Ýta frístundastyrkir undir ójafnvægi í samfélaginu?

Frístundastyrkir hafa verið til lengi og komu fyrst fram árið 2007 í formi frístundakortsins, en þá var upphæð styrksins 12.000 krónur . Síðan þá hafa þeir þróast og vaxið upp í 50.000 krónur sem þarf að nota í tómstund sem uppfyllir ákveðnar kröfur. Þetta hefur styrkt tómstundastarf á Íslandi mikið og gerir stofnunum eins og Myndlistaskóla Reykjavíkur kleift að ráða starfsfólk í fulla vinnu. Það er líka vel þekkt fyrirbæri að íslenskir íþróttaþjálfarar í yngri flokkum eru á heimsklassa mælikvarða og eflaust hefur frístundastyrkur stuðlað að þessu á einhvern hátt. Það er þess vegna hægt að segja að frístundastyrkir hafi án efa styrkt tómstundastarf á Íslandi og eru þess vegna vel heppnaðir í því samhengi.

Lesa meira “Ýta frístundastyrkir undir ójafnvægi í samfélaginu?”

Slök í námi eða smeyk að biðja um hjálp?

Í dag er talað um að ungmenni eigi erfitt uppdráttar, að lesskilningur fari lækkandi og ýmislegt annað á þann veg. Í þessu samhengi er yfirleitt verið að tala um unglinga almennt en sjónunum ekki beint að neinum sérstökum hópi og hvaða erfiðleika þau eru mögulega að glíma við. Unglingar eru auðvitað af öllum toga en þá er samhenginu beint að ungmennum sem stunda áhættuhegðun. Þar sem þau verða oft út undan sem börn og finna sig í félagsskap sem stundar áhættuhegðun, hvort sem það er áfengisneysla, vímuefnaneysla eða aðrar venjur sem gætu talist ólöglegar. Lesa meira “Slök í námi eða smeyk að biðja um hjálp?”

Snjalltæki í stað samskipta?

Hver man ekki eftir því að vera að leik á grasfleti um miðjan eftirmiðdag. Með engar áhyggjur af amstri dagsins. Með stigvaxandi hraða nútímasamfélagsins eigum við það til að gleyma þessum stundum og þá töluvert meira en við gerðum áður. Hvað varð um að vera á einum stað og njóta stundarinnar. Mögulega tóku símarnir þessa gullnu tíma frá okkur eða skertu þá að einhverju leiti. Snjallsímar eiga til að stela þessum dýrmætu augnablikum frá okkur. Lesa meira “Snjalltæki í stað samskipta?”

Valdefling eða ekki?

Myndin Hækkum Rána hefur mikið verið í umræðunni síðustu vikur og réttilega svo. Myndin fjallar um ungar stúlkur á aldrinum 8-13 ára og þjálfara þeirra Brynjar Karl Sigurðsson. Þjálfarinn notar ýmsar umdeildar aðferðir sem ekki aðeins teljast óæskilegar en einnig taldar hættulegar vegna langvarandi áhrifa á ungmenni og börn. Brynjar Karl er körfuboltaþjálfari með margra ára reynslu og hefur náð miklum árangri sem bæði leikmaður og þjálfari. Lesa meira “Valdefling eða ekki?”

Meiri kynfræðslu – TAKK!

Er kynfræðsla næg í grunnskólum landsins? Er ekki orðin þörf á að kynfræðsla verði kennd í meira magni og þá sem fag eða hluti af lífsleikni frá 4. bekk? Er kannski þörf á að foreldrar geti sótt námskeið til að gera umræðu og samskipti sín við unglinga um kynlíf á heimilinu eðlilegri, skemmtilegri og auðveldari?

Þetta eru vangaveltur sem ég velti reglulega fyrir mér eigandi fjögur börn, þar sem ein er búin með unglingsárin, tvö eru nú á unglingsárum og ein á enn nokkur ár í unglingsárin. Lesa meira “Meiri kynfræðslu – TAKK!”

Neikvæð áhrif Tiktok á andlega heilsu unglinga

Unglingsárin geta verið erfið, það eru margar nýjar upplifanir, reynsla og hormónaflæðið er alveg á fullu. Það getur verið erfitt að finna jafnvægið í lífinu og unglingar eru viðkvæmir fyrir vissum hlutum. Tiktok auglýsir sig sem skemmtilegan miðil þar sem þú getur sett inn skemmtileg stutt myndbönd og horft á myndbönd hjá öðrum, en eru öll myndböndin góð fyrir unglinga og hvaða áhrif geta þau haft á andlegu heilsu þeirra? Lesa meira “Neikvæð áhrif Tiktok á andlega heilsu unglinga”