Unglingar eiga það besta skilið

ornarnarsonTómstundir fyrir unglinga eru fjölbreyttar og öruggt að þeir finna eitthvað við sitt hæfi í þeim aragrúa viðfangsefna sem félagsmiðstöðvar bjóða þeim uppá. Margir kjósa íþróttir og tónlistarnám meðfram skyldunámi en aðrir velja sér þá leið að stunda félagsmiðstöð. Enn aðrir fara svo í skátana, björgunarsveitir eða jafnvel æskulýðsstarf kirkjunnar. Lesa meira “Unglingar eiga það besta skilið”

Áhrif samskiptamiðla á sjálfsmynd unglinga

sonja lindMálefni sem hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið er sjálfsmynd unglinga og þau áhrif sem samskiptamiðlar og aukin notkun á þeim hefur á hana. Sjálfsmyndakrísa er vissulega ekki nýtilkominn vandi á unglingsárunum en samskiptamiðlarnir eru tiltölulega nýlegir og í dag er það stór undantekning ef unglingur notast ekki við slíka miðla. Með samskiptamiðlum er átt við forrit á borð við Facebook, Instagram og Snapchat, en þetta eru nokkrir best þekktu samskiptamiðlarnir úr þeim hafsjó sem í boði er. Lesa meira “Áhrif samskiptamiðla á sjálfsmynd unglinga”

Listgreinar í grunnskóla

ingibjorg olafsMikil áhersla er lögð á sköpun í Aðalnámskrá grunnskóla sem kórónast í sérstökum grunnþætti tileinkuðum sköpun. Þar kemur fram að sköpun byggi á gagnrýnni hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika og því skipti sköpunarferlið ekki síður máli en afrakstur verksins. Listgreinar eru til þess ætlaðar að opna víddir þar sem sköpunargleði barna og unglinga fær að njóta sín. Þá segir í námskránni að sköpun sé mikilvægur grunnur að því að horfa til framtíðar og móta sér framtíðarsýn, taka þátt í mótun lýðræðissamfélags og skapa sér hlutverk innan þess. Í Aðalnámskrá eru lögð fram sérstök hæfniviðmið fyrir fjórar megin listgreinar, þ.e. dans og leiklist, sjónlistir og tónmennt. Þar er undirstrikað mikilvægi þessara greina í undirbúningi nemenda til þátttöku í samfélagi. Lesa meira “Listgreinar í grunnskóla”

Hagó/Való – Való/Hagó

gissur ariValhúsaskóli og Hagaskóli eru gagnfræðaskólar sem eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, Hagaskóli í Vesturbænum í Reykjavík og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi. Þetta eru nágrannaskólar og hefur verið nettur rígur þeirra á milli allt frá því að Valhúsaskóli var stofnaður, árið 1974. Ástæðan fyrir þessum ríg er að mínu mati fyrst og fremst sú staðreynd að í þessum hverfum eru tvö íþróttafélög, Grótta og KR. Það er innstimplað í Vesturbæinga og Seltirninga strax á barnsaldri að þegar þessi lið mætast viltu ekki bíða lægri hlut. Þó svo að Grótta og KR séu ekki að keppa mikið hvort við annað í meistaraflokkum félaganna, þar sem KR hefur talsvert betra fótboltalið en Grótta og Grótta hefur yfirhöndina í handboltanum. Á hverju ári mætast þessir skólar á Hagó-Való deginum og keppa þar í hinum ýmsu íþróttagreinum þar sem ekkert er gefið eftir. Lesa meira “Hagó/Való – Való/Hagó”

Hvert er stefnan sett eftir grunnskóla?

saga steinsenÞá er runninn upp sá tími þar sem margir ef ekki flestir unglingar í 10 bekkjum grunnskólanna eru farnir að íhuga stóru spurninguna sem skellur á þeim á loka önninni. Í hvaða menntaskóla ætlar þú? Þau velta fyrir sér hvort þau langi í iðnnám, hvort þau langi í skóla sem bíður upp á bekkjarkerfi, þau spá í fjölbrautarkerfinu og síðan eru alltaf einhverjir sem bara hreinlega ætla ekki í skóla og fara þá að öllum líkindum beint út á vinnumarkaðinn. Það er ekki sjálfgefið að krakkarnir velji að fara í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla. Sumir hafa ekki ráð á því, aðrir vilja kannski bíða aðeins með það og enn aðrir nenna því bara ekki.

Þegar ég var unglingur í 10.bekk í Réttarholtsskóla þá var þetta þvílíkur maga- og höfuðverkur. Ég man hvað þetta var samt allt ótrúlega spennandi. Loksins var maður að fara í Menntaskóla. Lesa meira “Hvert er stefnan sett eftir grunnskóla?”

Elsku mamma!

valgerdurÉg er svo heppin að fá að vera dóttir þín og að hafa valið þig sem mömmu. Frá unga aldri og fram á fullorðinsár kem ég til með að fylgjast grannt með öllu því sem þú gerir og segir. Ég lít nefnilega upp til þín, þú verður mín helsta fyrirmynd. Pabbi verður sjálfsagt frábær líka, en af því að ég er dóttir þín og þú ert mamma mín, munt þú hafa dýpri áhrif á hugmyndir mínar um kynin og kynhegðun. Ég veit það, mamma, því rannsóknirnar segja það nefnilega! Ég á mér draum, mamma. Draum um að úr mér verði eitthvað stórfenglegt. Ég veit að ég er stelpa, og stundum halda stelpur aftur af sér við að láta drauma sína rætast. Ég heyrði það, er það satt, mamma? Mig langar nefnilega að geta gert allt. Mig langar að verða sterk, eins og Lína Langsokkur. Hvernig get ég orðið sterk? Lesa meira “Elsku mamma!”