Hvernig nýtist námið fyrir tómstunda- og félagsmálafræðing?

Frítíminn er tíminn sem við eigum hvað mest af, tíminn sem við notum þegar við hittum vini, horfum á sjónvarpið eða jafnvel þegar við burstum tennurnar. Í raun og veru allur sá tími sem við verjum í lífi okkar utan svefns og vinnu. Þá er bara spurningin hvað þú ert að gera í frítímanum þínum? Hver hefur ekki heyrt einhvern segja „þessi, hann gerir ekki neitt annað en að spila tölvuleiki“ eða „hún er bara alltaf í símanum“. Það þarf ekki að líta lengra en í sinn eigin barm, til að sjá hvort maður sé að nýta þennan tíma í eitthvað uppbyggilegt eða ekki. Lesa meira “Hvernig nýtist námið fyrir tómstunda- og félagsmálafræðing?”

Orð særa

Það hafa líklega allir fengið að heyra þá huggun að vera ekki að hlusta á þetta, þau meina ekkert með þessu. Ég myndi halda að flest allir gætu tengt við þessa setningu sama á hvaða aldri þeir eru. Öll höfum við lent í þessum aðstæðum á einhverjum tímapunkti. Þó svo að maður ætli sér ekki að taka orðin inn á sig þá gerir maður það ósjálfrátt. Fyrir börn og unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu og verða að sjálfstæðum einstaklingum geta þessi orð skipt gífurlega miklu máli. Lesa meira “Orð særa”

Hópastarf og samvinna

einar_rafnFrítíminn brá sér á starfsdaga SAMFÉS á Úlfljótsvatni nú í september. Meðal margra áhugaverðra erinda þar var erindi Einars Rafns Þórhallssonar, tómstunda- og félagsmálafræðings og framhaldsskólakennara, um samvinnu í hópum. Frítíminn króaði Einar af og spurði hann nánar út í erindið og áhuga hans á hópafræðunum.

Lesa meira “Hópastarf og samvinna”