2017 árgerðin af unglingi

Unglingsárin hafa lengi verið þekkt sem erfiðasta tímabil einstaklings. Unglingurinn finnur að hann er að verða sjálfstæður einstaklingur, vill finna sjálfan sig og prófa sig áfram í lífinu. Á þessum tímamótum, þar sem hann er hvorki barn né fullorðinn, þá stendur hann oft á krossgötum. Með tilkomu sterkra eigin skoðana á þessum aldri þá vill unglingurinn oft ekki lúta öllu því sem fullorðna fólkið segir en á sama tíma veit unglingurinn oft ekki í hvorn fótinn er best að stíga. Sjálfstæðið rís í unglingnum og hann hafnar þá oft leiðsögn, þó hann þarfnist hennar.  Svo það er skiljanlegt að unglingsárin séu talið erfiðasta tímabil hvers einstaklings. Lesa meira “2017 árgerðin af unglingi”

Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?

Það er alltaf hægt að stoppa og hugsa, hvernig væri heimurinn ef þetta og hitt væri öðruvísi. Maður spyr sig hvort lífið væri betra, verra eða bara aðeins öðruvísi ef ýmislegt hefði aldrei gerst eða ef það myndi breytast.

Spurning sem leitar oft á okkur sem vinnum með ungu fólki er hvort líf unglinga væri öðruvísi ef samskiptamiðlar (facebook, instagram, snapchat ofl.) væru ekki partur af lífi þeirra. Hægt er að hugsa þetta fram og til baka án þess virkilega að maður átti sig á því hvernig líf þeirra væri öðruvísi. Ég tel þó ekki vitlaust að velta þessu fyrir sér. Hafa til að mynda samskipti unglinga breyst fyrir tilstilli samfélagsmiðla? Lesa meira “Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?”

Hvar á að geyma geðveikina?

Það er að verða mun algengara að börn og unglingar greinast með geðræna sjúkdóma í dag. Það er misjafnt eftir löndum hversu góð úrræðin eru fyrir þá einstaklinga. Þótt hér á landi hafi verið brugðist við úrræðum fyrir geðsjúk ungmenni á undanförnum árum,  þá er enn ansi langt í land að þau verði á þeim stað sem þau ættu að vera á. Úrræðin eru svakalega fá og á meðan fjölgar þeim ungmennum sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Úrræðaleysi stjórnvalda er talsvert og það þarf að gera varanlegar ráðstafanir áður en meiri skaði hlýst af. Lesa meira “Hvar á að geyma geðveikina?”

Það er svo mikið að gera hjá okkur!

Hafa unglingarnir okkar á litlu stöðunum úti á landi of mikið að gera? Það er upplifun mín þessa dagana.  Við erum alltaf að hafa áhyggjur af því að unglingunum okkar leiðist og við viljum það að sjálfsögðu ekki. En getur verið að það sé kannski of mikið að gera hjá þeim?  Unglingarnir komu með bón til mín í fyrir nokkrum vikum um það hvort ég væri til í að hafa bara félagsmiðstöð einu sinni í vikunni, fyrir krakkana í 8. – 10. bekk. ,,Því það er svo mikið að gera hjá okkur í þessari viku!!“    Lesa meira “Það er svo mikið að gera hjá okkur!”

Samskipti milli þjálfara skipta sköpum

Íþróttir eru mjög vinsæll vettvangur á Íslandi. Flestir kannast við að hafa æft eða prófað einhverja íþrótt á sínum yngri árum. Sumir verða atvinnumenn, á meðan aðrir stunda þær til gamans. Þær veita félagsskap, hreyfingu og tækifæri til atvinnumennsku. Ég sjálf kannast við að æfa íþróttir á mínum yngri árum fram á unglingsárin. Ég æfði fótbolta og körfubolta samfleytt í 12-13 ár, ásamt öðrum íþróttum inn á milli. Í körfunnni og fótboltanum var ég farin að æfa upp fyrir mig með einum til tveimur flokkum. Það var frábært og mikil reynsla, en álagið sem fylgdi varð einum of mikið og það endaði með því að ég hætti í báðum greinunum. Bæði vegna meiðsla og andlegs álags. Lesa meira “Samskipti milli þjálfara skipta sköpum”

Forvarnir og íþróttaiðkun unglinga

Forvarnir eru mikilvægar fyrir alla hópa en sérstaklega mikilvægar fyrir unglinga. Forvarnir eru margþætta og gerast þó svo við tökum ekki eftir því. Félagsmiðstöðvar, foreldrar, vinir og sértæk forvarnafræðsla eru hluti af forvörnum sem unglingar fá á þessum aldri.  Ísland er að standa sig vel í þessum málum að mínu mati en það er alltaf hægt að gera betur.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á það, og við vitum það sennilega flest öll að,  íþróttaiðkun hefur gríðarlega mikið forvarnagildi, sérstaklega á unglingsaldri. Rannsóknir hafa sýnt að það er ólíklegra að þú sýnir áhættuhegðun ef þú stundar íþróttir. Lesa meira “Forvarnir og íþróttaiðkun unglinga”