Að vera unglingur í dag er mjög flókin upplifun og er oft misskilin af fullorðnum. Þó að unglingsárin hafi alltaf verið tími breytinga og að finna sjálfa/sjálfan/sjálft sig, þá er álagið sem unglingar standa frammi fyrir í dag einstakt og stundum yfirþyrmandi. Það er allt frá streitu vegna skóla og lærdóms yfir í streitu vegna samfélagsmiðla. Svo að það sé hægt að skilja líf nútíma unglings þá krefst það sveigjanleika, aðlögunarhæfni og sterks stuðningsnets. Lesa meira “Hið flókna álag á unglingum í dag”
Tag: Unglingar
Útskúfun þeirra fullorðnu
Hvers vegna setjumst við ekki niður og tölum við unglingana okkar og fáum þeirra sýn á lífið og tilveruna? Spyrjum þau hvað þeim finnst og hvaða lausn þau finna á vanda okkar fullorðnu varðandi málefni sem þau varða? Við fullorðna fólkið erum allt of fljót að ákveða það að við þurfum að stjórna unglingunum og gæta þess að þau fari ekki ranga leið í lífinu. Með því að stjórna þeim í stað þess að leiðbeina og hlusta getum við líka eyðilagt fyrir þeim. Lesa meira “Útskúfun þeirra fullorðnu”
Félagsmiðstöð á faraldsfæti
Í kjölfar fordæmalausra atburða í nágrenni Grindavíkur hefur 3700 manna samfélag verið á hrakhólum í rúma fimm mánuði. Opnaðar hafa verið þjónustumiðstöðvar fyrir íbúa bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ og hafa íþróttafélög, Strætó auk annara aðila lagt sig fram við að tryggja grindvískum börnum aðgengi að áframhaldandi íþrótta – og tómstundastarfi. Félagsmiðstöðin Þruman, sem áður var starfrækt í Grindavík, er einn af þeim vinnustöðum Grindavíkurbæjar sem enn er á faraldsfæti og ríkir mikil óvissa um. Starfsfólk þess leggur sig allt fram til þess að halda starfinu gangandi á lausnarmiðaðan hátt.
Lesa meira “Félagsmiðstöð á faraldsfæti”
Berum virðingu fyrir öllum unglingum
Unglingar í ástarsorg og kvíðalyf
Ég hélt að mínar tilfinningasveiflur á unglingsaldri snerust mikið um uppgötvun sjálfsins, hvaða smekk ég hefði á tónlist og hvernig ,,týpa ég væri”. Dagbókarfærslur mínar segja hins vegar annað, þar sem mitt aðal umræðuefni voru strákarnir sem ég var hrifinn af, kærastar og óendurgoldin ást. Það getur verið vegna þess að tilfinningin að verða ástfangin kemur upp fyrst á unglingsárunum og sorgin sem fylgir því að hætta með kærasta getur verið yfirþyrmandi. Þegar ég var ellefu ára upplifði ég mína fyrstu ástarsorg. Ég var skotin í vini mínum sem hét Alban og fannst eins og hann væri líka skotinn í mér. Einn daginn dró hann mig afsíðis og spurði hvort ég vildi gera eitt fyrir hann.
Tónlistaiðkun í frítímanum
Ég heiti Nikola Čolić og er 21 árs diplómanemi í Háskóla Íslands og tala ég hér um tónlist og iðkun hljóðfæra og af hverju þau eru mikilvæg. Minn áhugi á tónlist byrjaði þegar ég var bara 8 eða 10 ára gamall og sá sem lét mig hlusta á tónlist var ýmist pabbi eða mamma en mamma tók tónlistina lengra til baka og lét mig hlusta á Queen og var það þá þegar ég fattaði að tónlist er eitthvað sem verður partur af mér að eilífu og byrjaði þá áhugi minn að hlusta á meiri tónlist en það sem mamma leyfði mér að hlusta á.