Tónlistaiðkun í frítímanum

Ég heiti Nikola Čolić og er 21 árs diplómanemi í Háskóla Íslands og tala ég hér um tónlist og iðkun hljóðfæra og af hverju þau eru mikilvæg. Minn áhugi á tónlist byrjaði þegar ég var bara 8 eða 10 ára gamall og sá sem lét mig hlusta á tónlist var ýmist pabbi eða mamma en mamma tók tónlistina lengra til baka og lét mig hlusta á Queen og var það þá þegar ég fattaði að tónlist er eitthvað sem verður partur af mér að eilífu og byrjaði þá áhugi minn að hlusta á meiri tónlist en það sem mamma leyfði mér að hlusta á.

Lesa meira “Tónlistaiðkun í frítímanum”

Hvað má segja við börnin okkar og hvað ekki?

Fyrir stuttu kom út heimildarmynd á Sjónvarpi Símans sem ber nafnið „Hækkum rána” og hefur samfélagið skipt sér í tvær fylkingar með það hvað þeim finnst um þjálfarann, Brynjar Karl, og hans þjálfunaraðferðir, hvort þeim finnist hann vera að standa sig vel eða að hann sé með allt niðrum sig. Myndin fjallar um réttindabaráttu 8-13 ára stúlkna sem vilja breyta kvennaflokkum í körfubolta á Íslandi, þar sem aðaláherslan var sú að þær vildu fá að keppa við stráka en KKÍ (Körfuknattleikssamband Íslands) vildi ekki leyfa það þar sem íþróttamótunum er haldið kynjaskipt.

Eftir að ég horfði myndina gat ég ekki hætt að hugsa um hana, en ekki af því að ég er sammála eða ósammála öllu því sem er gert og sagt í myndinni, heldur finnst mér sumt gott og annað slæmt. Það sem liggur mér mest á hjarta er talsmátinn í Brynjari Karli, en hann segir meðal annars við eina stelpuna að taka hausinn út úr rassgatinu á sér, að hætta að grenja þegar ung stelpa er í kvíðakasti og segir stelpunum að æfa sig í að segja ljót orð við hvora aðra, ruslatal eins og hann kallar það sjálfur og er það gert til þess að valdefla þær.

Það sem ég velti líka fyrir mér er hver tilgangurinn sé með því að þær vilja keppa við stráka, orðrómurinn hingað til hefur verið sá að strákar séu betri í boltaíþróttum og vilja þær sýna að svo sé ekkert endilega. En hver er þá tilgangurinn að vilja keppa við þá sem eru ekkert endilega betri? Hvað ef þær hefðu tapað og strákarnir þá fengið hærri stall og þá ranghugmynd að þeir séu betri? Væri ekki hægt að taka æfingaleiki til að útkljá þann ágreining sem komið hefur upp um hvort kynið sé betra í staðin fyrir að vilja fara með þetta í gegnum KKÍ? KKÍ þarf ekki að eiga lokaorðið, hægt er að fá dómara, fólk á ritaraborðið og spilað leik þar sem stig koma fram og skrifuð er skýrsla í þríriti ef það er það sem bæði liðin vilja.

Nú hef ég sjálf æft körfubolta, unnið með börnum og unglingum og á sjálf barn, ég man ekki eftir því að hafa heyrt fullorðinn einstakling sem börnin líta upp til og bera virðingu fyrir segja þessi orð við börn og unglinga. En af hverju ekki? Þau munu hvort sem er fá að heyra ljót orð sögð við sig einhvern tímann á lífsleiðinni, þannig að af hverju ekki að byrja bara nógu snemma að kenna börnum og unglingum að svara fyrir sig eða hunsa það? Mín skoðun er sú að hægt er að valdefla stúlkur, drengi og börn yfir höfuð á margan annan hátt en að öskra á þau og láta ljót orð falla til þeirra og um þau. Hægt er að valdefla með virðingu og vinsemd og vera þar af leiðandi fyrirmynd um hvernig komið er fram við aðra einstaklinga. Einnig er það mín skoðun að þjálfari er ekki bara þjálfari þegar hópurinn er á þessum aldri, þjálfarinn er fyrirmynd þeirra og hefur meiri áhrif á líf þeirra, gjörðir og hugsunarhátt, en þeir gera sér grein fyrir og ættu að taka það til umhugsunar áður en þeir láta stóru orðin falla.

Kristjana Ósk

 

Tíminn fyrir framan skjáinn

Unglingar í dag eyða mun meira af tímanum sínum fyrir framan skjáinn en gert var áður fyrr. Nú er ekki lengur bara sjónvarp í boði heldur eru það líka snjallsímar, spjaldtölvur, leikjatölvur og margt meira. Á þessum tækjum er svo ótrúlega fjölbreytt val af ,,afþreyingu” í boði fyrir unglingana og má þar á meðal nefna TikTok, Snapchat og Youtube. En vita unglingarnir og foreldrarnir hvað þessi aukni skjátími þýðir fyrir þau eða hvaða áhrif þetta hefur á heilsu þeirra? Margar rannsóknir bæði íslenskar og erlendar hafa kannað áhrif tölvunotkunar á andlega vellíðan og líkamlega heilsu unglinga og hafa þær flestar einblínt á slæmar hliðar of mikillar tölvunotkunar en þrátt fyrir það þarf tölvunotkun ekki að vera alslæm. Lesa meira “Tíminn fyrir framan skjáinn”

Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda

Sem barn upplifði ég einelti af hálfu nokkurra bekkjarfélaga minna og hafði það slæm áhrif á mig andlega og braut niður sjálfsmynd mína. Mér fannst ég lítils virði og ómerkileg og vildi helst vera ósýnileg. Ég átti mjög erfitt með að tjá mig og var mjög feimin. Á unglingsaldri fór ég að læra leiklist. Þar lærði ég að opna mig, fór út fyrir þægindarammann, eignaðist vini og fór aftur að trúa á sjálfa mig. Leiklistin hafði mikil áhrif á líf mitt og tel ég að ef að ég hefði ekki kynnst þessari jákvæðu tómstund á þessum erfiða tíma í lífi mínu hefði ég átt erfiðari unglingsár og sjálfsmynd mín hefði eflaust verið mun verri í dag. Á unglingsárum er maður að þroska sjálfsmynd sína. Margir þættir geta haft slæm áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og má þar t.d. nefna einelti, fátækt, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. Lesa meira “Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda”

Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?

Tómstundir eru skilgreindar á margvíslegan hátt en ekki eru allir fræðimenn sammála um hvernig best sé að skilgreina þær, þó ættu flestir að vera kunnugir orðinu tómstundir og geta gert grein fyrir því í stuttu máli hvað það gengur út á.  Aftur á móti eru flestir sammála um mikilvægi tómstunda bæði fyrir börn og unglinga. Tómstundir eru mikilvægar fyrir bæði börn og ungmenni því þær draga til að mynda úr kvíða, vanlíðan og þunglyndi. Það kemur oft upp í huga minn hvort ungmenni viti hvað tómstundir ganga út á og af hverju þau kjósi að stunda tómstundir. Hvað er það sem helst skiptir máli þegar kemur að tómstundum? Lesa meira “Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?”

  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?

Tengsl á milli foreldra og barns virðast skipta miklu máli fyrir framtíð hvers og eins og hvernig við mótumst sem fullorðnir einstaklingar, til dæmis hvernig við hegðum okkur og hvaða gildi við höfum. Í barnæsku er mikilvægt að mynduð séu sterk tengsl á milli foreldra og barns svo að barnið muni þróa með sér góða sjálfsmynd. Ef slík tengsl eru ekki mynduð vegna skorts á getu til að sýna umhyggju er meiri hætta á að seinna meir muni barnið leiðast út í óæskilega hegðun. Foreldrar eða forráðamenn sem hafa ekki tök né yfirsýn á hvaða skyldur þau hafa ná oft á tíðum ekki að sinna skyldum sínum þegar kemur að uppeldi barna sinna. Lesa meira ”  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?”