Hver eru þín mörk?

Þetta er spurning sem allir ættu að kunna svar við. Það ætti að vera skylda að kenna börnum og unglingum að þau eiga rétt á því að setja sín eigin mörk og kenna þeim að vera meðvituð um hvar þeirra mörk liggja.

Það hefur margt breyst frá því ég var unglingur hvað varðar þetta málefni og þegar ég horfi til baka sé ég svo margt sem þótti „í lagi“ á þeim tíma sem í dag þykir fara vel yfir öll mörk. Ég er af kynslóðinni sem var barn þegar tölvur voru að koma inn á hvert heimili og almenningur var að fá internettengingu. Kynslóðinni sem notaði Irc-ið og MSN þegar ég var unglingur. Á sama tíma er ég af þeirri kynslóð unglinga sem vissi ekki hvað var í lagi að fá sent og hvað ekki. Lesa meira “Hver eru þín mörk?”

Eflum sjálfstæði unglinga

Sjálfstæði unglinga hefur alltaf verið mér hugleikið og byrjaði þegar ég var sjálf unglingur sem þráði sjálfstæði og virðingu þeirra fullorðnu í kringum mig. Seinna fór ég að velta þessu hugtaki fyrir mér sem móðir, skátaforingi og ekki síst eftir að ég gerðist nemi í tómstunda- og félagsmálafræði.

Sem ungabörn lærum við um orsök og afleiðingu, við hendum frá okkur hlutum og til að byrja með þá er einhver sem að réttir okkur hlutinn til baka, sem sagt engin afleiðing og þetta verður að hinum skemmtilegasta leik. En það kemur að því að hinn aðilinn þreytist á leiknum og hættir að rétta okkur hlutinn. Á þennan hátt lærum við hægt og rólega að hætta að henda frá okkur því hluturinn skilar sér ekki alltaf til baka. Lesa meira “Eflum sjálfstæði unglinga”

Eru einhverjar tómstundir í boði fyrir 16-18 ára ungmenni?

Ég var hætt í öllum skipulögðum íþróttum þegar ég byrjaði á unglingastigi í grunnskóla. Ég var þó í ungmennaráði í einhvern tíma og mætti oft í félagsmiðstöðina. Ég tók virkan þátt í félagslífinu, bæði í grunnskólanum og í félagsmiðstöðinni og fannst það mjög skemmtilegt. Það er kannski mikilvægt að ég taki það fram að ég ólst upp út á landi og tala út frá minni reynslu. Lesa meira “Eru einhverjar tómstundir í boði fyrir 16-18 ára ungmenni?”

Hvenær eru tómstundir orðnar kvöl og pína?

Flestir ef ekki allir unglingar nú til dags stunda tómstundir. Þær geta verið af ýmsu tagi; æfa íþróttir, læra á hljóðfæri eða slaka á í góðra vina hópi svo eitthvað sé nefnt. Tómstundir eru jákvæðar, uppbyggjandi og skemmtilegar en hvenær fara þær að verða kvöð og pína? Eru unglingarnir að stunda þær fyrir sig sjálf eða til þess eins að þóknast öðrum? Lesa meira “Hvenær eru tómstundir orðnar kvöl og pína?”

Orðræða í kringum störf með börnum og unglingum

Bíddu, vinnur þú ekki í félagsmiðstöð?

Eða var það frístundaheimili?

Passa börn, er það ekki bara þæginlegt og auðvelt?

Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?

Ertu að fá borgað fyrir þetta starf?

Er þetta ekki kvennastarf?

Verður ekki svona klár strákur eins og þú að fá sér alvöru vinnu?

Er þetta ekki hálfgert djók þetta nám sem þú ert í?

Lesa meira “Orðræða í kringum störf með börnum og unglingum”

Samvera skiptir máli

Foreldrar eða forráðamenn spila mikilvægt hlutverk í lífi barnanna sinna og það breytist ekkert þegar barnið fer á unglingsárin. Þegar barnið verður unglingur er það visst um að það viti allt og skilji allt. Unglingum finnst hann vera orðinn fullorðinn og geti stjórnað lífi sínu sjálfur. Þá er rosa hallærislegt að eyða tíma með foreldrum sínum. Ég held samt að þetta sé einmitt tíminn sem maður þarf mest á þeim að halda. Á unglingsárunum er margt að gerast sem unglingurinn hefur ekki stjórn á og þá er gott að hafa gott tengslanet í kringum sig. Lesa meira “Samvera skiptir máli”