Íþróttakrakkarnir og „hinir krakkarnir“

guðrún bjarnaVið sitjum við eldhúsborðið og umræður snúast um „hina krakkana“ eins og börnin mín kalla þau en það eru krakkarnir sem ekki stunda íþróttir alla daga vikunnar.  Hvað gera þeir unglingar sem ekki æfa íþróttir í frítíma sínum ? Þegar ég spyr 13 ára dóttur mina hvað vinir hennar í skólanum geri og hvort þau færu kannski í félagsmiðstöð skólans var svar hennar einfalt – „hvað er félagsmiðstöð“?

Ég á 2 börn á unglingsaldri sem æfa afreksíþrótt alla daga vikunnar 3-4 klst í senn  og er því íþróttahúsið þeirra annað heimili. Þar eru þeirra bestu vinir og umhverfi sem þeim líður vel í. En eru íþróttabörnin mín að fara á mis við mikilvægan hluta unglingsáranna með því að verja öllum sínum tíma í íþróttahúsinu og missa því af mjög mikilvægu starfi félagsmiðstöðvanna? Lesa meira “Íþróttakrakkarnir og „hinir krakkarnir“”

Frístundatími barna og unglinga – Reiðmennska

sjofn finnsÍ dag er ótrúlega mikið í boði fyrir börn og unglinga. Þau geta farið í allskonar frístundastörf eins og íþróttir, félagsmiðstöðvar, reiðkennslu og margt fleira sem krakkar hafa val um. Ég vildi taka fyrir reiðmennsku þar sem hestur er lifandi skepna og krakkarnir þurfa að umgangast hann með virðingu. Nemendur geta lært svo ótrúlega margt í gegnum hestamennskuna hvort sem um ræðir líkamlega eða andlega heilsu, náttúrufræði, samfélagsfræði, jafnvel líffræði og ekki skemmir fyrir hvað þetta er ótrúlega skemmtilegt áhugamál, það er að segja ef maður hefur áhuga á hestamennskunni. Lesa meira “Frístundatími barna og unglinga – Reiðmennska”

Einsleitt unglingastarf í margbreytilegu samfélagi

alexander harðarsonVið viljum að unglingarnir okkar verði einhvern tíma fullorðin. En erum við að skapa öllum unglingunum okkar sömu tækifæri til að verða fullorðin? Við erum að gera samfélaginu okkar erfitt fyrir með því að skipuleggja frístundastarf fyrir fatlaða unglinga á þann hátt sem við gerum núna.

Fatlaðir unglingar hafa ekki aðgang að nákvæmlega sama frístundastarfi og aðrir unglingar hafa. Dæmi um þetta eru frístundaklúbbar fyrir 10 – 16 ára unglinga sem eru einungis opnir á daginn eftir skóla en ekki líka á kvöldin eins og venjan er með félagsmiðstöðvar. Einnig eru unglingarnir skráðir á ákveðna daga en fá ekki að valsa inn og út eins og þeim hentar. Lesa meira “Einsleitt unglingastarf í margbreytilegu samfélagi”

Val á glansmynd eða námi?

birna dadaÁ hverju ári dynur á unglingum í 10. bekk spurningin: „Í hvaða skóla ætlar þú svo næst?“ 
Sumir eru með sitt allt á hreinu og vita nákvæmlega hvað þau vilja og hvert stefnan er tekin eftir grunnskólann…. að minnsta kosti að þau halda. Hjá öðrum fer heilinn á flug og upp vakna ótal spurningar. Hvaða skóli er bestur? Hvar er skemmtilegast? Og þetta verður mikið áhyggjuefni.  Með árunum er alltaf erfiðara fyrir ungmennin að velja skóla og skólarnir eru alltaf að gera meiri kröfum um hversu vel nemendur þurfa að vera staddir í námi til þess að komast inn. Lesa meira “Val á glansmynd eða námi?”

Er ég samkynhneigð/ur?

vigdis liljaSamkynhneigð hefur í gegnum tíðina verið litin hornauga – þöggun og þögn hafa verið einkennandi fyrir samkynhneigt fólk og hefur það þurft að berjast fyrir réttindum sínum. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem samkynhneigð hefur verið viðurkennd víðsvegar. Það er mjög misjafnt á hvaða aldri einstaklingar eru þegar þeir átta sig á að þeir séu eitthvað „öðruvísi“ og geta viðbrögðin verið mjög misjöfn. Hjá sumum geta komið upp neikvæðar tilfinningar eins og afneitun, reiði, sorg og sjálfsásökun.

Erfitt getur verið fyrir einstaklinga á unglingsaldri að uppgötva sig því að það er sá tími þar sem sjálfsmyndin er að mótast og þeir eru að bera sig saman við aðra unglinga. Lesa meira “Er ég samkynhneigð/ur?”

Félagsmiðstöðin og ég

rosa kristinÉg var virk í félagsmiðstöðinni í mínum heimabæ. Ég mætti á alla viðburði og opnu húsin. Þarna komum við krakkarnir eftir skóla og vorum fram að kvöldmat. Þetta var eins og okkar annað heimili, þar sem við fórum í frítímastarf í beinu framhaldi af skólanum. Við tókum þátt í klúbbastarfi og mörgu sem í gangi var í félagsmiðstöðinni og eftir það tóku íþróttaæfingar við. Þæginlegt umhverfi og andi sem myndaði samfellu.

Félagsmiðstöðin er staður þar sem unglingar og börn geta leitað í skipulag starf með jafnöldrum sínum og jafnvel tekið þátt í að skipuleggja það sjálf. Þar eru allir vinir og allir tilbúnir að hjálpa og gera allt fyrir alla. Þegar ég var að stunda félagsmiðstöðina í mínu bæjarfélagi þá voru yngri börn með skipulagða tíma tvisvar í mánuði sem unglingarnir í félagsmiðstöðvaráðinu sáu um að skipuleggja og framkvæma. Lesa meira “Félagsmiðstöðin og ég”