf sem fer fram í félagsmiðstöð eða á frístundaheimili. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vellíðan barna og ungmenna eykst með frítímastarfi eða tómstundastarfi. Í starfinu sjálfu er einnig lögð áhersla á gildi forvarna, sköpunargleði og að starfsemi sé fagleg og byggi á uppeldisgildum frítímans. Að vera með eigið húsnæði fyrir frístunda- og félagstarf í skólum er mikilvægt vegna þess að það skapar öryggi hjá þeim sem sækja starfið. Þegar starfið fer fram í föstu húsnæði þá þekkja krakkarnir það og það dregur úr kvíða og óvissu hjá börnum því að þetta er staður sem þau þekkja sig á. Þetta er þeirra staður. Að hafa stað þar sem allir í hverfinu, börn og unglingar, geta leitað í til að sinna frístunda- og tómstundastarfi, er mikilvægt. Í sumum tilfellum eru þessi hús einhverskonar annað heimili barnanna og viljum við að þetta húsnæði sé þeirra og að þau séu alltaf velkomin.

Reynsla Maríu
Reynsla mín af því að hafa haft sér húsnæði fyrir starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva er til fyrirmyndar. Þar sem ég ólst upp var sér húsnæði fyrir þessa starfsemi og húsnæðið byggt nýtt fyrir aðeins þessa starfsemi. Í þessu húsnæði var og er nóg svæði fyrir allt og alla sem vilja þar vera með í starfinu. Í húsnæðinu er mikið opið rými og mörg minni rými sem var hægt að nýta í allt á milli himins og jarðar. Allir árgangar höfðu rými til þess að nýta sér húsnæðið þó ekki allir á sama degi á sama tíma en skipulag og góð nýting skiptir öllu máli. Eldhús, matsalur, hjólastólaaðgengi, salur fyrir böll, leikrými fyrir yngri árgangana og svo mætti lengi telja.  

Hér er ég með þau forréttindi að hafa fengið þetta húsnæði og notið góðs af. Af hverju eru ekki allir með sömu réttindin og fá húsnæði sem hentar þeim?

Reynsla Margrétar
Ég vinn í einum af stærstu grunnskólum landsins og eru margir krakkar sem taka þátt í frístundastarfinu hjá okkur. Við höfum lent í vandræðum með húsnæðið og var það einfaldlega út af því að aðstaðan var orðin of lítil til að koma til móts við alla krakkana. Starfið var staðsett inn í grunnskólanum í endanum á einum ganginum þar sem voru í raun tvær stofur og eitt millirými. Einstaka sinnum fengum við afnot af stofum en það voru ekki vinsælar lausnir á meðal kennara. Við vorum oft sökuð um að ganga illa um og fara ekki vel með dótið inn í stofunum. Við þurftum því oft að sætta okkur við litla hornið okkar. Á svona litlu svæði geta myndast mikil læti. Þessi læti höfðu slæm áhrif á bæði starfsmennina og krakkana. Ég man oft eftir því að hafa komið heim þreytt og með hausverk og veit ég að það voru fleiri sem fundu fyrir þessu. Lítil svæði útiloka líka þann möguleika að krakkarnir geti farið og verið í friði þegar þau þurfa á því að halda. Þannig getur myndast pirringur hjá krökkunum sem ýtir undir stress og vinnu hjá starfsfólkinu.

Við höldum að húsnæðismálum fyrir frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sé oft ábótavant og gleymist þegar kemur að því að byggja upp hverfi. Nú er endalaust verið að byggja ný húsnæði. Það er talað um að bæta við íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Það er verið að tala um að byggja nýja grunnskóla og leikskóla en hvað með að byggja gott frístundaheimili eða félagsmiðstöð? Það að byggja aðstöðu fyrir krakkana til að geta komið og leikið sér án þess að vera hrædd um að stíga á tærnar á næsta manni ætti að vera eitt af forgangsatriðum þegar kemur að því að byggja upp hverfi. Í sumum hverfum eru húsnæðisaðstæður fyrir þessa starfsemi til fyrirmyndar en í öðrum hverfum er hægt að gera betur.

Margrét Stefanía Þorkelsdóttir og María Lilja Fossdal eru nemendur í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands