Skjárinn eða upplifun?

Þegar maður var sjálfur ungur var maður mikið að leika sér úti með vinum sínum. Dagskráin hjá manni var alltaf sú sama, það var skóli, æfing, borða og svo út að leika sér með vinum sínum að lenda í allskonar ævintýrum í allskonar veðrum.  Krakkar í dag hafa aðeins öðruvísi dagskrá, en þeirra dagskrá lítur einhvern veginn svona út skóli: Æfing, borða og svo beint í tölvuna, sjónvarpið eða símann.  Það skiptir ekki máli hvaða veður er úti, unga fólkið vill frekar vera inni að horfa á eitthvað spennandi eða spila einhverja tölvuleiki. Þá fer maður að spyrja sig, er unga fólkið að missa af öllum þeim ævintýrum sem að þau hefðu getað átt á sínum unga aldri með því að hanga fyrir framan tölvuskjáinn alla daga og allar nætur alla daga ársins? Er tölvunotkun að koma í veg fyrir að krakkar fari út og styrki vinasambönd milli sín og vina sinna? Lesa meira “Skjárinn eða upplifun?”

Að vera vinur er ekkert grín

Lesandi góður, ég veit ekki með þig en lengi vel hef ég velt því fyrir mér hvernig áhrif ég hef á fólkið í kringum mig. Er gagn af nærveru minni og hverju skilar hún? Gef ég af mér jafn mikið og ég raunverulega vil? Flestir vilja hafa góð áhrif á fólkið í kringum sig og vera góðar fyrirmyndir en það krefst áreynslu. Ég reyni að vera meðvituð um hvað það er sem ég gef frá mér og hvernig ég hátta samskiptum mínum við annað fólk. Ég velti mikið fyrir mér samskiptum á milli ungmenna. Er eitthvað sem við sem fyrirmyndir yngra fólks getum gert í okkar samskiptum til að miðla því áfram til unglinganna okkar?   Lesa meira “Að vera vinur er ekkert grín”