Bagg er ekki bögg eða hvað?

karitas sumatiÞegar talað er um íþróttir og unglinga hugsa flestir um heilsusamlega afþreyingu. Hins vegar fylgir notkun munntóbaks oftar en ekki íþróttum nú til dags. Það er mest áberandi í fótboltaheiminum en teygir einnig anga sína í aðrar íþróttir svo sem handbolta og körfubolta. Þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera hópíþróttir þar sem það skiptir máli að vera samþykktur af þeim sem eru í hópnum. Ætla má að jafningjaþrýstingur hafi mikil áhrif á notkun munntóbaks og nýliðar horfi til þeirra sem fyrir eru.

En einhvers staðar byrjaði notkunin. Munntóbak virðist hafa fest sig í sessi þannig að í fyrstu hafi lumman verið tekin sem verðlaun eftir leik en þróast þannig að lumman fylgdi einnig æfingum. Í dag er munntóbak orðið algeng sjón. Þó svo að munntóbak sé ólöglegt hér á landi þá er það samt viðurkennt. Lesa meira “Bagg er ekki bögg eða hvað?”