Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?

Á undanförnum árum hefur verið greint frá því að andlegri heilsu unglinga hafi hrakað mjög. Unglingar eru frekar að glíma við kvíða og þunglyndi og önnur andleg veikindi nú á dögum. Margar ástæður geta verið fyrir því að unglingar á Íslandi í dag eigi erfiðara andlega. Samfélagið sem unglingar alast upp í er samfélag hraða og mikilla breytinga. Einn af fylgifiskum þess er að Ísland gæti flokkast undir svo kallað neyslusamfélag. Þörfin er svo mikil að eignast allt það nýjasta og flottasta. Oft á tíðum held ég að unglingar lendi í þessa gildru, bæði út af áhrifum frá samfélaginu, hópþrýstingi og þeirri náttúrulegu tilfinningu að vilja tilheyra. Lesa meira “Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?”

Að vera lesblindur

Það sem ég vil tala um eru unglingar með lesblindu, því þeir virðast vera mikið útundan í skólakerfinu. Eftir að nemendur hafa verið greindir með lesblindu, þá halda þeir og foreldrar þeirra að námið verði auðveldara fyrir þá. Annað kemur þó í ljós. Þeir voru samt lengur að gera heimanámið eins og áður, og þeir fengu líka lakari einkunnir þó svo að kennararnir vissu að þeir væru lesblindir, og jafnvel er ekki tekið tillit til þess í sumum skólum. Þegar búið er að greina ungling með lesblindu þá er foreldrum tilkynnt um að hægt sé að skrá unglinginn inn á skrá hljóðbókasafnsins og fá þannig aðgang til að hlaða niður bókum til hlustunar. Einnig er hægt að fá aðgang að talgervli sem hefur þann Lesa meira “Að vera lesblindur”

Rafrænn útivistartími barna og unglinga

Á okkar tímum fer netnotkun barna og ungmenna ört vaxandi, tæknin er alltaf að verða betri, meiri og fullkomnari og á sama tíma er aðgengið einnig mun auðveldara. Langflest börn og ungmenni á Íslandi í dag hafa aðgang að þessum stafræna heimi, og þess vegna er það algjört grundvallaratriði að fræðsla og reglur í kringum notkun þessara miðla séu til staðar. Það er vissulega hlutverk okkar foreldranna að sjá til þess að börnin okkar séu vel upplýst og þá sérstaklega um hætturnar sem geta fylgt þessum annars ágæta heimi. Í því hraða nútímasamfélagi sem við búum í eru kröfurnar miklar, við þurfum að vinna mikið því það er dýrt að lifa, eiga í sig og á, tómstundastarf kostar sitt og svo mætti lengi telja. Lesa meira “Rafrænn útivistartími barna og unglinga”

„Ég hlakka svo til að verða ánægð með mig“

Fyrir ekki svo löngu var ég stödd í Sundlaug Kópavogs. Í búningsklefanum var hópur af unglingstelpum, líklega í 8. bekk sem höfðu verið að klára skólasund. Þær voru að klæða sig og gera sig til á sama tíma svo ég komst ekki hjá því að heyra samtalið þeirra. Þær stóðu nokkrar við spegilinn og voru ýmist að greiða á sér hárið eða mála sig. Þær byrjuðu nokkrar að tala um húðina sína. Ein talaði um að hún væri með svo mikið af bólum að hún gæti ekki einu sinni talið þær allar. Önnur benti þá á bakið á sér og sagði að sú fyrri væri þó allaveganna ekki með svona ótrúlega mikið af bólum á bakinu. Lesa meira “„Ég hlakka svo til að verða ánægð með mig“”

Hafa íþróttir góð áhrif á líðan unglinga?

Unglingsárin eru mikilvægur tími í lífi hvers einstaklings og á þeim tíma skiptir máli fyrir félagsstöðu viðkomandi að tilheyra hópi. Á þessum árum er mikið að gerast hjá hverjum og einum bæði hvað varðar líkamlegan þroska og andlegan og því er gott að umgangast fólk sem hefur góð áhrif á líðan og þar sem einstaklingur getur verið hann sjálfur.

Mikil vitundavakning hefur orðið í samfélaginu hvað varðar heilbrigðan lífsstíl og er meirihluti unglinga í dag sem taka þátt í íþróttastarfi og/eða tómstundum af einhverju tagi. Unglingar eru orðnir mun upplýstari en áður um það hvað heilbrigður lífsstíll felur í sér en það er ekki einungis hreyfingin sem skiptir máli heldur einnig hollt og gott mataræði. Aðgengi að efni tengdu heilbrigðum matarvenjum er orðið mun aðgengilegra en áður og því auðveldara fyrir einstaklinga að afla sér upplýsinga. Lesa meira “Hafa íþróttir góð áhrif á líðan unglinga?”

Kyn- og klámfræðsla vikulegur þáttur í grunnskólum landsins

 

Þurfum við ekki að halda áfram að opna umræðuna um kynlíf við unglingana okkar? Kynlíf er eitthvað sem flestum unglingum langar sennilega að vita mikið um en hafa jafnvel ekki kjarkinn í að tala um. Mikið af unglingum þora ekki, finnst vandræðalegt eða vita einfaldlega ekki hvernig þeir eiga að byrja umræðuna um kynlíf. Þessi umræða á ekki að vera feimnismál heldur eiga krakkar að geta fræðst um kynlíf eins og allt annað.

Margar ranghugmyndir eru um kynlíf í nútímasamfélagi. Það er mjög auðvelt að fá þessar ranghugmyndir þar sem auðvelt er að nálgast klám, sem jú sýnir ekki réttu myndina á kynlífi. Klám getur verið mjög ofbeldisfullt, konurnar eiga aðeins að gera það sem karlarnir vilja og getur klámið orðið mjög gróft. Í klámi kemur líka mikið fram að konan fær fullnægingu fyrst og oft eftir mjög stuttan tíma, en í raun tekur þetta ekki alltaf svona stuttan tíma í raun og veru. Klámmyndband er svo oftast búið þegar karlinn er búinn að fá fullnægingu. Allskonar svona rangmyndir af kynlífi taka börn og unglingar til sín því þau fá ekki fræðslur eða umræður við aðila sem gætu frætt þau betur. Það þarf nefnilega ekki bara að fræða um kynlíf heldur þarf líka fræða krakkana um hvað klám er og hvað það er rangt á allan hátt. Þau verða að gera sér grein fyrir hvað felst í kynlífi og hvað felst í klámi.

Er það foreldranna að byrja þessar samræður við börnin sín? Vita foreldrar allt um kynlíf eða klám? Ég held ekki, rétt eins og þau eru ekki með öll svörin við náttúrufræði, stærðfræði og fleira. Að fá menntaða kynfræðinga inn í skólakerfið sem væru með fasta tíma í hverri viku myndi hjálpa unglingunum að dýpka skilning sinn á kynlífi og gera sér grein fyrir muninum á klámi og kynlífi. Það er mikilvægt að fá menntaða fagaðila sem eru búnir að öðlast reynslu að tala um kynlíf. Ég man sjálf þegar ég var í skóla og við fórum að tala um kynlíf, kennarinn gat ekki einu sinni sagt orðið píka heldur notaði alltaf formleg orð eins og kynfæri kvenna og karla. Kynfræðslan sem ég fékk var lítil sem engin og heyri ég mikið frá fólk á mínum aldri að þau hafi sömu upplifun á kynfræðslu í grunnskóla og ég. Þetta var meiri kynhræðsla en ekki kynfræðsla.

Persónulega finnst mér að það ætti að tala um kynlíf á nokkuð góðum jafningagrundvelli eins og t.d. Sigga Dögg kynfræðingur gerir. Hún er ekkert feimin að nota hin ýmsu orð þegar hún talar um kynlíf og ég held að það sé það sem lætur unglinga hlusta á hana því hún talar á jafningjagrundvelli.
Mikið er um fræðslu í félagsmiðstöðvunum og ungmennahúsunum sem er gott og blessað, en hverjir mæta? Það er alls ekki allir unglingar sem mæta og fræðast um þessi mál. Hvað með þá sem eru útundan og mæta aldrei í félagsmiðstöðvarnar? En langa samt jafnvel að fræðast um kynlíf. Eitt er víst að unglingar mæta í skólann þar sem það er skylda og er því nauðsýnlegt að koma kynfræðslu reglulega inn, helst vikulega.

—-

Klara Benjamínsdóttir – Nemandi í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ