Orð særa

Það hafa líklega allir fengið að heyra þá huggun að vera ekki að hlusta á þetta, þau meina ekkert með þessu. Ég myndi halda að flest allir gætu tengt við þessa setningu sama á hvaða aldri þeir eru. Öll höfum við lent í þessum aðstæðum á einhverjum tímapunkti. Þó svo að maður ætli sér ekki að taka orðin inn á sig þá gerir maður það ósjálfrátt. Fyrir börn og unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu og verða að sjálfstæðum einstaklingum geta þessi orð skipt gífurlega miklu máli. Lesa meira “Orð særa”

Unglingadrykkja og reykingar

Ég hef mikið verið að pæla í því hvort að unglingadrykkja hafi minnkað síðastliðin ár. Mér fannst meira um þetta hér þegar ég var yngri og fann mikið fyrir því að fólk hafi byrjað að drekka mjög ungt. Þegar ég var að stíga mín skref inn í unglingsárin þá voru margir byrjaðir að drekka og þá þótti frekar hallærislegt að drekka ekki áfengi og finnst mér það vera öfugt í dag. Ég hef verið minna vör við unglingadrykkju nú til dags. Ég á bróðir sem er í 10. bekk og eru mjög fáir í kringum hann sem eru byrjaðir að drekka. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað hefur áhrif á að unglingar byrji að drekka seinna í dag en hér áður. Held ég að íþróttir spili þar stóran þátt því mér finnst meira um að unglingar vilji ná betri árangri í tómstundum sínum. Lesa meira “Unglingadrykkja og reykingar”

Að vera vinur er ekkert grín

Lesandi góður, ég veit ekki með þig en lengi vel hef ég velt því fyrir mér hvernig áhrif ég hef á fólkið í kringum mig. Er gagn af nærveru minni og hverju skilar hún? Gef ég af mér jafn mikið og ég raunverulega vil? Flestir vilja hafa góð áhrif á fólkið í kringum sig og vera góðar fyrirmyndir en það krefst áreynslu. Ég reyni að vera meðvituð um hvað það er sem ég gef frá mér og hvernig ég hátta samskiptum mínum við annað fólk. Ég velti mikið fyrir mér samskiptum á milli ungmenna. Er eitthvað sem við sem fyrirmyndir yngra fólks getum gert í okkar samskiptum til að miðla því áfram til unglinganna okkar?   Lesa meira “Að vera vinur er ekkert grín”

Kynjaímynd karlmanna

Hefur viðhorf unglinga til karlmennsku breyst mikið á síðustu árum? Nú eru 9 ár síðan ég var nemandi í grunnskóla en núna vinn ég sem forfallakennari í grunnskóla. Á mínum unglingsárum upplifði ég að það að vera karlmaður er einhver sem er sterkur, harður, duglegur, lætur ekkert á sig fá og sýnir ekki veikleika. Þeir strákar sem voru með mér í árgangi sem voru viðkvæmir, ekki mikið fyrir íþróttir og áttu jafnvel mikið af vinkonum voru sagðir vera „hommalegir“. Þessi hugmynd myndast út frá því að það er talið mjög eðlilegt að stelpur sýni viðkvæmi, gráti og líði illa og fylgir það staðalímyndinni sem hefur ríkt í tugi ára um samkynhneigða karlmenn að þeir séu alltaf svo stelpulegir. Þetta var mín upplifun í grunnskóla og sérstaklega í unglingadeild. Lesa meira “Kynjaímynd karlmanna”

Útlitsdýrkun ungra kvenna á Íslandi

Útlitsdýrkun á íslandi hefur farið sívaxandi síðustu ár og hafa samfélagsmiðlar mikil áhrif á ungar konur. Rannsóknir hafa sýnt að ungar konur séu almennt mjög ónægðar með líkamsímynd sína og eru bæði stórir samfélagsmiðlar og fjölmiðlar að ýta undir þessa óheilbrigðu líkamsímynd.  Flestar auglýsingar sem eru gefnar út, ýta mikið undir að konur eiga að vera miklu grennri en þær eru í raun og veru. Einnig hafa þær verið mikið „photoshoppaðar“ sem fer beint í ungar stelpur og stráka sem hefur mikil áhrif á þau.

Hvað er „útlitsdýrkun“?

Hugtakið Útlitsdýrkun getur verið svo mikið, en þá sérstaklega er talað um ákveðið vaxtarform á stúlkum sem getur verið mikil tískubylgja. Þessi útlitsdýrkun hjá ungum einstaklingum er mjög óholl, þá bæði á andlegu hliðina og líkamlega. Einstaklingar eru alltaf að bera sig saman við eitthvað sem þeir eru ekki, vilja breyta sjálfum sér og eru ekki þeir sjálfir. Það er hrikalega slæmt og þá sérstaklega þegar samfélagsmiðlarnir eru orðnir svo áhrifamiklir.

Stórir samfélagsmiðlar sem hafa sterk áhrif á útlitsdýrkun

Instagram er með stærstu samfélagsmiðlum í heiminum í dag. Hvaða einstaklingur sem er getur stofnað sinn eigin aðgang og sett sínar myndir sem hægt er að breyta og deila með öllu internetinu. Þegar ég tala um að breyta þeim, þá meina ég filtera þær. Sem á að gera myndirnar „flottari“. Instagram virkar þannig, að þeir sem eru með þig á sinni síðu geta „like-að“ þær. Sama virkar með facebook, þú færð þessi „likes“ sem hækkar sjálfstraustið þitt og vilt alltaf líta sem best út á þessari mynd sem fólk er að „læka“ hjá þér. Það er einhvað við þessi „likes“ að ungir einstaklingar vilja fá þau sem flest, því annars geta þau farið í kerfi og liðið illa og vilja bara eyða myndinni sinni. Það er hrikalega sorglegt hvað einn lítill takki á netinu getur hafti mikil áhrif. Þessir tveir stórir samfélagsmiðlar eru með miklar auglýsingar sem ungar stúlkur/strákar líta á, bera sig saman við og vilja breyta sér. Flestar af þessum auglýsingum eru ekki einu sinni sannar og ekkert við myndina sem þau sjá er sönn.

Auglýsingar og rannsóknir

Flestar konur sem leika í auglýsingum eða sitja fyrir eru ekki með neina galla á sér. Má nefna að frá árinu 1970 hefur orðið alveg 60% aukning af þessum auglýsingum þar sem þessar konur eru í þessum ákveðnu ‘’Punthlutverkum’’ og bendir auglýsingin frekar á útlit konu heldur en á eitthvað annað. Þær eiga að vera fullkomnar sem fer beint í einstaklinginn sem heldur að svona eigi maður að líta út. Þetta lækkar sjálfstraustið þeirra alveg gríðarlega.

Síðan að internetið kom hafa meira en milljóna vefsíðna verið búnar til um allan heim og hefur verið meira en 50% aukning af átröskunarsjúkdómum, frá árinu 1970. Sem er frekar mikil prósenta og er að valda miklum áhyggjum.  Eigindlegar og megindlegar rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlar stuðla að neikvæðri líkamsímynd og ýtir undir átröskunarsjúkdóma. Einstaklingar þrá að vera grannir og er mikil hræðsla við að fitna.

Í lokin

Útlistdýrkun er einhvað sem er ekki hægt að stoppa en það er hægt að minnka hana.  Miðað við þær byltingar sem eru að koma upp núna og fer sífjölgandi er örugglega að hægt að minnka þessa dýrkun mjög mikið.

Guðný Lilja Pálsdóttir

„Ég ætla að rústa þér“ – týpan

Ég sakna týpunnar sem er sjúklega góð í sinni íþrótt, mætir í skólaíþróttir og félagsmiðstöðina til þess að sýna öllum hver skarar fram úr og hver sé að fara að vinna þessa keppni. Týpan með það mikið keppnisskap að hana langar að ná á toppinn í öllu, sérstaklega ef um keppni er að ræða. Því miður held ég að þessi týpa sé í mikilli útrýmingarhættu, sem er áhyggjuefni, því í þessari týpu bjó oft sterkur leiðtogi sem ótrúlega margir litu upp til. Þarna var frábært tækifæri fyrir vel þjálfaðan félagsmiðstöðvastarfsmann að móta jákvæðan og öflugan leiðtoga, leiðtoga sem hafði sigurhugarfar og drifkraft fyrir og hægt var að kenna að bera virðingu fyrir þeim sem ekki voru jafn sterkir á sömu grundvöllum. Þetta var leiðtogi sem, ef kennt, var að draga það besta fram í þeim í kringum sig og bera kennsl á styrkleika í fari jafningja sinna í stað veikleika og efla þá. Þetta er einstaklingur sem býr yfir því besta úr bæði íþrótta- og tómstundaheiminum. Lesa meira “„Ég ætla að rústa þér“ – týpan”