Síðastliðin 150 ár hafa átt sér stað gríðarlegar samfélagsbreytingar sem gerir það að verkum að æskulýðurinn hverju sinni er sífellt að takast á við aðstæður sem foreldrarnir þekkja ekki af eigin raun í sínu uppeldi. Getur því fylgt óöryggi sem kemur meðal annars fram í þeirri firru að æskylýðurinn sé ávallt á villigötum. Ef aðstæður heima fyrir eru ekki upp á sitt besta, samtal, tími eða stuðningur foreldra ekki til staðar, þá ættu ungmenni ekki að vera í neinum erfiðleikum með að leita til fagaðila sem geta veitt þeim þá aðstoð sem þau leitast eftir. Skilningur foreldra getur verið takmarkaður þar sem þau eru ekki alveg með á nótunum um þau atriði sem geta hrjáð nútíma ungling.
Því skiptir sérstaklega miklu máli að ungmenni geta leitað ráða, mætt virðingu og fengið hvatningu frá starfsfólki félagsmiðstöðvanna, hvort sem það er faglært eða ófaglært. Lesa meira “Mikilvægi hins faglærða og ófaglærða starfsmanns”