Frá fikti til dauða

Árið 2018 er ný gengið í garð og hafa nú þegar sex einstaklingar látið lífið af völdum fíkniefnaneyslu, sex einstaklingum of mikið. Einstaklingarnir eru með misjafnan bakgrunn og eru á öllum aldri sem skilja eftir sig börn, foreldra, maka og aðra ættingja og vini í miklum sárum. Að sjá á eftir ástvini sem fer þessa leið er hræðilegt. Hver einn og einasti aðstandandi hugsar með sér hvað hefði ég getað gert betur? Hvað klikkaði? Fyrst kemur reiðin, síðar sorgin og svo söknuðurinn. Lesa meira “Frá fikti til dauða”