Lækkun kosningaaldurs – Til hvers?

Á undanförnum vikum hefur verið heit umræða í samfélaginu um lækkun kosningaaldurs til sveitastjórnarkosninga. Lagt hefur verið fram frumvarp þess efnis að kosningaaldur verði lækkaður frá 18 árum niður í 16 ár í sveitastjórnarkosningum sem eiga sér stað í maí næstkomandi. Ef frumvarpið gengur eftir mun það þýða að um það bil 9 þúsund ungmenni munu bætast í hóp þeirra sem kjósa.

Margir samfélagsþegnar hafa sterkar skoðanir á þessu málefni enda þörf umræða. Ef til þess kæmi að kosningaþátttakan yrði lækkuð þá væri verið að veita 16 og 17 ára ungmennum tækifæri á að nýta almenn réttindi. Við 16 ára aldur er að marka nokkurskonar tímamót í lífi ungmenna. Þetta er ungt fólk sem verður gjaldgengt á vinnumarkaðinn og þar af leiðandi farin að borga tekjuskatt. Flestir stjórnmála flokkarleyfa 16 ára ungmennum að taka þátt í innra starfi. Því velti ég fyrir mér að ef 16 ára ungmenni eru fær til þess að vera á vinnumarkaði og uppfylla öll þau skilyrði og skyldur sem því fylgja ásamt því að geta gert greinamun á réttu og röngu ættu þau þá ekki að geta tekið afstöðu og kynnt sér pólitík sem þau telja að sé best fyrir þeirra samfélag? Lesa meira “Lækkun kosningaaldurs – Til hvers?”

Ungmennaráð – Lýðræðisverkefni eða punt?

Að undanförnu hef ég mikið velt því fyrir mér hvort unglingar í dag upplifi að þeir hafi eitthvað að segja um eigin hagsmuni í samfélaginu. Þetta er ekki síst áhugaverð pæling þar sem mikil umræða er um lækkun kosningaaldurs frá 18 í 16 ára og því töluvert mikilvægt að þau átti sig á því að þau geti bæði valið fulltrúa og haft beina aðkomu að ákvarðanatökum um samfélagsleg málefni.

Einn daginn þar sem ég velti þessu fyrir mér tók ég málið upp í samtali við yngri systur mína sem er fjórtán ára.  Ég spurði hana hvernig hún upplifði framkomu fullorðinna gagnvart henni og öðrum unglingum í kring um hana þegar þau tjá skoðanir sínar. Hennar upplifun var sú að fullorðnir treystu unga fólkinu ekki fyrir því að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Einnig sagði hún að samfélagið gerði ráð fyrir því að allir unglingar væru á gelgjunni og vissu ekki hvað þeir væru að tala um. Hún taldi afleiðingarnar af þessu vera þær að unglingarnir trúa þeim fullorðnu og finnst því ekki taka því að tala um sín hagsmunamál vegna þess að það er engin sem tekur mark á þeim. Lesa meira “Ungmennaráð – Lýðræðisverkefni eða punt?”