Hvar er kynfræðslan?

 

Þegar kemur að kynlífi eru allar umræður mjög viðkvæmar á unglingsárunum. Þetta er aldurinn þar sem vangavelturnar byrja og spurningarnar kvikna. En hver á að svara þessum spurningum þegar unglingurinn þorir ekki að spyrja? Hver einasti fullorðni einstaklingur hefur verið í þessum sporum og ætti þess vegna að vita að það er þörf á kynfræðslu fyrir unglingana á þessum aldri. Unglingar eru forvitnir og þá vantar svör við spurningunum sem þau hafa. En þegar þau fá ekki kynfræðslu í skólanum og kannski ekki frá foreldrum heldur, hvert leita þau þá? Jú, auðvitað á netið þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar. Lesa meira “Hvar er kynfræðslan?”

Kynlíf og unglingar!

Flestir byrja að stunda kynlíf einhvern tíman. Aldurinn á unglingum sem byrja að prófa sig áfram í kynlífi fer alltaf minnkandi og talið er að unglingar séu byrjaðir að stunda kynlíf í kringum 15 ára aldur. Kynlíf er farið að verða sjálfsagðari þáttur hjá unglingum á þessum aldri. Tækni nútímans færir kynlífið heim að dyrum með öllum þessum snjalltækjum, öppum, vefsíðum og stöðugu nútíma áreiti.

Foreldar þurfa að vera meðvitaðri um það sem er að gerast í heiminum í dag og reyna því að tala við börnin sín, kenna þeim hvað sé heilbrigt kynlíf og vera á undan tækninni áður en það er orðið of seint. Ábyrgðarlaust kynlíf er alls ekki hættulaust og því þurfa unglingar kynfræðslu, því kynfræðslan færir þá í átt að ábyrgðarfyllra kynlífi og ábyrgðarfyllri ákvörðunum. Í dag greinist fólk reglulega með kynsjúkdóma og fóstureyðingar orðnar margar. Lesa meira “Kynlíf og unglingar!”

Fyrsta skiptið – Ánægja eða kvöð?

Þegar ég var unglingur skipti það mestu máli af öllu fyrir mann að passa í hópinn, vera hluti af heildinni, gera eins og hinir, hvort sem um var að ræða stórt eða smátt. Þannig var það og þannig er það sjálfsagt enn, líka þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðanir sem geta haft áhrif á allt lífið, eins og til dæmis hvenær á að sofa hjá í fyrsta sinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort margir unglingar upplifi það að vilja klára fyrsta skiptið sitt af til þess að falla í hópinn.

Ég pældi ekki mikið í fyrsta skiptinu fyrr en nokkrar stelpur í mínum árgangi voru búnar að sofa hjá í fyrsta skipti. Þá vaknaði auðvitað forvitnin og umræður um hvernig þetta allt væri. Þó að klámvæðingin hafi ekki verið eins mikil þá og hún er nú þá mótaði hún að einhverju leyti hugmyndir um það hvernig þetta átti allt að ganga fyrir sig og hvernig báðar manneskjur áttu að haga sér.

Lesa meira “Fyrsta skiptið – Ánægja eða kvöð?”

Siggu Dögg kynfræðing í grunnskólana

drofn freysdottirKynfræðsla unglinga er ákaflega mikilvæg. Það er virkilega áríðandi að þau fái kynfræðslu áður en þau fara að þreifa sig áfram í kynlífi og að þau viti hvað er að gerast hjá þeim við kynþroskann og allar þær tilfinningar sem þau eru að upplifa á unglingsárunum. Það er frekar seint í rassinn gripið að fræða unglinga um getnaðarvarnir þegar barn er komið undir eða þau komin með kynsjúkdóma. Kynfræðsla er ekkert nema forvarnir. Þau þurfa að fá fræðslu um allar þessar langanir og tilfinningar sem þau hafa og þau þurfa að vita að þessar hugsanir og tilfinningar séu ósköp eðilegar en ekki afbrigðilegar, sem mörgum finnst þar sem að þetta er allt svo mikið tabú.  Þau þurfa að vita hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað sé afbrigðilegt kynlíf, hvaða getur fylgt því s.s. kynsjúkdómar og að það sem sýnt er í klámmyndum er ekki kynlíf. Lesa meira “Siggu Dögg kynfræðing í grunnskólana”

Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!

ivar orri aronssonKynfræðsla, ekki kynhræðsla! Þetta voru upphafsorð Eyrúnar Magnúsdóttur, fulltrúa í Ungmennaráði Laugardals og Háaleitis, á borgarstjórnarfundi á dögunum. Þar kom hún fyrir borgarstjórn og lagði fram tillögu að aukinni kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar. Fyrir nokkrum vikum birtist grein í Fréttatímanum þar sem tekið var viðtal við nokkra nemendur í efstu bekkjum grunnskóla um kynfræðslu. Viðmælendur töldu kynfræðsluna vera til skammar, kennslubókin sem notast er við er 18 ára gömul og úrelt. Viðmælendur rifjuðu upp hversu oft þau hafa fengið kynfræðslu og töldu upp 2 skipti, í 6. bekk og síðan í 9. bekk. Einn viðmælandi sagðist hafa lært meira á svokölluðu Tabú kvöldi í félagsmiðstöðinni sinni en í kynfræðslu í skólanum. Þar gátu krakkarnir skrifað nafnlausar spurningar og vangaveltur á miða og síðan var tekin umræða um það með öðrum unglingum og starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar. Lesa meira “Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!”