Eftirfylgni fósturbarna á Íslandi mikilvæg?

Það fer ekkert á milli mála að fósturbörnum fer fjölgandi hér á landi sem er frábær þróun að vissu leiti þar sem að það eru ansi mörg börn og unglingar sem að þurfa á því að halda. En vandamálið sem hefur fylgt því er viðhorf annarra barna til þeirra sem eru í fóstri og eftirfylgni þeirra frá barnarvernd er heldur lítil. Það hefur lengi verið litið á fósturheimili sem einskonar athvarf fyrir vandræða unglinga en algengasta orsök þess að börn eru send á fósturheimili er vegna erfiðra aðstæðna á heimili þeirra. Það er alls ekki óalgengt að sú sé staðan en oftast liggur vandamálið á heimili þeirra. Lesa meira “Eftirfylgni fósturbarna á Íslandi mikilvæg?”

Áhættuhegðun unglinga

 

Áhættuhegðun. Flest okkar hafa heyrt þetta orð og þá í tengslum við unglinga en hvað er áhættuhegðun? Áhættuhegðun er víðfemt hugtak og hafa margir rannsakendur leitast við að skilgreina hugtakið. Flestar skilgreiningarnar eiga það sameiginlegt að telja áhættuhegðun vísa til hegðunarmynsturs sem getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklinga og ógnað heilbrigði þeirra. Slík hegðun getur aukið líkur á því að einstaklingar lendi í einhverskonar vanda en þess ber að geta að sá sem stundar áhættuhegðun leggur ekki bara sjálfan sig í hættu heldur einnig aðra einstaklinga sem að taka þátt í henni. Í mörgum tilfellum hefur áhættuhegðun unglinga áhrif á líf marga fjölskyldumeðlima og ættingja.

Lesa meira “Áhættuhegðun unglinga”

Af hverju er sköpun mikilvæg fyrir menntakerfið?

Ég hef verið að velta fyrir mér fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað sköpun (e. creativity). Er sköpun hæfileiki? Hvað felur sköpun í sér og er það yfir höfuð eitthvað mikilvægt fyrirbæri? Í forvitni minni ákvað ég að fræða mig um þetta og rakst m.a. á bók sem ber heitið Out of Our minds eftir Sir Ken Robinson. Hver er Ken Robinson? Robinson er mikill frumkvöðull í menntamálum í dag. Hann er m.a. þekktur fyrir vinsælasta myndbandið á TED Do schools kill creativity sem hefur verið skoðað yfir 46 milljón sinnum. Þá hefur hann verið sæmdur bresku riddaraorðunni. Það voru hugmyndir hans um menntakerfið og sköpun sem heilluðu mig og gerðu það að verkum að ég keypti bókina hans síðar.  Í þessum pistli langaði mig til þess að varpa ljósi á þá punkta sem mér fannst áhugaverðastir í bókinni hans. Lesa meira “Af hverju er sköpun mikilvæg fyrir menntakerfið?”

Hvað er tómstund?

Hvað er tómstund? Hvað merkir orðið tómstund? Samkvæmt Snöru er orðið „tómstund“ skilgreint sem „frístund, stund eða tími þegar ekki þarf að gegna skyldustörfum“. Vanda Sigurgeirsdóttir skrifaði líklegast fyrstu greinina um hugtakið tómstundir á íslensku árið 2010. Þar segir hún frá fimm skilgreiningum á hugtakinu tómstundir. Sú fyrsta er tómstundir sem tími þar sem litið er á tómstundir sem iðkun sem gerð er utan vinnutíma og er eitthvað sem veitir einstaklingnum ánægju. Síðan er það tómstundir sem athöfn eða starfsemi, þar er litið á tómstundir sem röð athafna eða starfsemi sem einstaklingur velur að gera í frítíma sínum. Því næst er það tómstundir sem gæði. Þar er litið á tómstundir sem gæðastund sem veitir einstaklingnum vellíðan og er andstæða vinnu. Fjórða nálgunin er svo tómstundir sem viðhorf þar sem einstaklingurinn ákveður sjálfur sína eigin skilgreiningu á tómstundum. Loks eru það svo tómstundir sem hlutverk. Sú nálgun einblínir á hvernig tómstundir eru notaðar, með áherslu á innihald og félagslegar afleiðingar. Lesa meira “Hvað er tómstund?”

Íslenskar fyrirmyndir sem að elska að taka dóp?

Ég sest inn í bíl eftir langan og strangan dag, sný lyklinum í svissinum, bíllinn fer í gang og þar af leiðandi útvarpið líka. Þegar ég er kominn hálfa leiðina heim klárast lagið sem var í gangi og við tekur dáleiðandi raftónlist, takturinn er hrífandi, minnir svolítið á teknó-klúbb. Fljótlega byrjar dimm og drungaleg rödd að kyrja orðin:

„Ungir strákar sem að elska að taka dóp!
Ungir strákar sem að fá ekki nóg!“

Lesa meira “Íslenskar fyrirmyndir sem að elska að taka dóp?”

Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?

Ég held að flestir á mínum aldri muni eftir óþægilegum kennslustundum í kynfræðslu á unglingsstigi í grunnskóla. Ég man eftir að hafa setið í líffræðifræði tíma og horft óörugg í kringum mig þegar kennarinn setti spólu í tækið og við horfðum á fæðingu. Allir flissuðu og stelpurnar svitnuðu við tilhugsunina um að þær myndu kannski þurfa að ganga í gegnum þessa kvöð einn daginn. Við fengum síðan tvisvar sinnum kynfræðslu þar sem okkur var skipt í tvo hópa: stelpur og stráka. Hjá okkur stelpum var rætt um tíðahringinn, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Í algjörri hreinskilni þá hljómaði kynlíf mjög óspennandi og hættulegt eftir þessa tvo tíma. Lesa meira “Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?”