Ungt fólk á að hafa áhrif – Unglingalýðræði í starfi félagsmiðstöðva

daniel birgirFélagsmiðstöðvarstarf er góður grunnur  þegar kemur að því að efla og byggja upp ungu kynslóðina. Ekki má hugsa um félagsmiðstöðvarstarf eins og það sé leikvöllur fyrir unglinga. Starf félagsmiðstöðva er ígrundað og faglegt en almenningur kemur oft ekki  auga á mikilvægi og áhrif þessarar starfsemi á unglinga. Almenningur tengir starfið oft við leiki, s.s. borðtennis, leikjatölvur, böll, billjard og aðra skemessir þættir í starfinu hafa ákveðinn tilgang því þeir vekja áhuga og fá unglinga frekar til að taka þátt í öllu starfinu. Skemmtangildi og að ná til  unglinga í gegnum áhugasvið þeirra límir saman starfið innan félagsmiðstöðvanna og gerir það að verkum að starfsmenn ná til þeirra í mikilvægum atriðum samhliða leik og skemmtun. Lesa meira “Ungt fólk á að hafa áhrif – Unglingalýðræði í starfi félagsmiðstöðva”

Félagsmiðstöð.xlsx

gislifelixHugtakið félagsmiðstöð er flestum kunnugt og skilgreina það eflaust margir út frá þeirri  aðstöðu sem þar má finna. Að félagsmiðstöðin sé eins konar „hangout“ unglinga þar sem þeir geta hist, spilað borðtennis og pool og mætt á böll. Raunin er sú að í félagsmiðstöðvum er unnið margþætt starf sem allt miðar að því að efla unglinginn sem einstakling og hjálpa honum að móta með sér heildstæða sjálfsmynd. Þarfir unglinganna sem félagmiðstöðina sækja eru fjölbreyttar og ólíkar og tekur starfið ávallt mið af þessum þörfum. Það þýðir að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er síbreytileg og eiga unglingarnir sjálfir stóran þátt í að móta hana í samvinnu við starfsfólk. Lesa meira “Félagsmiðstöð.xlsx”

Því fleiri unglingar, því meiri gæði?

inga bjorkUndanfarnar vikur hef ég mikið pælt í gæðum félagsmiðstöðva hér á klakanum  og þá sérstaklega þeim á landsbyggðinni, þar sem ég ólst upp úti á land. Ég gekk í lítinn skóla sem staðsettur var í sveitahreppnum sem ég bjó í og frá fyrsta upp í sjöunda bekk samanstóð bekkurinn minn af tveimur nemendum og var skólanum skipt í tvær deildir sem virkuðu eins og tveir bekkir. Í áttunda, níunda og tíunda bekk fór ég svo í fjölmennari skóla, hver árgangur var frekar lítill og aðeins einn bekkur í hverjum árgangi. Þetta voru miklar breytingar fyrir mig og stórar breytingar að vera allt í einu í tuttugu manna bekk og þar fyrst kynntist ég félagsmiðstöð. Hún var í boði annan hvern fimmtudag í tvo og hálfa klukkustund í senn, engin formleg dagskrá var yfir daginn og einungis það í boði sem starfsmennirnir höfðu áhuga á. Þar sem ekki var möguleiki á að unglingarnir kæmu sér sjálf heim eftir félagsmiðstöðina, sá skólabíllinn um að keyra börnin heim eftir að henni lauk á kvöldin. Lesa meira “Því fleiri unglingar, því meiri gæði?”

Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!

ivar orri aronssonKynfræðsla, ekki kynhræðsla! Þetta voru upphafsorð Eyrúnar Magnúsdóttur, fulltrúa í Ungmennaráði Laugardals og Háaleitis, á borgarstjórnarfundi á dögunum. Þar kom hún fyrir borgarstjórn og lagði fram tillögu að aukinni kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar. Fyrir nokkrum vikum birtist grein í Fréttatímanum þar sem tekið var viðtal við nokkra nemendur í efstu bekkjum grunnskóla um kynfræðslu. Viðmælendur töldu kynfræðsluna vera til skammar, kennslubókin sem notast er við er 18 ára gömul og úrelt. Viðmælendur rifjuðu upp hversu oft þau hafa fengið kynfræðslu og töldu upp 2 skipti, í 6. bekk og síðan í 9. bekk. Einn viðmælandi sagðist hafa lært meira á svokölluðu Tabú kvöldi í félagsmiðstöðinni sinni en í kynfræðslu í skólanum. Þar gátu krakkarnir skrifað nafnlausar spurningar og vangaveltur á miða og síðan var tekin umræða um það með öðrum unglingum og starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar. Lesa meira “Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!”

Unglingar eiga það besta skilið

ornarnarsonTómstundir fyrir unglinga eru fjölbreyttar og öruggt að þeir finna eitthvað við sitt hæfi í þeim aragrúa viðfangsefna sem félagsmiðstöðvar bjóða þeim uppá. Margir kjósa íþróttir og tónlistarnám meðfram skyldunámi en aðrir velja sér þá leið að stunda félagsmiðstöð. Enn aðrir fara svo í skátana, björgunarsveitir eða jafnvel æskulýðsstarf kirkjunnar. Lesa meira “Unglingar eiga það besta skilið”

Áhrif samskiptamiðla á sjálfsmynd unglinga

sonja lindMálefni sem hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið er sjálfsmynd unglinga og þau áhrif sem samskiptamiðlar og aukin notkun á þeim hefur á hana. Sjálfsmyndakrísa er vissulega ekki nýtilkominn vandi á unglingsárunum en samskiptamiðlarnir eru tiltölulega nýlegir og í dag er það stór undantekning ef unglingur notast ekki við slíka miðla. Með samskiptamiðlum er átt við forrit á borð við Facebook, Instagram og Snapchat, en þetta eru nokkrir best þekktu samskiptamiðlarnir úr þeim hafsjó sem í boði er. Lesa meira “Áhrif samskiptamiðla á sjálfsmynd unglinga”