Ég, sem starfsmaður í félagsmiðstöð, fæ oft á tíðum að vita hvað er í gangi í lífi unglinga. Oft í gegnum létt spjall yfir borðtennisleik, spil eða annarri afþreyingu. Ég dáist af mörgum þeirra. Þéttsetin dagskrá allan daginn, allt á fullu í íþróttum, tónlist, leiklist, skátastarfi, námskeiðum og auðvitað í skólanum. Þetta er eins og erfitt púsluspil hjá mörgum þeirra.
En ég stend mig stundum að því að í miðju spjalli sé ég mig færan um að henda í „þegar ég var á þínum aldri…“ línuna. Til þess að koma því á framfæri hvernig lífið var þegar ég var á þeirra aldri. Hvernig ég tókst á við hlutina og komst af á unglingsárunum. Allt svo sem gott og blessað með það, en oftar en ekki er það vegna þess að ég kann ekki við margt sem unglingarnir eru að gera og langar að þau breyti til hjá sér. Lesa meira “„Þegar ég var á þínum aldri …“”