Free the nipple, þöggun, konur tala, me too og hvað svo?

Feminískar netbyltingar hafa verið sýnilegar síðustu ár og íslenskir unglingar verða varir við þessar byltingar, jafnvel meir en við fullorðna fólkið þar sem flest eyða þau meiri tíma en við á bak við skjáinn. Allar snúa þessar byltingar að sjálfræði kvenna yfir eigin líkama og það að skila skömminni. En hver eru næstu skref? Hvað getum við gert til þess að fyrirbyggja þörfina á byltingum sem þessum eftir nokkur ár?

Opinská umræða um kynlíf, kynheilbrigði, klám, kynverund og kynhneigð er eitthvað sem ég tel geta komið í veg fyrir áhættuhegðun í kynlífi og ranghugmyndir um líkama kvenna. Það er ekki hægt að horfa á kynlífshegðun sem eitthvað sem lærist með því einu að prufa sig blint
áfram. Stórt hlutfall þeirra sem sækja þjónustu Stígamóta eru ungt fólk, þá aðallega ungar konur, sem hafa verið í ofbeldissambandi á Lesa meira “Free the nipple, þöggun, konur tala, me too og hvað svo?”

„Ég ætla að rústa þér“ – týpan

Ég sakna týpunnar sem er sjúklega góð í sinni íþrótt, mætir í skólaíþróttir og félagsmiðstöðina til þess að sýna öllum hver skarar fram úr og hver sé að fara að vinna þessa keppni. Týpan með það mikið keppnisskap að hana langar að ná á toppinn í öllu, sérstaklega ef um keppni er að ræða. Því miður held ég að þessi týpa sé í mikilli útrýmingarhættu, sem er áhyggjuefni, því í þessari týpu bjó oft sterkur leiðtogi sem ótrúlega margir litu upp til. Þarna var frábært tækifæri fyrir vel þjálfaðan félagsmiðstöðvastarfsmann að móta jákvæðan og öflugan leiðtoga, leiðtoga sem hafði sigurhugarfar og drifkraft fyrir og hægt var að kenna að bera virðingu fyrir þeim sem ekki voru jafn sterkir á sömu grundvöllum. Þetta var leiðtogi sem, ef kennt, var að draga það besta fram í þeim í kringum sig og bera kennsl á styrkleika í fari jafningja sinna í stað veikleika og efla þá. Þetta er einstaklingur sem býr yfir því besta úr bæði íþrótta- og tómstundaheiminum. Lesa meira “„Ég ætla að rústa þér“ – týpan”

Afþreyingarleysi í frímínútum

Þegar ég var í Rimaskóla á unglingsaldri árið 2005 til 2008 þá voru frímínútur tími sem ég varði töluvert öðruvísi en ég tel unglinga gera núna í dag árið 2018. Fyrsti dagurinn í 8.bekk var æðislegur af því að þá voru fyrstu frímínúturnar sem ég þurfti ekki að fara út. Goðsagnakennt var það að unglingarnir máttu vera inni í frímínútum en enginn vissi hvað þau voru að gera á meðan við hin þurftum að vera úti að leika okkur. Ég komst fljótt að því að það væri ekki neitt spennandi að fara gerast í frímínútum nema ég og vinur minn myndum láta það gerast sjálfir. Eftir það voru ófáar mínútur sem við vorum að spila með spilastokk sem bókasafnskennarinn lánaði okkur áður en hún fór í kaffi. Lesa meira “Afþreyingarleysi í frímínútum”

„Ég hlakka svo til að verða ánægð með mig“

Fyrir ekki svo löngu var ég stödd í Sundlaug Kópavogs. Í búningsklefanum var hópur af unglingstelpum, líklega í 8. bekk sem höfðu verið að klára skólasund. Þær voru að klæða sig og gera sig til á sama tíma svo ég komst ekki hjá því að heyra samtalið þeirra. Þær stóðu nokkrar við spegilinn og voru ýmist að greiða á sér hárið eða mála sig. Þær byrjuðu nokkrar að tala um húðina sína. Ein talaði um að hún væri með svo mikið af bólum að hún gæti ekki einu sinni talið þær allar. Önnur benti þá á bakið á sér og sagði að sú fyrri væri þó allaveganna ekki með svona ótrúlega mikið af bólum á bakinu. Lesa meira “„Ég hlakka svo til að verða ánægð með mig“”

Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?

Ég held að flestir á mínum aldri muni eftir óþægilegum kennslustundum í kynfræðslu á unglingsstigi í grunnskóla. Ég man eftir að hafa setið í líffræðifræði tíma og horft óörugg í kringum mig þegar kennarinn setti spólu í tækið og við horfðum á fæðingu. Allir flissuðu og stelpurnar svitnuðu við tilhugsunina um að þær myndu kannski þurfa að ganga í gegnum þessa kvöð einn daginn. Við fengum síðan tvisvar sinnum kynfræðslu þar sem okkur var skipt í tvo hópa: stelpur og stráka. Hjá okkur stelpum var rætt um tíðahringinn, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Í algjörri hreinskilni þá hljómaði kynlíf mjög óspennandi og hættulegt eftir þessa tvo tíma. Lesa meira “Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?”

Unglingar og tómstundir

Tómstundir eru mjög mikilvægar fyrir börn og unglinga, hvort sem það eru íþróttir eða eitthvað annað. Það er áhugavert að skoða félagsmiðstöðvar og starfsemi þeirra, en hvað er gert í félagsmiðstöð? Er það bara staður til þess að eyða tímanum eða er einhver dagskrá þar sem hægt er að taka þátt í og er hún fjölbreytt svo hún höfði til sem flestra? Lesa meira “Unglingar og tómstundir”