Heilbrigði – Misvísandi skilaboð

rakel yrÉg held að í dag sé mjög flókið að vera unglingur. Afhverju segi ég þetta? Jú, það hefur kannski alltaf verið flókið að vera unglingur, en í dag er svo margt sem flækir þetta aldurskeið. Flækjan kemur úr öllum áttum, en nýja flækjan kemur úr samfélagsmiðlum og það er ekkert að fara að leysast úr henni á næstunni. Skilaboðin sem unglingar fá nú til dags koma allstaðar að og geta sett mikla pressu á okkar elsku unglinga. Nú vil ég fjalla um pressu þegar það kemur að hreyfingu, matarræði, útliti og heilbrigði. Stundum er þessum hugtökum blandað saman í einn graut og er potað í hann úr öllum áttum sem ruglar allsvakalega í okkar unglingum, sem og fullorðnu fólki. Lesa meira “Heilbrigði – Misvísandi skilaboð”

Skiptir samvera foreldra og unglinga máli?

liljaAð foreldrar verji tíma með börnum/unglingum sínum er svo ótrúlega mikilvægt og tíminn er dýrmætur. Unglingar sem verja miklum tíma með foreldrum sínum sýna síður áhættuhegðun og leiðast síður út í slæman félagsskap. Einhverjir foreldrar sjá ekki mikilvægi þess að verja frítíma sínum með börnunum sínum en þegar þau komast á unglingsárin er slæmt fyrir þau að vera látin afskiptalaus, þá er einnig erfitt að fara að festa samverustundir í sessi sem börnin/unglingarnir og foreldrarnir eru ekki vön og er ekki í þeirra fjölskyldumynstri. Það er svo mikilvægt að foreldrar haldi góðu sambandi við unglinginn sinn því unglingsárin eru svo mikið mótunarskeið í lífi þeirra og það er ótrúlega mikið nýtt að gerast hjá þeim og auðvitað þurfa þau leiðsögn. En ef unglingarnir finna að þau geti treyst foreldrum sínum eru meiri líkur á að þau biðji um ráð frá þeim. Traust á milli foreldra og unglings spilar svo stóran part í þessu en auðvitað þurfa unglingar ákveðið frelsi til að átta sig á hlutunum sjálf. Lesa meira “Skiptir samvera foreldra og unglinga máli?”

Unglingar læra það sem fyrir þeim er haft

karen annaHver hefur ekki heyrt ömmu sína eða afa, foreldra sína eða jafnvel jafnaldra segja að unglingar í dag beri ekki virðingu fyrir einu eða neinu og að unga kynslóðin sé alveg hryllileg. Það virðist vera að fólkið í samfélaginu dæmi út frá svörtu sauðunum hjá unglingunum. Unglingar eru líka fólk, og eru þau á sérstökum stað í lífinu þar sem þau eru oft mjög viðkvæm og eru að vinna að og byggja upp sjálfsmynd sína. Í dag eru unglingar margir hverjir að miða sig við aðra, hvort sem það er í daglegu lífi eða á internetinu á samfélagsmiðlum.

Eldri kynslóðir telja sig oft hafa verið mikið betri unglingar heldur en unglingar eru í dag. Það eru þó margir í eldri kynslóðinni sem telja sig hafa verið mikið erfiðari unglingar heldur en unglingar eru í dag. Lesa meira “Unglingar læra það sem fyrir þeim er haft”

Mikilvægi hins faglærða og ófaglærða starfsmanns

guðfinna ágústsdóttirSíðastliðin 150 ár hafa átt sér stað gríðarlegar samfélagsbreytingar sem gerir það að verkum að æskulýðurinn hverju sinni er sífellt að takast á við aðstæður sem foreldrarnir þekkja ekki af eigin raun í sínu uppeldi. Getur því fylgt óöryggi sem kemur meðal annars fram í þeirri firru að æskylýðurinn sé ávallt á villigötum. Ef aðstæður heima fyrir eru ekki upp á sitt besta, samtal, tími eða stuðningur foreldra ekki til staðar, þá ættu ungmenni ekki að vera í neinum erfiðleikum með að leita til fagaðila sem geta veitt þeim þá aðstoð sem þau leitast eftir. Skilningur foreldra getur verið takmarkaður þar sem þau eru ekki alveg með á nótunum um þau atriði sem geta hrjáð nútíma ungling.

Því skiptir sérstaklega miklu máli að ungmenni geta leitað ráða, mætt virðingu og fengið hvatningu frá starfsfólki félagsmiðstöðvanna, hvort sem það er faglært eða ófaglært. Lesa meira “Mikilvægi hins faglærða og ófaglærða starfsmanns”

Bagg er ekki bögg eða hvað?

karitas sumatiÞegar talað er um íþróttir og unglinga hugsa flestir um heilsusamlega afþreyingu. Hins vegar fylgir notkun munntóbaks oftar en ekki íþróttum nú til dags. Það er mest áberandi í fótboltaheiminum en teygir einnig anga sína í aðrar íþróttir svo sem handbolta og körfubolta. Þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera hópíþróttir þar sem það skiptir máli að vera samþykktur af þeim sem eru í hópnum. Ætla má að jafningjaþrýstingur hafi mikil áhrif á notkun munntóbaks og nýliðar horfi til þeirra sem fyrir eru.

En einhvers staðar byrjaði notkunin. Munntóbak virðist hafa fest sig í sessi þannig að í fyrstu hafi lumman verið tekin sem verðlaun eftir leik en þróast þannig að lumman fylgdi einnig æfingum. Í dag er munntóbak orðið algeng sjón. Þó svo að munntóbak sé ólöglegt hér á landi þá er það samt viðurkennt. Lesa meira “Bagg er ekki bögg eða hvað?”

,,Og er alveg þörf fyrir svona fólk í þjóðfélaginu?“

fanney,,Og hvað ertu að læra segirðu?“ Spurði Helga kunningjakona mín sem ég hafði ekki séð í talsverðan tíma. Ég stóð í miðri mjólkurvörudeildinni í Hagkaup og hafði gripið mér laktósafría Hleðslu og banana. Ég andvarpaði. Hún horfði á mig stóreygð og spyrjandi. Ég vissi að nafnið eitt myndi alls ekki útskýra greinina í heild sinni og undirbjó mig undir ræðuna.

Ég er í ótrúlega skemmtilegu og fjölbreyttu námi sem heitir Tómstunda- og félagsmálafræði. „Já okei, ertu þá ekki að fara vinna á svona frístundaheimili?“ spurði hún brosandi. Jaaa… nei… ég meina ég gæti gert það og það er til dæmis fullt af fólki sem að velur sér þetta nám og ætlar sér að starfa með börnum og unglingum á þeim vettvangi eða öðrum. En það er töluverður misskilingur í gangi sem veldur því að fólk tengir þetta nám einungis við þetta starf. Ég til dæmis hef meiri áhuga á að starfa með fullorðnum. „bíddu… nú skil ég ekki“. Lesa meira “,,Og er alveg þörf fyrir svona fólk í þjóðfélaginu?“”