Samskipti milli þjálfara skipta sköpum

Íþróttir eru mjög vinsæll vettvangur á Íslandi. Flestir kannast við að hafa æft eða prófað einhverja íþrótt á sínum yngri árum. Sumir verða atvinnumenn, á meðan aðrir stunda þær til gamans. Þær veita félagsskap, hreyfingu og tækifæri til atvinnumennsku. Ég sjálf kannast við að æfa íþróttir á mínum yngri árum fram á unglingsárin. Ég æfði fótbolta og körfubolta samfleytt í 12-13 ár, ásamt öðrum íþróttum inn á milli. Í körfunnni og fótboltanum var ég farin að æfa upp fyrir mig með einum til tveimur flokkum. Það var frábært og mikil reynsla, en álagið sem fylgdi varð einum of mikið og það endaði með því að ég hætti í báðum greinunum. Bæði vegna meiðsla og andlegs álags. Lesa meira “Samskipti milli þjálfara skipta sköpum”