Unglingar mæta oft fordómum í samfélaginu og eru oft litnir hornauga. Ófáum sinnum hefur maður heyrt fullorðið fólk nú til dags segja setningar á borð við: „Unglingar nú til dags gera ekkert annað en að hanga á netinu” eða „Unga fólkið í dag er svo latt og gerir ekki neitt”. Mín uppáhalds setning er þó klárlega: „jæja nú er æskan að fara til fjandans”. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu?
Ég er að sjálfsögðu ekki að segja að allt fullorðið fólk líti niður á unglinga, langt því frá en oft finnst mér unglingar hafa ákveðna stimpla á sér og þessir stimplar koma oftast frá fullorðnum. Stimpillinn sem mér finnst mest áberandi er sá að unglingar séu til vandræða og hefur það verið þannig í gegnum tíðina. Nú til dags þá finnst mér umræðan mikið vera í garð áfengis og annarra vímuefna og einnig er netnotkun unglinga mikið í brennideplinum þessa stundina. Lesa meira “Er æskan að fara til fjandans?”