Tæknin vs. uppeldið

Þegar ég fer að hugsa hvað tæknin hefur komið langt á leið þá hugsa ég einnig um framtíðina. Við notum tæknina dags daglega fyrir allskona hluti, en á tæknin að blandast við uppeldi barna og unglinga? Þegar eldri systir mín eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 2 árum þá tók hún fram að þau ætluðu að reyna að halda tækninni í lámarki fyrir litla frænda minn svo hann myndi njóta þess að leika sér og þróa ímyndunaraflið. Fór ég þá að hugsa hvort of margir foreldrar seta of mikið traust í tæknina til að hjálpa við uppeldið. Núna er frændi minn 2 ára og ef hann sér t.d. síma þá á hann til að titra af spenningi því þetta er eitthvað sem hann hefur alist upp með. Lesa meira “Tæknin vs. uppeldið”

Mikilvægar gæðastundir

Þegar við eignumst börn fáum við í leiðinni eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni fullorðinsáranna. Að vera foreldri felur meðal annars í sér að annast barnið, vernda það, kenna því og veita leiðsögn. Flestir stefna að því að ala upp einstakling sem er heilbrigður, hamingjusamur og hefur eiginleika og færni sem kemur sér til góða í framtíðinni. En uppeldi er mikil vinna og þurfa foreldrar að hafa þolinmæði, vera samkvæmir sjálfum sér og gefa sér tíma til að verja gæðatímum með börnum sínum. Því það er afar mikilvægt að foreldrar njóti góðra samvista við börnin sín því að notaleg samvera ýtir undir sterkari tengsl og jákvæðari samskipti. Börnin þurfa að finna að foreldrarnir vilji verja tíma sínum með þeim og finna að þau skipta máli. Hraðar samfélagslegar breytingar og tækniþróun hefur haft það í för með sér að foreldrar hafa minni tíma fyrir börnin sín og það er yfirleitt meira álag á fjölskyldunum. Lesa meira “Mikilvægar gæðastundir”

Ferming til fjár?

Frá fornu fari hefur ferming verið fastur liður í okkar trúarmenningu og hafa flest allir unglingar fermst á fjórtánda aldursári í þeim tilgangi að staðfesta skírn sína.  Var þetta unglingum erfitt hér áður fyrr þar sem þau þurftu að læra ,,kverið“ áður en þau fermdust og var þetta oft mikil þrautarganga fyrir þau.

Í dag er önnur saga, unglingar sem ákveða það að fermast í kirkju fara í fermingarfræðslu og læra trúarjátninguna, það er ekki farið mikið dýpra í kristinfræðina en það, en hún er ekki lengur sérfag í grunnskóla eins og var t.d. þegar ég var í skóla. Einnig er unglingum boðið uppá borgaralega fermingu en það er fyrir þá sem ekki vilja fermast í kirkju og sækja þeir unglingar þá námskeið hjá Siðmennt. Lesa meira “Ferming til fjár?”

Eru skátarnir á leiðinni á safn?

 Öll erum við ólík eins og við erum mörg. Val okkar á tómstundum er þar engin undantekning. Börn og ungmenni í dag hafa úr fjölbreyttu úrvali skiplagðra tómstunda, íþrótta og annarra áhugamála að velja. Íþrótta- og félagasamtök leitast við að virkja sem flesta til þátttöku og liður í að efla þátttöku barna og ungmenna er að brúa bilið milli skóla og tómstundastarfs. Til að ná því þá þurfa allt tómstundastarf að laga sig að breyttum aðstæðum í samfélaginu. En hafa skátarnir gert það?

Sjálf valdi ég skátahreyfinguna, eða með öðrum orðum félags- og tómstundastarf sem setti stóran ,,nörda” stimpil á ennið á mér. Tökum dæmi; Hvað er það fyrsta sem þú hugsar þegar orðið, „skáti“ er nefnt? Mjög líklega sástu fyrir þér hóp af krökkum í vel girtum búningum, að grilla sykurpúða yfir varðeldi, syngjandi hressa skátasöngva. Hversu nálægt var ég? Lesa meira “Eru skátarnir á leiðinni á safn?”

Hvernig og hvers vegna þarf að bæta kynfræðslu hérlendis?

Öll eigum við það sameiginlegt að ganga í gegnum unglingsárin og upplifir hver og einn einstaklingur það tímabil á sinn hátt. Þrátt fyrir mismunandi upplifanir hvers og eins þá viljum við fá svör við ákveðnum spurningum sem vakna upp á unglingsárunum. Unglingsárin eru mikilvægur og viðkvæmur tími, unglingar velta ýmsu fyrir sér en vita jafnvel ekki hvert skal leita svara. Kynfræðsla er því virkilega mikilvæg og tel ég vera þörf á því að breyta og bæta kynfræðslu fyrir unglinga í grunnskólum hér á landi. Lesa meira “Hvernig og hvers vegna þarf að bæta kynfræðslu hérlendis?”

Unglingurinn og netið – Hvert er vandamálið?

Ungdómurinn virðist alltaf vera að fara til andskotans af mismunandi ástæðum gegnum tíðina. Þegar ég var unglingur þá bar þar hæst klæðaburður, unglingadrykkja, miðbærinn og útivistartímar. Við klæddumst upp til hópa öllu svörtu, í svo rifnum buxum að þær héldust saman á voninni einni saman og litum helst út fyrir að vera meðlimir í einhvers konar sértrúarsöfnuði. Við byrjuðum mörg að drekka áfengi strax eftir fermingu og aðal samverustaður okkar voru sjoppurnar og miðbærinn um helgar. Foreldrar voru það ráðalausir á þessum tíma að það var ekkert gert og þetta fékk að viðgangast. Í dag er það netnotkun ungdómsins sem gerir fólk ráðalaust. Það eru skrifaðar allskyns greinar um afleiðingar of mikillar netnotkunar þar sem netið er ljóti kallinn. Það er skrifað um áhrifin á andlega, líkamlega og félagslega heilsu ungs fólks, en að mínu mati er lítið talað um farsælar lausnir í þessu sambandi heldur einungis afleiðingar.

Lesa meira “Unglingurinn og netið – Hvert er vandamálið?”