Að koma félagi á framfæri

guðrún dísHér í Reykjanesbæ er lítill hópur um það bil sjö ungmenna sem er í félagi sem heitir Núll prósent. Núll prósent er hópur ungra einstaklinga á aldrinum 14-30 ára sem vilja koma saman og skemmta sér án nokkurra vímuefna.   Núll prósent hefur gert marga skemmtilega og áhugaverða hluti saman, þar á meðal haft spilakvöld, bíó, skautaferðir og fleira. Svo fara þau líka til útlanda eins og til Rúmeníu í sumarbúðir og á þing samtakanna, til Svíþjóðar og Noregs til að fara á námskeið sem eru bæði af skemmtilegum toga og fræðilegum. Þetta gera þau allt með styrkjum frá IOGT og regnhlífarsamtökum til að gera námskeið og með eigin fjáröflunum á ýmsum verkefnum en einnig eiga einkafyrirtæki það til að styrkja starfið líka. Lesa meira “Að koma félagi á framfæri”