Fjármálalæsi

Umræðan um læsi hefur verið áberandi seinustu ár á Íslandi. Börn hafa verið að koma illa út úr rannsóknum og hvað lestrar færni varðar. Menntastofnanir leggja sig nú allar fram við að koma með úrbætur í kennslu og eflingu á aukinni lestragetu.

En það er einn mikilvægur þáttur sem hefur svolítið gleymst og ekki síður mikilvægur en það er fjármálalæsi. Fjármálaskilning eða fjármálalæsi  er  nauðsynlegt að hafa fyrir þekkingu og skilning í númtímasamfélagi. Lesa meira “Fjármálalæsi”

Kynlíf og unglingar

Unglingsárin eru viðkvæmir tímar í lífi flestra. Spurningar og vangaveltur um allskyns atriði vakna. Eitt þeirra atriða er kynlíf. Sú umræða getur verið vandræðaleg og óþægileg fyrir flesta unglinga og þeir vilja helst ekki tala um það um við aðra en forvitnir eru þó flestir. Hvar fá krakkarnir svör við sínum vangaveltum? Á vafasömum netsíðum, samskiptum við félaga, í myndum og fleira í þeim dúr. Skilaboðin sem þaðan eru fengin eru oft að kynlíf sé eftirsóknarvert, karlar eru alltaf til í tuskið og konurnar elta, stuttur forleikur, báðir fá fullnægingu í endann og allir voða sáttir og sælir. Er það raunveruleikinn? Lesa meira “Kynlíf og unglingar”

Yndislestur, áhrif tækninnar í síbreytilegu samfélagi

Frá því að ég var ung hef ég alltaf haft mikinn áhuga á lestri og alltaf þekkt hugtakið yndislestur. Yndislestur er þegar aðili kýs að lesa sér til gamans, lesefnið er sérvalið og einstaklingurinn er ekki skyldugur til þess að lesa það. Fyrir mér var yndislestur sá tími sem fór í að lesa áhugaverða bók í rólegu umhverfi. Í dag finnst mér þó töluvert erfiðara að finna merkinguna á bakvið hugtakið. Hvort það sé vegna þeirra hröðu breytinga sem hafa orðið í samfélaginu eða að ég sé orðin eldri veit ég ekki. Þarf einstaklingur að halda á bók og fletta blaðsíðu fyrir blaðsíðu til þess að það kallist yndislestur? Ef þú slærð inn spurninguna „hvað er yndislestur“ í leitarvél Google blasir strax við setningin „Bók er vina best“. Lesa meira “Yndislestur, áhrif tækninnar í síbreytilegu samfélagi”

Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?

Á undanförnum árum hefur verið greint frá því að andlegri heilsu unglinga hafi hrakað mjög. Unglingar eru frekar að glíma við kvíða og þunglyndi og önnur andleg veikindi nú á dögum. Margar ástæður geta verið fyrir því að unglingar á Íslandi í dag eigi erfiðara andlega. Samfélagið sem unglingar alast upp í er samfélag hraða og mikilla breytinga. Einn af fylgifiskum þess er að Ísland gæti flokkast undir svo kallað neyslusamfélag. Þörfin er svo mikil að eignast allt það nýjasta og flottasta. Oft á tíðum held ég að unglingar lendi í þessa gildru, bæði út af áhrifum frá samfélaginu, hópþrýstingi og þeirri náttúrulegu tilfinningu að vilja tilheyra. Lesa meira “Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?”

Að vera lesblindur

Það sem ég vil tala um eru unglingar með lesblindu, því þeir virðast vera mikið útundan í skólakerfinu. Eftir að nemendur hafa verið greindir með lesblindu, þá halda þeir og foreldrar þeirra að námið verði auðveldara fyrir þá. Annað kemur þó í ljós. Þeir voru samt lengur að gera heimanámið eins og áður, og þeir fengu líka lakari einkunnir þó svo að kennararnir vissu að þeir væru lesblindir, og jafnvel er ekki tekið tillit til þess í sumum skólum. Þegar búið er að greina ungling með lesblindu þá er foreldrum tilkynnt um að hægt sé að skrá unglinginn inn á skrá hljóðbókasafnsins og fá þannig aðgang til að hlaða niður bókum til hlustunar. Einnig er hægt að fá aðgang að talgervli sem hefur þann Lesa meira “Að vera lesblindur”

Rafrænn útivistartími barna og unglinga

Á okkar tímum fer netnotkun barna og ungmenna ört vaxandi, tæknin er alltaf að verða betri, meiri og fullkomnari og á sama tíma er aðgengið einnig mun auðveldara. Langflest börn og ungmenni á Íslandi í dag hafa aðgang að þessum stafræna heimi, og þess vegna er það algjört grundvallaratriði að fræðsla og reglur í kringum notkun þessara miðla séu til staðar. Það er vissulega hlutverk okkar foreldranna að sjá til þess að börnin okkar séu vel upplýst og þá sérstaklega um hætturnar sem geta fylgt þessum annars ágæta heimi. Í því hraða nútímasamfélagi sem við búum í eru kröfurnar miklar, við þurfum að vinna mikið því það er dýrt að lifa, eiga í sig og á, tómstundastarf kostar sitt og svo mætti lengi telja. Lesa meira “Rafrænn útivistartími barna og unglinga”