Er ég samkynhneigð/ur?

vigdis liljaSamkynhneigð hefur í gegnum tíðina verið litin hornauga – þöggun og þögn hafa verið einkennandi fyrir samkynhneigt fólk og hefur það þurft að berjast fyrir réttindum sínum. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem samkynhneigð hefur verið viðurkennd víðsvegar. Það er mjög misjafnt á hvaða aldri einstaklingar eru þegar þeir átta sig á að þeir séu eitthvað „öðruvísi“ og geta viðbrögðin verið mjög misjöfn. Hjá sumum geta komið upp neikvæðar tilfinningar eins og afneitun, reiði, sorg og sjálfsásökun.

Erfitt getur verið fyrir einstaklinga á unglingsaldri að uppgötva sig því að það er sá tími þar sem sjálfsmyndin er að mótast og þeir eru að bera sig saman við aðra unglinga. Lesa meira “Er ég samkynhneigð/ur?”

Félagsmiðstöðin og ég

rosa kristinÉg var virk í félagsmiðstöðinni í mínum heimabæ. Ég mætti á alla viðburði og opnu húsin. Þarna komum við krakkarnir eftir skóla og vorum fram að kvöldmat. Þetta var eins og okkar annað heimili, þar sem við fórum í frítímastarf í beinu framhaldi af skólanum. Við tókum þátt í klúbbastarfi og mörgu sem í gangi var í félagsmiðstöðinni og eftir það tóku íþróttaæfingar við. Þæginlegt umhverfi og andi sem myndaði samfellu.

Félagsmiðstöðin er staður þar sem unglingar og börn geta leitað í skipulag starf með jafnöldrum sínum og jafnvel tekið þátt í að skipuleggja það sjálf. Þar eru allir vinir og allir tilbúnir að hjálpa og gera allt fyrir alla. Þegar ég var að stunda félagsmiðstöðina í mínu bæjarfélagi þá voru yngri börn með skipulagða tíma tvisvar í mánuði sem unglingarnir í félagsmiðstöðvaráðinu sáu um að skipuleggja og framkvæma. Lesa meira “Félagsmiðstöðin og ég”

Tónlist fyrir alla?

rutEkki er ólíklegt að tónlist, á einhverju formi, hafi fylgt manninum alla tíð. Talið er að frummaðurinn hafi þróað með sér hæfni til tónlistarlegra samskipta þar sem hún færði honum auknar lífslíkur umfram þá sem ekki höfðu yfir slíkri hæfni að ráða. Manneskjunni hefur alla vega um mjög langa tíð verið hugleikið hver uppruni og tilgangur tónlistar væri og hugmyndir um það þróast í aldanna rás. Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Óháð menningu virðist það vera sameiginlegt manninum, allsstaðar í heiminum, að syngja fyrir ungviðið eða rugga því taktfast. Þegar barn stálpast er misjafnt hvaða tónlistarlegu samskipti taka við en víða skipar tónlist stóran sess í starfi með börnum eins og á leikskólum. Lesa meira “Tónlist fyrir alla?”

Brotna kynslóðin

ingolfurKannski er réttara að kalla hana ,,hina greindu kynslóð“. Í dag er nánast annað hvert barn með einhverja greiningu; ofvirkni, athyglisbrest, lesblindu o.s.fr. Það hefur orðið jákvæð vakning í samfélaginu og kerfið hefur áttað sig á því að við erum ekki öll eins. Viðbrögðin eru svo  að greina mismunandi eiginleika og þarfir barna og unglinga. Í framhaldi hafa svo verið settar að stað hinar ýmsu aðgerðir til að bregðast við þessum mismunandi þörfum.

En bíðum við.

Lesa meira “Brotna kynslóðin”

Týndu börnin

heida elinHversu oft höfum við ekki séð auglýsingar í fjölmiðlum frá lögreglunni um týnd ungmenni? Hvað er það sem fær þessi börn til fara að heiman? Hvað er hægt að gera til að hjálpa þessum ungmennum áður en þau lenda á jaðrinum á samfélaginu og áður en þau grípa til þess ráðs að strjúka af heiman? Í janúar á þessu ári var Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri ráðinn í fullt starf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við leitina á týndu börnunum. Guðmundur hafði sjálfur persónulega reynslu af slíkum málum þar sem hann á dóttur sem hafði lent í slæmum félagsskap og þaðan leiðst út í neyslu vímuefna. Lesa meira “Týndu börnin”

Tölvunotkun unglinga og mikilvægi tómstundamenntunar

birgir steinnÉg velti því oft fyrir mér hvort að þróun tækninnar hafi slæm eða góð áhrif á mannkynið. Við vitum öll að tölvur verða sífellt mikilvægari í nútíma samfélagi. Fyrir suma eru þær meira að segja nauðsynlegar til þess að geta sinnt vinnu eða skóla. Það er hinsvegar staðreynd að tölvunotkun unglinga hefur stóraukist á síðustu árum. Spurningin er þó hvað unglingar gera þegar þeir eru í tölvunni og hvað það er sem hefur orsakað þessa auknu tölvunotkun. Nota þeir tölvur fyrir lærdóm eða vinnu, hanga þeir aðallega á samfélagsmiðlum eins og Facebook, eða sitja þeir gjarnan og spila tölvuleiki? Það getur verið ansi erfitt að rannsaka hver megin tilgangur tölvunotkunar unglinga sé. Lesa meira “Tölvunotkun unglinga og mikilvægi tómstundamenntunar”