Útlitsdýrkun ungra kvenna á Íslandi

Útlitsdýrkun á íslandi hefur farið sívaxandi síðustu ár og hafa samfélagsmiðlar mikil áhrif á ungar konur. Rannsóknir hafa sýnt að ungar konur séu almennt mjög ónægðar með líkamsímynd sína og eru bæði stórir samfélagsmiðlar og fjölmiðlar að ýta undir þessa óheilbrigðu líkamsímynd.  Flestar auglýsingar sem eru gefnar út, ýta mikið undir að konur eiga að vera miklu grennri en þær eru í raun og veru. Einnig hafa þær verið mikið „photoshoppaðar“ sem fer beint í ungar stelpur og stráka sem hefur mikil áhrif á þau.

Hvað er „útlitsdýrkun“?

Hugtakið Útlitsdýrkun getur verið svo mikið, en þá sérstaklega er talað um ákveðið vaxtarform á stúlkum sem getur verið mikil tískubylgja. Þessi útlitsdýrkun hjá ungum einstaklingum er mjög óholl, þá bæði á andlegu hliðina og líkamlega. Einstaklingar eru alltaf að bera sig saman við eitthvað sem þeir eru ekki, vilja breyta sjálfum sér og eru ekki þeir sjálfir. Það er hrikalega slæmt og þá sérstaklega þegar samfélagsmiðlarnir eru orðnir svo áhrifamiklir.

Stórir samfélagsmiðlar sem hafa sterk áhrif á útlitsdýrkun

Instagram er með stærstu samfélagsmiðlum í heiminum í dag. Hvaða einstaklingur sem er getur stofnað sinn eigin aðgang og sett sínar myndir sem hægt er að breyta og deila með öllu internetinu. Þegar ég tala um að breyta þeim, þá meina ég filtera þær. Sem á að gera myndirnar „flottari“. Instagram virkar þannig, að þeir sem eru með þig á sinni síðu geta „like-að“ þær. Sama virkar með facebook, þú færð þessi „likes“ sem hækkar sjálfstraustið þitt og vilt alltaf líta sem best út á þessari mynd sem fólk er að „læka“ hjá þér. Það er einhvað við þessi „likes“ að ungir einstaklingar vilja fá þau sem flest, því annars geta þau farið í kerfi og liðið illa og vilja bara eyða myndinni sinni. Það er hrikalega sorglegt hvað einn lítill takki á netinu getur hafti mikil áhrif. Þessir tveir stórir samfélagsmiðlar eru með miklar auglýsingar sem ungar stúlkur/strákar líta á, bera sig saman við og vilja breyta sér. Flestar af þessum auglýsingum eru ekki einu sinni sannar og ekkert við myndina sem þau sjá er sönn.

Auglýsingar og rannsóknir

Flestar konur sem leika í auglýsingum eða sitja fyrir eru ekki með neina galla á sér. Má nefna að frá árinu 1970 hefur orðið alveg 60% aukning af þessum auglýsingum þar sem þessar konur eru í þessum ákveðnu ‘’Punthlutverkum’’ og bendir auglýsingin frekar á útlit konu heldur en á eitthvað annað. Þær eiga að vera fullkomnar sem fer beint í einstaklinginn sem heldur að svona eigi maður að líta út. Þetta lækkar sjálfstraustið þeirra alveg gríðarlega.

Síðan að internetið kom hafa meira en milljóna vefsíðna verið búnar til um allan heim og hefur verið meira en 50% aukning af átröskunarsjúkdómum, frá árinu 1970. Sem er frekar mikil prósenta og er að valda miklum áhyggjum.  Eigindlegar og megindlegar rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlar stuðla að neikvæðri líkamsímynd og ýtir undir átröskunarsjúkdóma. Einstaklingar þrá að vera grannir og er mikil hræðsla við að fitna.

Í lokin

Útlistdýrkun er einhvað sem er ekki hægt að stoppa en það er hægt að minnka hana.  Miðað við þær byltingar sem eru að koma upp núna og fer sífjölgandi er örugglega að hægt að minnka þessa dýrkun mjög mikið.

Guðný Lilja Pálsdóttir

Eru samfélagsmiðlar að ræna sjálfsmynd unglinga?

Samfélagsmiðlar eru orðnir að sjálfsögðum hlut í lífi flestra og eru unglingar þar engin undantekning. Unglingar eru mjög virkir notendur á samfélagsmiðlum og eyða þeir miklum tíma á þeim. Vegna þessa velti ég því fyrir mér hvort það sé gott fyrir sjálfsmynd þeirra. Vinsælustu samfélagsmiðlarnir sem unglingar nota í dag eru Facebook, Snapchat, Instagram og Twitter. Það er ótrúlegt að sjá hvað það er mikið af unglingum sem eru undir áhrifum samfélagsmiðla og hvaða slæmu áhrif það getur haft á þau. Mótun sjálfsmyndar hjá unglingum getur verið mjög flókin og margir hlutir spila þar inní. Lesa meira “Eru samfélagsmiðlar að ræna sjálfsmynd unglinga?”

2017 árgerðin af unglingi

Unglingsárin hafa lengi verið þekkt sem erfiðasta tímabil einstaklings. Unglingurinn finnur að hann er að verða sjálfstæður einstaklingur, vill finna sjálfan sig og prófa sig áfram í lífinu. Á þessum tímamótum, þar sem hann er hvorki barn né fullorðinn, þá stendur hann oft á krossgötum. Með tilkomu sterkra eigin skoðana á þessum aldri þá vill unglingurinn oft ekki lúta öllu því sem fullorðna fólkið segir en á sama tíma veit unglingurinn oft ekki í hvorn fótinn er best að stíga. Sjálfstæðið rís í unglingnum og hann hafnar þá oft leiðsögn, þó hann þarfnist hennar.  Svo það er skiljanlegt að unglingsárin séu talið erfiðasta tímabil hvers einstaklings. Lesa meira “2017 árgerðin af unglingi”

Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?

Það er alltaf hægt að stoppa og hugsa, hvernig væri heimurinn ef þetta og hitt væri öðruvísi. Maður spyr sig hvort lífið væri betra, verra eða bara aðeins öðruvísi ef ýmislegt hefði aldrei gerst eða ef það myndi breytast.

Spurning sem leitar oft á okkur sem vinnum með ungu fólki er hvort líf unglinga væri öðruvísi ef samskiptamiðlar (facebook, instagram, snapchat ofl.) væru ekki partur af lífi þeirra. Hægt er að hugsa þetta fram og til baka án þess virkilega að maður átti sig á því hvernig líf þeirra væri öðruvísi. Ég tel þó ekki vitlaust að velta þessu fyrir sér. Hafa til að mynda samskipti unglinga breyst fyrir tilstilli samfélagsmiðla? Lesa meira “Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?”

Hætturnar leynast víða

Þegar ég var á mínum unglingsárum voru samfélagsmiðlar ekki jafn stórir og þeir eru í dag. Snapchatt, Instagram og Facebook eru þeir samfélagsmiðlar sem eru mest notaðir af unglingum árið 2017. Þetta geta vissulega verið hættulausir miðlar en hætturnar leynast þó víða. Tökum snapchatt sem dæmi, Snapchatt er smáforrit sem snýst um það að senda stutt myndbönd eða myndir á milli einstaklinga. Manneskjan sem að fær myndbandið/myndirnar getur aðeins skoðað efnið í stutta stund (max 10 sek) og svo hverfur mynbandið/myndin. Lesa meira “Hætturnar leynast víða”