Er æskan að fara til fjandans?

Unglingar mæta oft fordómum í samfélaginu og eru oft litnir hornauga. Ófáum sinnum hefur maður heyrt fullorðið fólk nú til dags segja setningar á borð við: „Unglingar nú til dags gera ekkert annað en að hanga á netinu” eða „Unga fólkið í dag er svo latt og gerir ekki neitt”. Mín uppáhalds setning er þó klárlega: „jæja nú er æskan að fara til fjandans”. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu?

Ég er að sjálfsögðu ekki að segja að allt fullorðið fólk líti niður á unglinga, langt því frá en oft finnst mér unglingar hafa ákveðna stimpla á sér og þessir stimplar koma oftast frá fullorðnum. Stimpillinn sem mér finnst mest áberandi er sá að unglingar séu til vandræða og hefur það verið þannig í gegnum tíðina. Nú til dags þá finnst mér umræðan mikið vera í garð áfengis og annarra vímuefna og einnig er netnotkun unglinga mikið í brennideplinum þessa stundina. Lesa meira “Er æskan að fara til fjandans?”

Af hverju ættu unglingar að vinna með skóla?

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að unglingar eigi að vinna með námi eða bara skólafólk yfirhöfuð. Þegar ég var á 14. árinu mínu, var ég ekki að æfa neinar íþróttir og var ekki þátttakandi í frístundastarfi svo ég hafði mikinn frítíma, fyrir utan að læra heima. Sama ár fór ég fyrst á vinnumarkaðinn og starfaði sem kassastarfsmaður í Krónunni, af því að ég valdi það sjálf. Ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið þess virði að byrja að vinna svona ung. Að sjálfsögðu hafa ekki allir tækifæri eða tíma til þess að vinna með námi og eru því bæði kostir og gallar við það. Aðstæður hjá unglingum eru mjög mismunandi, sumir þurfa jafnvel að vinna til að hjálpa foreldrum með kostnað heimilisins, aðrir vilja vinna til að eignast sinn pening, og svo eru einhverjir sem hafa engan tíma til að vinna vegna þátttöku í íþrótta-og tómstundastarfi eða þá að þau vilja eða nenna því ekki. Lesa meira “Af hverju ættu unglingar að vinna með skóla?”

Eigum við að lögleiða félagsmiðstöðvar?

Já, það er skrítið að ég sé að spá í því hvort að það eigi að lögleiða félagsmiðstöðvar.  Mörgum finnst eftirfarandi setning vera ögn eðlilegri: ,,Eigum við að lögleiða kannabis?” Enda hefur hún verið á milli tannanna á fólki í langan tíma.

En ástæða þess að ég velti þessu fyrir mér er sú að félagsmiðstöðvar eru í raun ekki þjónusta sem sveitarfélögin þurfa í raun að hafa eins og til að mynda skólar. Með einu pennastriki getur bæjarstjórn hvers sveitarfélags strokað út félagsmiðstöðina. Vissulega er fjárskortur í mörgum sveitarfélögum ef ekki öllum. Það er verið að skera niður allsstaðar og hafa félagsmiðstöðvar heldur betur fundið fyrir því. Ég tel því mikilvægt að það yrði sett í lög að sveitarfélögum sé skylt að bjóða uppá þessa þjónustu. Lesa meira “Eigum við að lögleiða félagsmiðstöðvar?”

Fyrsta skiptið – Ánægja eða kvöð?

Þegar ég var unglingur skipti það mestu máli af öllu fyrir mann að passa í hópinn, vera hluti af heildinni, gera eins og hinir, hvort sem um var að ræða stórt eða smátt. Þannig var það og þannig er það sjálfsagt enn, líka þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðanir sem geta haft áhrif á allt lífið, eins og til dæmis hvenær á að sofa hjá í fyrsta sinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort margir unglingar upplifi það að vilja klára fyrsta skiptið sitt af til þess að falla í hópinn.

Ég pældi ekki mikið í fyrsta skiptinu fyrr en nokkrar stelpur í mínum árgangi voru búnar að sofa hjá í fyrsta skipti. Þá vaknaði auðvitað forvitnin og umræður um hvernig þetta allt væri. Þó að klámvæðingin hafi ekki verið eins mikil þá og hún er nú þá mótaði hún að einhverju leyti hugmyndir um það hvernig þetta átti allt að ganga fyrir sig og hvernig báðar manneskjur áttu að haga sér.

Lesa meira “Fyrsta skiptið – Ánægja eða kvöð?”

Sílíkon og lendarskýlur

Málefni sem ég fæ ekki nóg af eru áhrif samfélagsmiðla á unglingsstúlkur, kannski af því að þegar ég var unglingur þá var ekki mikið annað að horfa á í sjónvarpinu eftir skóla en tónlistarmyndbönd. Þar birtust okkur vinkonunum fáklæddar konur sem stígsporuðu um á himinháum hælum að þjóna sínum mönnum, klæddar í það efnalítil föt að þau minntu einna helst á lendarskýluna af Tarzan og voru þær flestar með sílikonbrjóst þar sem geirvörturnar vísuðu beinustu leið norður á Pólstjörnuna. Þetta þótti hið eðlilegasta mál að setja í sjónvarp. Og hvað gerðist? Allar mínar vinkonur byrjuðu að bera sig saman við þessar plastskvísur á meðan ég beið eftir að bringan á mér myndi byrja að blása út. Sem er það sem unglingsstelpur gera, þær bera sig saman við það sem samfélagið gefur í skyn að sé flott og gott og allt annað en það er óásættanlegt í huga þeirra, sérstaklega þeirra sem eru með lítið sjálfstraust. Lesa meira “Sílíkon og lendarskýlur”

Þarf alltaf að vera keppni?

Í gegnum árin fékk ég oft að heyra það hversu frábært það væri fyrir mig sem einstakling að stunda skipulagðar íþróttir. Ávinningurinn var svo mikill, bæði líkamlegur og andlegur, en síðast en ekki síst félagslegur. Að vera í góðu formi var æðislegt, ég var ánægð með sjálfa mig og leið vel. Mínir bestu vinir tóku alltaf vel á móti mér á æfingum, bæði kvölds og morgna. Við stefndum öll að því sama, að vera eins góð í sundi og við mögulega gátum. Það var alltaf svo auðvelt að mæta á æfingar vitandi það að sama hversu erfið æfingin ætti eftir að vera þá væri ég aldrei ein og oftast var nú stutt í brosið og hláturinn.       Lesa meira “Þarf alltaf að vera keppni?”