Lækkun kosningaaldurs – Til hvers?

Á undanförnum vikum hefur verið heit umræða í samfélaginu um lækkun kosningaaldurs til sveitastjórnarkosninga. Lagt hefur verið fram frumvarp þess efnis að kosningaaldur verði lækkaður frá 18 árum niður í 16 ár í sveitastjórnarkosningum sem eiga sér stað í maí næstkomandi. Ef frumvarpið gengur eftir mun það þýða að um það bil 9 þúsund ungmenni munu bætast í hóp þeirra sem kjósa.

Margir samfélagsþegnar hafa sterkar skoðanir á þessu málefni enda þörf umræða. Ef til þess kæmi að kosningaþátttakan yrði lækkuð þá væri verið að veita 16 og 17 ára ungmennum tækifæri á að nýta almenn réttindi. Við 16 ára aldur er að marka nokkurskonar tímamót í lífi ungmenna. Þetta er ungt fólk sem verður gjaldgengt á vinnumarkaðinn og þar af leiðandi farin að borga tekjuskatt. Flestir stjórnmála flokkarleyfa 16 ára ungmennum að taka þátt í innra starfi. Því velti ég fyrir mér að ef 16 ára ungmenni eru fær til þess að vera á vinnumarkaði og uppfylla öll þau skilyrði og skyldur sem því fylgja ásamt því að geta gert greinamun á réttu og röngu ættu þau þá ekki að geta tekið afstöðu og kynnt sér pólitík sem þau telja að sé best fyrir þeirra samfélag? Lesa meira “Lækkun kosningaaldurs – Til hvers?”