Samskipti milli þjálfara skipta sköpum

Íþróttir eru mjög vinsæll vettvangur á Íslandi. Flestir kannast við að hafa æft eða prófað einhverja íþrótt á sínum yngri árum. Sumir verða atvinnumenn, á meðan aðrir stunda þær til gamans. Þær veita félagsskap, hreyfingu og tækifæri til atvinnumennsku. Ég sjálf kannast við að æfa íþróttir á mínum yngri árum fram á unglingsárin. Ég æfði fótbolta og körfubolta samfleytt í 12-13 ár, ásamt öðrum íþróttum inn á milli. Í körfunnni og fótboltanum var ég farin að æfa upp fyrir mig með einum til tveimur flokkum. Það var frábært og mikil reynsla, en álagið sem fylgdi varð einum of mikið og það endaði með því að ég hætti í báðum greinunum. Bæði vegna meiðsla og andlegs álags. Lesa meira “Samskipti milli þjálfara skipta sköpum”

Forvarnir og íþróttaiðkun unglinga

Forvarnir eru mikilvægar fyrir alla hópa en sérstaklega mikilvægar fyrir unglinga. Forvarnir eru margþætta og gerast þó svo við tökum ekki eftir því. Félagsmiðstöðvar, foreldrar, vinir og sértæk forvarnafræðsla eru hluti af forvörnum sem unglingar fá á þessum aldri.  Ísland er að standa sig vel í þessum málum að mínu mati en það er alltaf hægt að gera betur.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á það, og við vitum það sennilega flest öll að,  íþróttaiðkun hefur gríðarlega mikið forvarnagildi, sérstaklega á unglingsaldri. Rannsóknir hafa sýnt að það er ólíklegra að þú sýnir áhættuhegðun ef þú stundar íþróttir. Lesa meira “Forvarnir og íþróttaiðkun unglinga”

Heilsufar unglinga í nútímasamfélagi

Mér finnst sífellt algengara að unglingar séu að greinast með kvíða og þunglyndi ungir og eiga erfitt með daglegt líf. Ég tel að það séu margar ástæður fyrir því sem tengjast þróun nútímasamfélagsins. Bailey og Burch (2006) segja að þunglyndi geti ýmist verið arfgengt eða þróast vegna þess að atburðir verða sem einstaklingum finnst þeir ekki ráða við. Þeir segja að í nútímasamfélagi sé þunglyndi algengasta geðröskunin og getur einstaklingur orðið þunglyndur einnig vegna einangrunar, tölvunotkunar eða hreyfingarleysis. Með þunglyndi fylgir oft kvíði sem lýsir sér þannig að einstaklingur er sífellt hræddur um að eitthvað slæmt muni gerast og finnur fyrir miklum ótta (Örn Bjarnason, 1999). Lesa meira “Heilsufar unglinga í nútímasamfélagi”

Ruslageymsla eða fjársjóðskista?

„Er félagsmiðstöð ekki bara svona staður sem unglingar hanga á?“ Er spurning sem að tómstunda- og félagsmálafræðinemar svara reglulega. Þá sérstaklega þau okkar sem starfa á slíkum stöðum. Félagsmiðstöð er vissulega staður sem unglingar koma og „hanga“ á, en það er bara svo margt annað sem að staðurinn getur gert fyrir þau. Sú alhæfing að unglingar geri ekki annað í félagsmiðstöðvum en að eyða tíma sínum þar er í besta falli móðgun og í versta falli niðurbrjótandi fyrir þá öflugu starfsemi sem fram fer innan félagsmiðstöðva.

Félagsmiðstöðvar eru nefnilega magnaðar að því leyti að þar þarf ekkert frekar að vera stanslaus dagskrá, þó það sé að sjálfsögðu skemmtilegra. Unglingarnir koma nefnilega líka til að eiga rólega stund og spjalla, þetta spjall er svo það sem getur skipt sköpum um hugmyndir þeirra um ýmislegt. Að setjast niður og spyrja starfsfólkið um málefni sem gæti verið erfitt að ræða við aðra er til dæmis mjög jákvætt. Samtölin fjalla yfirleitt um eitthvað léttvægt, svo sem tónlist, ferðalög, nám og annað í þeim dúr. En þau geta farið út í dýpri og erfiðari hluti, svo sem einelti, ofbeldismál og önnur erfið mál. Auk þess sem að forvitni þeirra um kynlíf og vímugjafa kemur reglulega fram.

Mjög mikilvægt er að starfsmenn séu tilbúnir til þess að taka þá umræðu og geta spjallað um öll málefni. Það er alls ekki gefið að unglingar hafi einstaklinga í sínu nærumhverfi sem þau treysta sér til að tala við um óþægileg málefni sem gerir það að verkum að unglingurinn gæti verið með vissar ranghugmyndir um viðkvæm málefni. Félagsmiðstöðin getur því verið griðastaður fyrir þá unglinga. Þau fá ráð auk þess sem að finna fyrir því að það séu einstaklingar sem vilja hlusta á þau.

Það að mæta í félagsmiðstöð er nefnilega val unglinganna, það er ekki skylda og það er enginn sérstakur tími sem þau verða að vera þar. Umhverfið þar er því eitthvað sem þeim sem mæta þangað líður vel í.

Augljóst er að unglingarnir græða mikið á því að mæta í félagsmiðstöðina. Þó er ástæðan ekki bara sú að þarna eiga þau sinn griðastað, heldur vegna þess að þau fá tækifæri til þess að uppgötva hæfileika sína. Dagskráin er yfirleitt frekar fjölbreytt sem leiðir til þess að unglingarnir fá tækifæri til þess að kynnast hlutum sem að þeim hefði ekki sjálfum dottið i hug.  Bæði eru viðburðir innan Samfés sem að hvetja unglinga til þess að taka þátt í tónlist, leiklist, dansi og hönnun  auk þess sem að þau fá oft tækifæri til þess að vera í ábyrgðarstöðum sem getur eflt sjálfstraust þeirra og sýnt þeim fram á að hæfileikar þeirra séu margvíslegir.

Því er mjög greinilegt að starfsemi félagsmiðstöðva er gríðarlega mikilvæg og nauðsynlegt er að efla það starf sem nú þegar er í boði. Auk þess þarf að auka þá viðburði sem eru í boði hjá Samfés til þess að ná til fleiri unglinga. Ljóst er að það er ástæða fyrir því að unglingastarf er eins vel sótt og það er og þess vegna má ekki líta á starfsemina sem tilgangslausan hangs stað. Þess heldur á að impra á því hvað það er margt gagnlegt og gera enn meira úr því sem að getur hjálpað unglingunum. Þeirra skoðanir, hæfileikar og viðhorf eru illa nýttur fjársjóður sem þarf að nýta mun betur. Félagsmiðstöðvar eru því faldar fjársjóðskistur sem þarf að gera sýnilegri og breyta viðhorfinu gagnvar þeim.

Ásthildur Guðmundsdóttir

Að missa tökin á tilverunni

Hvað verður til þess að unglingar missa tökin á tilverunni og fara að stunda áhættuhegðun ? Hvað er það sem ýtir undir það að unglingar vilji prófa fíkniefni, eru það fjölskylduaðstæður, hópþrýstingur, neikvæð líðan, lélegar forvarnir? Ég hef oft velt þessu fyrir mér vegna þess að ég hef þekkt til margra sem hafa ánetjast fíkniefnum og tekið ranga beygju í lífinu.

Það er einhver hluti unglinga sem eru á jaðrinum, eiga oft erfitt með að tengjast fólki og eignast vini, tjá sig ekki í skólanum og taka ekki þátt í félagslífi. Þessum unglingum líður oft illa og vita ekki hvernig á að vinna úr tilfinningum, þá leita þau oft í eitthvað til þess að flýja raunveruleikann til dæmis í tölvuleiki eða Lesa meira “Að missa tökin á tilverunni”

Hin hefðbundna leið

Ég velti því fyrir mér afhverju lang flest íslensk ungmenni fylgja hinni hefðbundnu leið þegar leiðir lífsins eru svo ótal margar. Það eru sem dæmi margir sem fara í menntaskóla eða framhaldsskóla sem eru einunigs miðaðir af því að klára stúdentspróf, en ekki verknám. Afhverju ætli það sé? Ég held það sé vegna þess að það er litið niður á það, ekki talið vera nógu töff. Flestir velja frekar Verzló fram yfir verknám í Borgarholtsskóla, klára stúdent í Verzló og fara svo í lögfræði, því það er svo töff, ekki endilega vegna þess að áhuginn liggur þar. Svo eru sumir sem klára grunnskólann, fara svo í framhaldsskóla og klára hann eftir nokkur ár. Ákveða síðan að fara strax í háskóla, án þess þó að vita nákvæmlega hvað þeir vilja læra eða gera í framtíðinni, eignast svo maka, skipta um nám nokkrum sinnum en klára þó námið á endanum, eignast börn og byrja svo þessa týpísku daglegu rútínu. Afhverju eru svona margir sem virkilega vilja fylgja þessari hefðbundnu leið? Lesa meira “Hin hefðbundna leið”