Bætt samskipti – Betri heimur

Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir

„Það er miðvikudagskvöld og ég er að labba heim úr félagsmiðstöðinni. Palli og Gummi eru á rúntinum. Þeir stoppa bílinn og bjóða mér far. Ég á ekki langt labb eftir heim, en það er rigning úti svo ég þigg farið. Ég sest aftur í. Gummi kemur strax í aftursætið og segir „Ég ætla að ríða þér!“ Þeir rúnta fáfarinn veg á meðan Gummi gerir akkúrat það, og skila mér svo á sama stað og þeir pikkuðu mig upp. Ég geng heim. Segi engum frá. Ég er 15 ára stúlka.“

 „Það er miðvikudagskvöld og ég er að labba heim úr félagsmiðstöðinni. Fimm strákar elta mig uppi og ráðast á mig. Þeir berja mig og sparka í mig. Kalla mig öllum illum nöfnum. Hlæja. Taka það upp á símana sína og senda á vini sína. Fara svo þegar þeir hafa fengið nóg. Ég geng heim. Segi engum frá. Ég er 15 ára strákur.“ Lesa meira “Bætt samskipti – Betri heimur”

„Hvað meinaru?“

Er spurning sem ég er farin að fá oftar og oftar, og áherslan á „hvað meinaru“ ? verður sterkari og háværari með hækkandi unglingsaldri barnanna minna. Byrjaði sem saklaust „ha“? Þegar börnin voru rétt að byrja að tala, þá var „ha“ oftast svarið sem ég fékk við nánast öllu. „Af hverju“ orðasamsetningin kom svo á eftir „ha“ tímabilinu. Meira segja þegar þau vissu vel „af hverju“ þá var það eins og einhver þörf hjá þeim að bæta við „af hverju“? Lesa meira “„Hvað meinaru?“”

Skjárinn eða upplifun?

Þegar maður var sjálfur ungur var maður mikið að leika sér úti með vinum sínum. Dagskráin hjá manni var alltaf sú sama, það var skóli, æfing, borða og svo út að leika sér með vinum sínum að lenda í allskonar ævintýrum í allskonar veðrum.  Krakkar í dag hafa aðeins öðruvísi dagskrá, en þeirra dagskrá lítur einhvern veginn svona út skóli: Æfing, borða og svo beint í tölvuna, sjónvarpið eða símann.  Það skiptir ekki máli hvaða veður er úti, unga fólkið vill frekar vera inni að horfa á eitthvað spennandi eða spila einhverja tölvuleiki. Þá fer maður að spyrja sig, er unga fólkið að missa af öllum þeim ævintýrum sem að þau hefðu getað átt á sínum unga aldri með því að hanga fyrir framan tölvuskjáinn alla daga og allar nætur alla daga ársins? Er tölvunotkun að koma í veg fyrir að krakkar fari út og styrki vinasambönd milli sín og vina sinna? Lesa meira “Skjárinn eða upplifun?”

Orð særa

Það hafa líklega allir fengið að heyra þá huggun að vera ekki að hlusta á þetta, þau meina ekkert með þessu. Ég myndi halda að flest allir gætu tengt við þessa setningu sama á hvaða aldri þeir eru. Öll höfum við lent í þessum aðstæðum á einhverjum tímapunkti. Þó svo að maður ætli sér ekki að taka orðin inn á sig þá gerir maður það ósjálfrátt. Fyrir börn og unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu og verða að sjálfstæðum einstaklingum geta þessi orð skipt gífurlega miklu máli. Lesa meira “Orð særa”

Að vera vinur er ekkert grín

Lesandi góður, ég veit ekki með þig en lengi vel hef ég velt því fyrir mér hvernig áhrif ég hef á fólkið í kringum mig. Er gagn af nærveru minni og hverju skilar hún? Gef ég af mér jafn mikið og ég raunverulega vil? Flestir vilja hafa góð áhrif á fólkið í kringum sig og vera góðar fyrirmyndir en það krefst áreynslu. Ég reyni að vera meðvituð um hvað það er sem ég gef frá mér og hvernig ég hátta samskiptum mínum við annað fólk. Ég velti mikið fyrir mér samskiptum á milli ungmenna. Er eitthvað sem við sem fyrirmyndir yngra fólks getum gert í okkar samskiptum til að miðla því áfram til unglinganna okkar?   Lesa meira “Að vera vinur er ekkert grín”

Unglingurinn og netið – Hvert er vandamálið?

Ungdómurinn virðist alltaf vera að fara til andskotans af mismunandi ástæðum gegnum tíðina. Þegar ég var unglingur þá bar þar hæst klæðaburður, unglingadrykkja, miðbærinn og útivistartímar. Við klæddumst upp til hópa öllu svörtu, í svo rifnum buxum að þær héldust saman á voninni einni saman og litum helst út fyrir að vera meðlimir í einhvers konar sértrúarsöfnuði. Við byrjuðum mörg að drekka áfengi strax eftir fermingu og aðal samverustaður okkar voru sjoppurnar og miðbærinn um helgar. Foreldrar voru það ráðalausir á þessum tíma að það var ekkert gert og þetta fékk að viðgangast. Í dag er það netnotkun ungdómsins sem gerir fólk ráðalaust. Það eru skrifaðar allskyns greinar um afleiðingar of mikillar netnotkunar þar sem netið er ljóti kallinn. Það er skrifað um áhrifin á andlega, líkamlega og félagslega heilsu ungs fólks, en að mínu mati er lítið talað um farsælar lausnir í þessu sambandi heldur einungis afleiðingar.

Lesa meira “Unglingurinn og netið – Hvert er vandamálið?”